Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni útsendingu

Íbúar að Sléttuvegi sjö, þar sem eldur kom upp í bílageymslu í gær, gagnrýna eigendur hússins vegna skorts á upplýsingum. Tíu bílar voru í bílageymslunni og óljóst er hvort þeir séu ónýtir en tjónið er umtalsvert. Margir íbúanna sjá fram á erfiðleika með að koma sér á milli staða.

Við fjöllum nánar um málið í kvöldfréttum á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis klukkan 18:30.

Þá fjöllum við áfram um hryðjuverkin í Sri Lanka en rannsókn málsins  teygir sig til margra landa og víða hefur verið varað við ferðalögum til landsins. Einnig verður litið við í páskaveislu með heimilislausum. Móðir Þorbjarnar Hauks Liljarssonar, eða Tobba, sem bjóð á götunni í mörg ár og lést í október á síðasta ári hefur stofnað minningarsjóð og var þetta fyrsti viðburður hans. Þá verður rætt við íbúa í palestínsku borginni Hebron sem upplifa á degi hverjum mikla röskun á daglegu lífi vegna landnemabyggða gyðinga auk þess sem við förum í eitt hundrað ára afmælisveislu og skoðum nýjan hjólabrettaramp í Reykjanesbæ.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar, Stöðvar 2 og Vísis klukkan hálf sjö.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×