Sjálfbær og ábyrg ferðaþjónusta Inga Hlín Pálsdóttir skrifar 17. maí 2019 09:38 Sem áfangastaður ferðamanna er Ísland um margt öðruvísi en aðrir áfangastaðir í heiminum með tilliti til veðurfars, náttúru og innviða. Íslensk ferðaþjónusta vill byggja á sjálfbærum grunni efnahagslegs, umhverfislegs og samfélagslegs jafnvægis. Náttúra Íslands er þar einn lykilþátturinn og segja má að hún sé viðkvæm allan ársins hring, allt landið um kring. Íslandsstofa hefur með samstarfsaðilum lagt sérstaka áherslu á að hvetja ferðamenn til þess að ferðast um Ísland með ábyrgum hætti undanfarin ár. Þetta hefur meðal annars verið gert með því að kynna fyrir ferðamönnum Íslenska loforðið, „The Icelandic Pledge“ á vef Inspired by Iceland (www.inspiredbyiceland.com/icelandicpledge). Íslenska loforðið nær til átta atriða sem stuðla að ábyrgri ferðahegðun, svo sem að virða náttúruna og skilja við hana eins og komið var að henni, að keyra ekki utan vega, að koma sér ekki í hættulegar aðstæður til að taka myndir, að tjalda á viðeigandi tjaldsvæðum og að vera viðbúinn öllum veðrum á ferðalagi um Ísland. Við teljum að með með því að vinna sameiginlega að því að hvetja ferðamenn og söluaðila Íslandsferða til þess að samþykkja þetta loforð getum við haft jákvæð áhrif á hegðun ferðamanna á Íslandi sem stuðlar að sjálfbærni til framtíðar. Ísland var fyrsta landið til að bjóða gestum sínum að lofa því að ferðast um landið á ábyrgan og öruggan hátt og að ganga vel um náttúru landsins. Þetta hefur vakið athygli erlendis bæði á meðal fjölmiðla sem og annarra áfangastað með hliðsjón af sjálfbærni og stjórnunar áfangastaða en m.a. hafa Hawai, Palou og Nýja Sjáland tekið upp sambærilegt form. Við viljum hvetja alla í ferðaþjónustunni, hvort sem þeir eru í sölu- og markaðsstarfi, mótttöku ferðamanna, leiðsögumenn eða hafa á einhvern hátt snertingu við ferðamenn að minna á Icelandic Pledge loforðin. Það má gera með því að deila loforðinu (vefslóðinni) á samfélagslmiðlum og vefmiðlum, ásamt því að hafa loforðin sýnileg fyrir viðskiptavinum og gestum á heimasíðum og í öðrum samskiptum, eða með plakötum og borðspjöldum sem hægt er að nálgast hjá Íslandsstofu. Þá er einnig hnappur í mótttökusal á flugvellinum í Keflavík þar sem hægt er að hefja ferðina á því að samþykkja loforðin. Við sjálf þurfum síðan öll að sýna ábyrgð í því hvað við sýnum á samfélagsmiðlum og hvernig við markaðssetjum og auglýsum áfangastaðinn. Það er ekki bara Íslandsstofu, heldur allra þeirra sem koma að því að gera auglýsingar og miðla á samfélagsmiðlum, eru í almannatengslum og eiga á einhvern hátt samskipti við ferðamenn á leið hingað, sem eru komnir hingað eða hafa áhuga á því að koma til Íslands. Þar má telja auglýsingastofur, ferðaþjónustufyrirtæki, leiðsögumenn, leigubílstjóra, verslunar- og veitingafólk og svo mætti lengi telja. Tökum höndum saman og hvetjum til ábyrgrar ferðahegðunar – sem stuðlar að sjálfbærni áfangastaðarins til framtíðar. Höfundur er forstöðumaður hjá Íslandsstofu, Áfangastaðurinn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Inga Hlín Pálsdóttir Mest lesið Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Sem áfangastaður ferðamanna er Ísland um margt öðruvísi en aðrir áfangastaðir í heiminum með tilliti til veðurfars, náttúru og innviða. Íslensk ferðaþjónusta vill byggja á sjálfbærum grunni efnahagslegs, umhverfislegs og samfélagslegs jafnvægis. Náttúra Íslands er þar einn lykilþátturinn og segja má að hún sé viðkvæm allan ársins hring, allt landið um kring. Íslandsstofa hefur með samstarfsaðilum lagt sérstaka áherslu á að hvetja ferðamenn til þess að ferðast um Ísland með ábyrgum hætti undanfarin ár. Þetta hefur meðal annars verið gert með því að kynna fyrir ferðamönnum Íslenska loforðið, „The Icelandic Pledge“ á vef Inspired by Iceland (www.inspiredbyiceland.com/icelandicpledge). Íslenska loforðið nær til átta atriða sem stuðla að ábyrgri ferðahegðun, svo sem að virða náttúruna og skilja við hana eins og komið var að henni, að keyra ekki utan vega, að koma sér ekki í hættulegar aðstæður til að taka myndir, að tjalda á viðeigandi tjaldsvæðum og að vera viðbúinn öllum veðrum á ferðalagi um Ísland. Við teljum að með með því að vinna sameiginlega að því að hvetja ferðamenn og söluaðila Íslandsferða til þess að samþykkja þetta loforð getum við haft jákvæð áhrif á hegðun ferðamanna á Íslandi sem stuðlar að sjálfbærni til framtíðar. Ísland var fyrsta landið til að bjóða gestum sínum að lofa því að ferðast um landið á ábyrgan og öruggan hátt og að ganga vel um náttúru landsins. Þetta hefur vakið athygli erlendis bæði á meðal fjölmiðla sem og annarra áfangastað með hliðsjón af sjálfbærni og stjórnunar áfangastaða en m.a. hafa Hawai, Palou og Nýja Sjáland tekið upp sambærilegt form. Við viljum hvetja alla í ferðaþjónustunni, hvort sem þeir eru í sölu- og markaðsstarfi, mótttöku ferðamanna, leiðsögumenn eða hafa á einhvern hátt snertingu við ferðamenn að minna á Icelandic Pledge loforðin. Það má gera með því að deila loforðinu (vefslóðinni) á samfélagslmiðlum og vefmiðlum, ásamt því að hafa loforðin sýnileg fyrir viðskiptavinum og gestum á heimasíðum og í öðrum samskiptum, eða með plakötum og borðspjöldum sem hægt er að nálgast hjá Íslandsstofu. Þá er einnig hnappur í mótttökusal á flugvellinum í Keflavík þar sem hægt er að hefja ferðina á því að samþykkja loforðin. Við sjálf þurfum síðan öll að sýna ábyrgð í því hvað við sýnum á samfélagsmiðlum og hvernig við markaðssetjum og auglýsum áfangastaðinn. Það er ekki bara Íslandsstofu, heldur allra þeirra sem koma að því að gera auglýsingar og miðla á samfélagsmiðlum, eru í almannatengslum og eiga á einhvern hátt samskipti við ferðamenn á leið hingað, sem eru komnir hingað eða hafa áhuga á því að koma til Íslands. Þar má telja auglýsingastofur, ferðaþjónustufyrirtæki, leiðsögumenn, leigubílstjóra, verslunar- og veitingafólk og svo mætti lengi telja. Tökum höndum saman og hvetjum til ábyrgrar ferðahegðunar – sem stuðlar að sjálfbærni áfangastaðarins til framtíðar. Höfundur er forstöðumaður hjá Íslandsstofu, Áfangastaðurinn.
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar