Körfubolti

NBA-leikmaður í tveggja ára bann

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Tyreke Evans í leik með Indiana Pacers í vetur.
Tyreke Evans í leik með Indiana Pacers í vetur. vísir/getty

Körfuboltamaðurinn Tyreke Evans hefur verið dæmdur í tveggja ára bann frá NBA-deildinni fyrir brot á reglum deildarinnar og leikmannasamtaka hennar um fíkniefnaneyslu.

Evans, sem er 29 ára, lék með Indiana Pacers í vetur og var með 10,2 stig, 2,9 fráköst og 2,4 stoðsendingar að meðaltali í leik. Samningur Evans við Indiana rennur út í sumar.

Samkvæmt reglum NBA-deildarinnar getur leikmaður verið dæmdur í bann fyrir að falla á lyfjaprófi eða ef hann játar vörslu, neyslu eða sölu eiturlyfja.

Evans getur sótt um að komast aftur inn í NBA eftir tvö ár. Til þess að það gerist þarf hann að fá blessun deildarinnar og leikmannasamtakanna.

Evans var valinn nýliði ársins í NBA tímabilið 2009-10. Auk Indiana hefur hann leikið með Sacramento Kings, New Orleans Pelicans og Memphis Grizzlies.

NBA


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.