Körfubolti

Mögnuð endurkoma hjá meisturunum

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Steph Curry fagnar í leikslok.
Steph Curry fagnar í leikslok. vísir/getty
Golden State Warriors er komið í 2-0 í einvígi sínu gegn Portland Trailblazers í úrslitum Vesturdeildar NBA-deildarinnar eftir 114-111 endurkomusigur í nótt.

Portland byrjaði leikinn mikið betur og hélt Golden State í þægilegri fjarlægð allan fyrri hálfleikinn. Er hann var allur var Portland með 15 stiga forskot.





Warriors mætti aftur á móti með kassann úti í byrjun seinni hálfleiks. Byrjuðu hann 16-4 og voru fljótt búnir að jafna. Alveg magnaðir.

Spennan í lokafjórðungnum var mikil. Portland var þremur stigum undir fyrir lokasóknina og hefði getað jafnað. Þá náði Andre Iguodala aftur á móti að stela boltanum af Damian Lillard og leik lokið.





Steph Curry var ofboðslega góður í liði Golden State og skoraði 37 stig ásamt því að gefa 8 stoðsendingar og taka 8 fráköst. Klay Thompson setti svo 24 stig í pokann.

Lillard og McCollum voru samtals með 45 stig fyrir Portland sem fer nú á sinn heimavöll þar sem þriðji leikurinn fer fram á laugardag.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×