Tónlist

Of Monsters and Men fluttu Krókódílalagið hjá Jimmy Fallon

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Úr Fallon-þætti gærkvöldsins.
Úr Fallon-þætti gærkvöldsins. Skáskot/Youtube
Íslenska hljómsveitin Of Monsters and Men tróð upp í spjallþættinum Tonight Show með Jimmy Fallon í gærkvöldi.

Hljómsveitin flutti lagið Alligator, sem á íslensku útleggst sem „Krókódíll“, í þættinum en lagið er á þriðju breiðskífu sveitarinnar, Fever Dream, sem kemur út þann 26. júlí næstkomandi.

Of Monsters and Men hafa notið mikillar hylli vestanhafs undanfarin ár. Þá er þetta ekki í fyrsta sinn sem þau heiðra bandaríska spjallþáttastjórnendur með nærveru sinni en þau heimsóttu einmitt téðan Jimmy Fallon árið 2015, og tróðu þá einnig upp. Það urðu því greinilega fagnaðarfundir í gærkvöldi, líkt og sjá má á Instagram-færslu sveitarinnar hér að neðan.

 

 
 
 
View this post on Instagram
Playing ALLIGATOR on Fallon tonight 11:35/10:35c !!WE’RE EXCITED

A post shared by Of Monsters and Men (@ofmonstersandmen) on May 15, 2019 at 4:21pm PDT

Flutning Of Monsters and Men á laginu Alligator í Tonight Show má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.


Tengdar fréttir

Of Monsters and Men á Airwaves

Of Monsters and Men sneru aftur með glænýtt lag Alligator í síðustu viku en nú hefur verið tilkynnt að sveitin kemur fram á Iceland Airwaves 2019, en hátíðin fer fram 6. - 9. nóvember í Reykjavík.

OMAM streymt milljarð sinnum 

Lögum með hljómsveitinni Of Monsters and Men hefur nú verið streymt yfir milljarð sinnum á tónlistarveitunni Spotify.


Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.