Fótbolti

Klopp: Milner grét á vellinum eftir leikinn

Anton Ingi Leifsson skrifar
Sá þýski og Milner í stuði í kvöld.
Sá þýski og Milner í stuði í kvöld. vísir/getty
Jurgen Klopp, stjóri Liverpoo, var orðlaus er hann ræddi við BT Sport eftir sigurinn magnaða á Barcelona á Anfield í kvöld.

„Þessi leikur var of mikið. Þetta var yfirþyrmandi. Við spiluðum kannski gegn besta liði í heimi. Að vinna er erfitt en að halda hreinu og hvernig þeir gerðu þetta er ótrúlegt,“ sagði Klopp við BT Sport í leikslok.

„Ég sá James Milner gráta eftir leikinn. Þetta þýðir svo mikið fyrir alla. Þetta er stærsta sviðið í fótboltanum. Það eru mikilvægari hlutir í fótbolta en að búa til þetta andrúmsloft er ótrúlegt. Þetta snýst um leikmennina.“







„Blandan af gæðum og ótrúlegu hjarta er blanda sem ég hef ekki séð áður. Þú verður að hafa sjálfstraust í svona leiki og Shaqiri og Origi hafa ekki spilað mikið. Að koma svo og spila svona er svo mikilvægt.“

„Þetta sýnir hvað er hægt að gera í fótbolta. Þetta er svo æðislegt. Ég sá boltann fljúga í markið í síðasta markinu en sá ekki hornið. Ég sá ekki hver tók það og Ben Woodburn spurði mig hvað gerðist?“ sagði skælbrosandi Klopp í leikslok.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×