Sport

Hilmar Örn með nýtt Íslandsmet í sleggjukasti

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Hilmar Örn Pétursson
Hilmar Örn Pétursson Facebook/FRÍ

Nýtt Íslandsmet í sleggjukasti karla var sett í Bandaríkjunum í gærkvöldi þegar Hilmar Örn Pétursson úr FH kastaði sleggjunni 75,26 metra.

Hann bætti þar með ellefu ára gamalt met Bergs Inga Péturssonar sem var 74,48 metrar.

Hilmar Örn stundar nám og keppir í sleggjukasti fyrir University of Virginia vestanhafs og hefur verið að kasta vel að undanförnu. Hann kastaði sleggjunni 72,21 metra á sínu fyrsta móti í byrjun apríl á þessu ári en það var lengra en hann kastaði allt árið 2018.

Fyrir rúmri viku bætti Hilmar sinn besta árangur með því að kasta 73,13 metra og í gær eignaði hann sér svo Íslandsmetið.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.