Körfubolti

Boston náði endurkomusigri og leiðir 2-0

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
vísir/getty

Boston Celtics, Milwaukee Bucks og Houston Rockets komust öll í 2-0 í einvígum sínum í 8-liða úrsltium NBA deildanna í körfubolta í nótt.

Boston tók á móti Indiana Pacers í öðrum leik liðanna og var leikurinn jafn og spennandi. Gestirnir frá Indiana tóku forystu snemma leiks en það munaði ekki miklu á liðunum. Jayson Tatum jafnaði svo leikinn þegar annar leikhluti var við það að renna út.

Staðan í hálfleik var 52-50 fyrir Boston en gestirnir tóku aftur yfir í upphafi þriðja leikhluta og komust 12 stigum yfir þegar hann var hálfnaður. Þá gerði Boston áhlaup og í fjórða leikhluta hrundi leikur gestanna. Boston vann fjórða leikhluta 12-31 og leikinn samtals 99-91.

Boston er því komið í tveggja leikja forystu, en fyrsta liðið til þess að vinna fjóra leiki fer í undanúrslitin.

Kyrie Irving skoraði 37 stig fyrir Boston og Jayson Tatum gerði 26. Liðin mætast þriðja sinn aðfaranótt laugardags.

Milwaukee Bucks átti ekki í neinum vandræðum með að sigra Detroit Pistons á heimavelli.

Giannis Antetokounmpo fór fyrir liði Bucks þrátt fyrir villuvandræði í upphafi leiks, hann skoraði 26 stig í 120-99 sigri Bucks.

Heimamenn voru með forystu allan leikinn en gestirnir reyndu að gera áhlaup í fjórða leikhluta. Þeir náðu að minnka muninn niður í sjö stig en lengra fóru þeir ekki og töpuðu að lokum með 21 stigi.

Í Houston fór James Harden enn einu sinni á kostum í tuttugu stiga sigri á Utah Jazz, 118-98. Hann náði sér í tvöfalda þrennu með 32 stig, 13 fráköst og 10 stoðsendingar.

Þetta var í þriðja skipti á ferlinum sem Harden nær í þrennu í leik í úrslitakeppninni.

Fyrsti leikurinn endaði með 32 stiga sigri Houston sem virðist hafa gott hald á Utah.

NBA


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.