Körfubolti

Öruggir sigrar hjá Toronto og Denver sem eru í kjörstöðu

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Toronto vann 36 stiga sigur á Philadelphia.
Toronto vann 36 stiga sigur á Philadelphia. vísir/getty
Toronto Raptors og Denver Nuggets eru einum sigri frá því að komast í úrslit sinna deilda í úrslitakeppni NBA.

Toronto flengdi Philadelphia 76ers á heimavelli, 125-89, í Austurdeildinni. Toronto leiðir einvígið, 3-2.

Kawhi Leonard, sem hefur verið magnaður í úrslitakeppninni, skoraði 21 stig og tók 13 fráköst í liði Toronto. Pascal Siakam skoraði 25 stig fyrir Toronto sem náði heljartaki á leiknum með því að vinna 2. leikhluta, 37-17.

Jimmy Butler skoraði 22 stig og gaf sjö stoðsendingar í liði Philadelphia. Annan leikinn í röð náðu Joel Embiid og Ben Simmons sér ekki á strik. Þeir skoruðu aðeins samtals 20 stig.



Denver vann öruggan sigur á Portland Trail Blazers, 124-98, í fimmta leik liðanna í Vesturdeildinni. Denver er með forystuna í einvíginu, 3-2, eftir að hafa unnið síðustu tvo leiki.

Nikola Jokic skoraði 25 stig og tók 19 fráköst í liði Denver. Paul Millsap skoraði 24 stig fyrir Denver sem hafði mikla yfirburði inni í teig og vann frákastabaráttuna í leiknum, 62-44.

Damian Lillard skoraði 22 stig fyrir Portland. Hinir fjórir í byrjunarliðinu skoruðu aðeins samtals 27 stig.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×