Tónlist

Of Monsters and Men fluttu Krókódílalagið hjá Jimmy Fallon

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Úr Fallon-þætti gærkvöldsins.
Úr Fallon-þætti gærkvöldsins. Skáskot/Youtube

Íslenska hljómsveitin Of Monsters and Men tróð upp í spjallþættinum Tonight Show með Jimmy Fallon í gærkvöldi.

Hljómsveitin flutti lagið Alligator, sem á íslensku útleggst sem „Krókódíll“, í þættinum en lagið er á þriðju breiðskífu sveitarinnar, Fever Dream, sem kemur út þann 26. júlí næstkomandi.

Of Monsters and Men hafa notið mikillar hylli vestanhafs undanfarin ár. Þá er þetta ekki í fyrsta sinn sem þau heiðra bandaríska spjallþáttastjórnendur með nærveru sinni en þau heimsóttu einmitt téðan Jimmy Fallon árið 2015, og tróðu þá einnig upp. Það urðu því greinilega fagnaðarfundir í gærkvöldi, líkt og sjá má á Instagram-færslu sveitarinnar hér að neðan.
 

 
 
 
View this post on Instagram
Playing ALLIGATOR on Fallon tonight 11:35/10:35c !!WE’RE EXCITED
A post shared by Of Monsters and Men (@ofmonstersandmen) on

Flutning Of Monsters and Men á laginu Alligator í Tonight Show má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.


Tengdar fréttir

Of Monsters and Men á Airwaves

Of Monsters and Men sneru aftur með glænýtt lag Alligator í síðustu viku en nú hefur verið tilkynnt að sveitin kemur fram á Iceland Airwaves 2019, en hátíðin fer fram 6. - 9. nóvember í Reykjavík.

OMAM streymt milljarð sinnum 

Lögum með hljómsveitinni Of Monsters and Men hefur nú verið streymt yfir milljarð sinnum á tónlistarveitunni Spotify.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.