Körfubolti

Boston einum sigri frá undanúrslitunum | Myndbönd

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Kyrie Irving skorar án þess að Cory Joseph komi neinum vörnum við.
Kyrie Irving skorar án þess að Cory Joseph komi neinum vörnum við. vísir/getty

Boston Celtics er aðeins einum sigri frá því að komast í undanúrslit Austurdeildar NBA. Boston vann Indiana Pacers, 96-104, í nótt og er 3-0 yfir í einvígi liðanna.

Jaylen Brown skoraði 23 stig fyrir Boston og Kyrie Irving var með 19 stig og tíu stoðsendingar. Tyreke Evans var með 19 stig hjá Indiana sem hefur verið í miklum í sókninni í einvíginu.

Toronto Raptors bar sigurorð af Orlando Magic, 93-98, á útivelli. Toronto leiðir einvígið, 2-1.

Pascal Siakam átti draumaleik fyrir Toronto. Hann skoraði 30 stig og tók ellefu fráköst. Hann hefur aldrei skorað jafn mikið í leik í úrslitakeppni.

Þá minnkaði Oklahoma City Thunder muninn gegn Portland Trail Blazers, 2-1, með sigri í þriðja leik liðanna í Vesturdeildinni í nótt, 120-108.

Russell Westbrook fór fyrir Oklahoma með 33 stigum og ellefu stoðsendingum. Paul George hitti skelfilega en skilaði 22 stigum.

Damian Lillard með var 32 stig hjá Portland og CJ McCollum skoraði 21 stig.NBA


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.