Lífið

Harry Styles ögraði staðalímyndum á Met Gala

Stefán Árni Pálsson skrifar
Harry Styles flottur á Met Gala.
Harry Styles flottur á Met Gala. vísir/Getty
Tónlistarmaðurinn Harry Styles mætti á Met Gala í New York í gærkvöldi en klæðaburður hans vakti mikla athygli.Þar ögraði Styles hinu viðtekna með því að klæðast samfesting sem var gegnsær að ofan, háhæluðum skóm og með fallega skartgripi.Á hverju ári taka stærstu stjörnurnar og færustu hönnuðir heims frá fyrsta mánudaginn í maí til að vera viðstödd Met Gala á Metropolitan Museum of Art safninu í New York. Styles mætti á viðburðinn með Alessandro Michele sem starfar sem hönnuður hjá Gucci. Þeir tóku sig vel út saman á bleika dreglinum en þeir voru meðal gestgjafa ásamt Lady Gaga og Serana Williams. Breskir miðlar fóru hreinlega á hliðina þegar sást til Styles sem vakti fyrst athygli með sveitinni One Direction. The Sun er með heljarinnar umfjöllun um heimsókn Styles á Met Gala sem sjá má hér.

Styles ætlar sér ekki að láta hið viðtekna ráða för. Staðalímynd kynjanna er greinilega óþarfi að hans mati.vísir/gettyFleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.