Körfubolti

Benedikt búinn að velja fyrsta æfingahópinn sinn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Benedikt Guðmundsson ræðir við stelpurnar á fyrstu æfingunni.
Benedikt Guðmundsson ræðir við stelpurnar á fyrstu æfingunni. Mynd/KKÍ

Benedikt Guðmundsson hefur valið stóran æfingahóp hjá íslenska kvennalandsliðinu í körfubolta en hann tók við landsliðinu á dögunum.

Benedikt og aðstoðarþjálfarar hans völdu í upphafi 31 leikmann til að koma saman í upphafi verkefnisins en verið er að undirbúa liðið fyrir Smáþjóðaleikana.

Nokkrir leikmenn eru frá vegna meiðsla eða af öðrum ástæðum og því verða 25 leikmenn til taks í upphafi.

Hópurinn verður svo minnkaður niður fljótlega eftir þessa æfingaviku og upp úr þeim hóp verður svo endanlegt lið valið sem tekur svo þátt á Smáþjóðaleikunum í ár en þeir fara að þessu sinni fram í Svartfjallalandi dagana 27. maí til 1. júní.

Eftirtaldir leikmenn skipa æfingahópinn:
Ásta Júlía Grímsdóttir · Valur
Ástrós Lena Ægisdóttir · KR
Auður Íris Ólafsdóttir · Stjarnan
Berglind Gunnarsdóttir · Snæfell
Björk Gunnarsdóttir · Breiðablik
Bríet Sif Hinriksdóttir · Stjarnan
Bryndís Guðmundsdóttir · Keflavík
Dagbjört Dögg Karlsdóttir · Valur
Embla Kristínardóttir · Keflavík
Emelía Ósk Gunnarsdóttir · Keflavík
Eva Margrét Kristjánsdóttir · Haukar
Guðlaug Björt Júlíusdóttir · Florida Tech, USA / Njarðvík
Gunnhildur Gunnarsdóttir · Snæfell
Hallveig Jónsdóttir · Valur
Helena Sverrisdóttir · Valur
Hildur Björg Kjartansdóttir · Celta Vigo, Spáni
Katla Rún Garðarsdóttir · Keflavík
Salbjörg Ragna Sævarsdóttir · Keflavík
Sara Rún Hinriksdóttir · Keflavík
Sigrún Sjöfn Ámundadóttir Skallagrímur
Sigrún Björg Ólafsdóttir · Haukar
Sóllilja Bjarnadóttir · Breiðablik
Sylvía Rún Hálfdánardóttir · Þór Akureyri
Thelma Dís Ágústsdóttir · Ball State, USA  / Keflavík
Þóra Kristín Jónsdóttir · Haukar
Þóranna Kika Hodge-Carr · Keflavík

Þeir leikmenn sem voru valdir en eru meiddir eða gátu ekki tekið þátt að þessu sinni eru: Birna V. Benónýsdóttir, Keflavík, Guðbjörg Sverrisdóttir, Valur, Jóhanna Björk Sveinsdóttir, Stjarnan, Ragnheiður Benónísdóttir, Stjarnan og Unnur Tara Jónsdóttir, KR.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.