Körfubolti

Durant óstöðvandi þegar Golden State náði forystunni á nýjan leik | Myndbönd

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Varnarmenn Clippers réðu ekkert við Durant í nótt.
Varnarmenn Clippers réðu ekkert við Durant í nótt. vísir/getty
Kevin Durant skoraði 38 stig þegar Golden State Warriors tók forystuna í einvíginu gegn Los Angeles Clippers, 2-1, með sigri í þriðja leik liðanna, 105-132, í 8-liða úrslitum Vesturdeildar NBA í nótt.

Clippers vann óvæntan sigur í öðrum leik liðanna en í leiknum í nótt réði Golden State ferðinni frá upphafi til enda. 

Durant fór á kostum og Stephen Curry skoraði 21 stig. Allir leikmenn Golden State nema einn komust á blað í leiknum í nótt. Ivica Zubac var atkvæðamestur hjá Clippers með 18 stig og 15 fráköst.



San Antonio Spurs komst aftur yfir í einvíginu gegn Denver Nuggets með sigri í þriðja leik liðanna í nótt, 118-108.

Derrick White var með 36 stig í liði San Antonio en hann hefur aldrei skorað jafn mikið í leik á ferlinum. DeMar DeRozan skoraði 25 stig í liði San Antonio. Nikola Jokic skoraði 22 stig fyrir Denver.

Í Austurdeildinni vann Philadelphia 76ers Brooklyn Nets, 115-131. Philadelphia er 2-1 yfir í einvíginu.

Tobias Harris skoraði 29 stig og tók 16 fráköst í liði Philadelphia. Hann hitti úr öllum sex þriggja stiga skotum sínum. Ben Simmons var stigahæstur hjá Philadelphia með 31 stig. D'Angelo Russell skoraði 26 stig fyrir Brooklyn.





NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×