Körfubolti

Magic með óvæntan útisigur | Curry í aðalhlutverki

Dagur Lárusson skrifar
Stephen Curry magnaður að venju.
Stephen Curry magnaður að venju. vísir/getty
Lið Orlando Magic kom öllum á óvart og nældi sér í útisigur gegn Toronto Raptors á sama tíma og meistararnir í Golden State unnu Clippers í fyrstu umferð úrslitakeppni NBA.

 

Liðsmen Raptors byrjuðu leikinn betur og voru með forystuna eftir fyrsta leikhluta en í öðrum leikhlutanum tóku liðsmenn Magic yfir og fóru með forystuna í hálfleikinn.

 

Í seinni hálfleiknum voru liðsmenn Magic einnig með yfirhöndina og unnu að lokum sigur 104-101. DJ Augustin fór fyrir sínu liði en hann skoraði samtals 25 stig og gaf sex stoðsendingar.

 

Stephen Curry var síðan enn og aftur í lykilhlutverki hjá Golden State þegar liðið bar sigurorð á LA Clippers. Sigur Golden State var í raun aldrei í hættu en Stephen Curry skoraði 38 stgi, tók fimmtán fráköst og gaf sjö stoðsendingar. 

 

Það voru síðan liðsmenn Nets sem fögnuðu sigri gegn 76ers 111-102 á meðan San Antonio Spurs vann Denver Nuggets 101-96 þar sem DeMar DeRozan var í aðalhlutverki hjá San Antonio.

 

Úrslit næturinnar:

 

Raptors 101-104 Magic

Warriors 121-104 Clippers

Nuggets 96-101 Spurs

76ers 102-111 Nets

 

Hér fyrir neðan má sjá allt það helsta úr leik Golden State og La Clippers.

 

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×