Körfubolti

Magic með óvæntan útisigur | Curry í aðalhlutverki

Dagur Lárusson skrifar
Stephen Curry magnaður að venju.
Stephen Curry magnaður að venju. vísir/getty

Lið Orlando Magic kom öllum á óvart og nældi sér í útisigur gegn Toronto Raptors á sama tíma og meistararnir í Golden State unnu Clippers í fyrstu umferð úrslitakeppni NBA.
 
Liðsmen Raptors byrjuðu leikinn betur og voru með forystuna eftir fyrsta leikhluta en í öðrum leikhlutanum tóku liðsmenn Magic yfir og fóru með forystuna í hálfleikinn.
 
Í seinni hálfleiknum voru liðsmenn Magic einnig með yfirhöndina og unnu að lokum sigur 104-101. DJ Augustin fór fyrir sínu liði en hann skoraði samtals 25 stig og gaf sex stoðsendingar.
 
Stephen Curry var síðan enn og aftur í lykilhlutverki hjá Golden State þegar liðið bar sigurorð á LA Clippers. Sigur Golden State var í raun aldrei í hættu en Stephen Curry skoraði 38 stgi, tók fimmtán fráköst og gaf sjö stoðsendingar. 
 
Það voru síðan liðsmenn Nets sem fögnuðu sigri gegn 76ers 111-102 á meðan San Antonio Spurs vann Denver Nuggets 101-96 þar sem DeMar DeRozan var í aðalhlutverki hjá San Antonio.
 
Úrslit næturinnar:
 
Raptors 101-104 Magic
Warriors 121-104 Clippers
Nuggets 96-101 Spurs
76ers 102-111 Nets
 
Hér fyrir neðan má sjá allt það helsta úr leik Golden State og La Clippers.
 

NBA


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.