Körfubolti

Tap hjá Hauki í lokaumferðinni

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Haukur Helgi Pálsson
Haukur Helgi Pálsson vísir/getty
Haukur Helgi Pálsson og félagar í Nanterre 92 töpuðu fyrir Elan Bearnais í lokaumferð frönsku úrvalsdeildarinnar í körfubolta í kvöld.Nanterre var öruggt með sæti í úrslitakeppninni fyrir lokaumferðina en ekki var klárt í hvaða sæti liðið yrði.Heimamenn í Nanterre byrjuðu leikinn betur og leiddu 44-41 í hálfleik. Gestirnir voru hins vegar sterkari í þeim síðari og unnu leikinn 82-74.Haukur Helgi skoraði 10 stig fyrir Nanterre og var með stigahæstu mönnum.Úrslit lokaumferðarinnar þýða að Nanterre endar í fjórða sæti í deildinni. Elan Bearnais endar í því fimmta og því munu þessi lið mætast í 8-liða úrslitunum í úrslitakeppninni.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.