Marvel slær öll met Björn Berg Gunnarsson skrifar 1. maí 2019 09:30 Eins og milljarðamæringurinn sérvitri Tony Stark sagði eitt sinn skiptir ekki máli hversu ríkur þú ert, þú getur ekki keypt þér tíma. Vinnuveitendur Starks hjá Disney vita þó að við erum mörg tilbúin að verja sparifénu okkar í að dvelja í nokkrar klukkustundir í hinum ýmsu heimum sem finna má í kvikmyndum og þáttum fjölmiðlaveldisins, til dæmis að verja þremur klukkustundum á nýju Avengers-myndinni. Tekjur af miðasölu Avengers: Endgame námu um 1,2 milljörðum dollara um frumsýningarhelgina og er um að ræða langstærstu opnunarhelgi kvikmyndasögunnar. Hetjur og skúrka myndarinnar eignaðist Disney með fjögurra milljarða dollara kaupunum á Marvel- myndasöguútgefandanum áramótin 2009-2010 en einhvern tíma til viðbótar tók þó Disney að hefja framleiðslu kvikmynda þar sem áður hafði verið samið við samkeppnisaðila þeirra um umsjón með hinum ýmsu vörumerkjum og persónum. Frá gerð fyrstu Avengers-kvikmyndarinnar árið 2012 hefur Disney nú sent frá sér 16 myndir sem byggja á persónum Marvel. Framleiðslukostnaður þeirra nemur um 3,3 milljörðum dollara en miðasala hefur skilað 16,7 milljörðum í tekjur. Það er snúið að áætla hagnað hverrar myndar fyrir sig, enda taka bíóhúsin sinn skerf af miðasölu og við framleiðslukostnað bætist til dæmis dreifingar- og markaðskostnaður. Við vitum þó að á liðnu ári nam hagnaður Disney af framleiðslu tíu kvikmynda þremur milljörðum dollara og gerðust þrjár þeirra í ævintýraheimi Marvel. Þegar litið er sérstaklega á miðasölutekjur og framleiðslukostnað þeirra mynda, í samanburði við aðrar Disney-myndir, má áætla að stór hluti hagnaðarins hafi verið vegna Avengers: Infinity War, Black Panther og Ant-Man 2. Hjá Disney hafa forstjórinn Bob Iger og hans fólk áttað sig á verðmæti stórra ævintýramynda. Kaupin á Pixar fyrir 7,4 milljarða dollara árið 2006 og Star Wars á fjóra milljarða 2012 hafa reynst afar arðbær og það efast enginn í dag um að kaupin á Marvel borguðu sig. Undanfarin níu ár hefur það aðeins gerst tvisvar að tekjuhæsta kvikmynd ársins var ekki framleidd af Disney. Með yfirtökunni á kvikmyndaverinu 20th Century Fox sem lauk nú nýverið aukast yfirburðirnir enn frekar og með streymisveitunni Disney +, sem fer í loftið með haustinu, freistar fyrirtækið þess að dreifa sínu eigin efni og halda enn stærri hluta virðiskeðjunnar en áður. Disney rétt smellir fingrum og samkeppnin fuðrar upp. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Björn Berg Gunnarsson Disney Mest lesið Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Sjá meira
Eins og milljarðamæringurinn sérvitri Tony Stark sagði eitt sinn skiptir ekki máli hversu ríkur þú ert, þú getur ekki keypt þér tíma. Vinnuveitendur Starks hjá Disney vita þó að við erum mörg tilbúin að verja sparifénu okkar í að dvelja í nokkrar klukkustundir í hinum ýmsu heimum sem finna má í kvikmyndum og þáttum fjölmiðlaveldisins, til dæmis að verja þremur klukkustundum á nýju Avengers-myndinni. Tekjur af miðasölu Avengers: Endgame námu um 1,2 milljörðum dollara um frumsýningarhelgina og er um að ræða langstærstu opnunarhelgi kvikmyndasögunnar. Hetjur og skúrka myndarinnar eignaðist Disney með fjögurra milljarða dollara kaupunum á Marvel- myndasöguútgefandanum áramótin 2009-2010 en einhvern tíma til viðbótar tók þó Disney að hefja framleiðslu kvikmynda þar sem áður hafði verið samið við samkeppnisaðila þeirra um umsjón með hinum ýmsu vörumerkjum og persónum. Frá gerð fyrstu Avengers-kvikmyndarinnar árið 2012 hefur Disney nú sent frá sér 16 myndir sem byggja á persónum Marvel. Framleiðslukostnaður þeirra nemur um 3,3 milljörðum dollara en miðasala hefur skilað 16,7 milljörðum í tekjur. Það er snúið að áætla hagnað hverrar myndar fyrir sig, enda taka bíóhúsin sinn skerf af miðasölu og við framleiðslukostnað bætist til dæmis dreifingar- og markaðskostnaður. Við vitum þó að á liðnu ári nam hagnaður Disney af framleiðslu tíu kvikmynda þremur milljörðum dollara og gerðust þrjár þeirra í ævintýraheimi Marvel. Þegar litið er sérstaklega á miðasölutekjur og framleiðslukostnað þeirra mynda, í samanburði við aðrar Disney-myndir, má áætla að stór hluti hagnaðarins hafi verið vegna Avengers: Infinity War, Black Panther og Ant-Man 2. Hjá Disney hafa forstjórinn Bob Iger og hans fólk áttað sig á verðmæti stórra ævintýramynda. Kaupin á Pixar fyrir 7,4 milljarða dollara árið 2006 og Star Wars á fjóra milljarða 2012 hafa reynst afar arðbær og það efast enginn í dag um að kaupin á Marvel borguðu sig. Undanfarin níu ár hefur það aðeins gerst tvisvar að tekjuhæsta kvikmynd ársins var ekki framleidd af Disney. Með yfirtökunni á kvikmyndaverinu 20th Century Fox sem lauk nú nýverið aukast yfirburðirnir enn frekar og með streymisveitunni Disney +, sem fer í loftið með haustinu, freistar fyrirtækið þess að dreifa sínu eigin efni og halda enn stærri hluta virðiskeðjunnar en áður. Disney rétt smellir fingrum og samkeppnin fuðrar upp.
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun