Körfubolti

Harden lét skelfilega byrjun ekki á sig fá | Myndbönd

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Harden og Eric Gordon fallast í faðma eftir sigurinn Houston Rockets á Utah Jazz í nótt.
Harden og Eric Gordon fallast í faðma eftir sigurinn Houston Rockets á Utah Jazz í nótt. vísir/getty
Houston Rockets, Milwaukee Bucks og Philadelphia76ers eru einum sigri frá því að vinna sín einvígi í úrslitakeppni NBA-deildarinnar.James Harden klikkaði á fyrstu 15 skotum sínum utan af velli þegar Houston vann Utah Jazz, 101-104, á útivelli. Houston er 3-0 yfir í einvíginu.Eftir erfiða byrjun fór Harden í gang í 4. leikhluta þar sem hann skoraði 14 af 22 stigum sínum. Hann hitti aðeins úr þremur af 20 skotum sínum utan af velli en skoraði 14 stig af vítalínunni og gaf auk þess tíu stoðsendingar.Donovan Mitchell skoraði 34 stig fyrir Utah sem er einu tapi frá því að fara í sumarfrí.Milwaukee átti ekki í miklum vandræðum með að leggja Detroit Pistons að velli, 103-119. Staðan í einvígi liðanna er 3-0, Milwaukee í vil.Khris Middleton skoraði 20 stig fyrir Milwaukee og Brook Lopez og Eric Bledsoe voru með sitt hvor 19 stigin. Blake Griffin skoraði 27 stig fyrir Detroit.Tveir leikmenn voru reknir út úr húsi þegar Philadelphia 76ers vann Brooklyn Nets, 108-112.Joel Embiid átti frábæran leik fyrir Philadelphia sem leiðir einvígið, 3-1. Embiid skoraði 31 stig, tók 16 fráköst, gaf sjö stoðsendingar og varði sex skot. Chris LeVert skoraði 25 stig fyrir Brooklyn.Þá jafnaði Denver Nuggets metin í einvíginu gegn San Antonio Spurs, 2-2, með sigri í San Antonio í nótt, 103-117.Nikola Jokic skoraði 29 stig fyrir Denver, tók tólf fráköst og gaf átta stoðsendingar. LaMarcus Aldridge var atkvæðamestur hjá San Antonio með 24 stig og níu fráköst.

Tengd skjöl

NBAFleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.