Körfubolti

Öruggir sigrar hjá Toronto og Denver sem eru í kjörstöðu

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Toronto vann 36 stiga sigur á Philadelphia.
Toronto vann 36 stiga sigur á Philadelphia. vísir/getty

Toronto Raptors og Denver Nuggets eru einum sigri frá því að komast í úrslit sinna deilda í úrslitakeppni NBA.

Toronto flengdi Philadelphia 76ers á heimavelli, 125-89, í Austurdeildinni. Toronto leiðir einvígið, 3-2.

Kawhi Leonard, sem hefur verið magnaður í úrslitakeppninni, skoraði 21 stig og tók 13 fráköst í liði Toronto. Pascal Siakam skoraði 25 stig fyrir Toronto sem náði heljartaki á leiknum með því að vinna 2. leikhluta, 37-17.

Jimmy Butler skoraði 22 stig og gaf sjö stoðsendingar í liði Philadelphia. Annan leikinn í röð náðu Joel Embiid og Ben Simmons sér ekki á strik. Þeir skoruðu aðeins samtals 20 stig.


Denver vann öruggan sigur á Portland Trail Blazers, 124-98, í fimmta leik liðanna í Vesturdeildinni. Denver er með forystuna í einvíginu, 3-2, eftir að hafa unnið síðustu tvo leiki.

Nikola Jokic skoraði 25 stig og tók 19 fráköst í liði Denver. Paul Millsap skoraði 24 stig fyrir Denver sem hafði mikla yfirburði inni í teig og vann frákastabaráttuna í leiknum, 62-44.

Damian Lillard skoraði 22 stig fyrir Portland. Hinir fjórir í byrjunarliðinu skoruðu aðeins samtals 27 stig.

NBA


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.