Körfubolti

Hvar á borgarstjórinn að sitja? Domino's Körfuboltakvöld kemur til bjargar

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Dagur B. Eggertsson bíður spenntur eftir úrslitaeinvíginu í Domino's deild karla enda mætast þar tvö Reykjavíkurlið.
Dagur B. Eggertsson bíður spenntur eftir úrslitaeinvíginu í Domino's deild karla enda mætast þar tvö Reykjavíkurlið. vísir/ernir

Í fyrsta sinn í 35 ára sögu úrslitakeppni karla í körfubolta mætast tvö Reykjavíkurlið í úrslitum; KR og ÍR. KR er í úrslitum sjötta árið í röð en ÍR í fyrsta sinn. ÍR-ingar tryggðu sér sæti í úrslitunum með sigri á Stjörnunni, 79-83, í oddaleik í Ásgarði í gær.

Borgarstjórinn í Reykjavík, Dagur B. Eggertsson, hrósaði ÍR-ingum á Twitter í gær. Hann hlakkar að vonum til úrslitaeinvígisins sem hefst á þriðjudaginn.Kjartan Atli Kjartansson bauð Degi að sitja með félögunum í Domino's Körfuboltakvöldi til að koma í veg fyrir að borgarstjórinn þurfi að velja hvorum megin hann eigi að sitja. Kjartan Atli stakk einnig upp á því að Dagur færi yfir leikkerfi liðanna.


Dagur þakkaði boðið. Hann bætti því við að heimavellir liðanna væru þeir mögnuðustu á landinu og á endanum myndi Reykjavík vinna.


KR hefur orðið Íslandsmeistari fimm sinnum í röð og 17 sinnum alls. ÍR hefur 15 sinnum orðið Íslandsmeistari, síðast árið 1977. Frá því úrslitakeppnin var tekin upp tímabilið 1983-84 hefur ÍR aldrei komist í úrslit um Íslandsmeistaratitilinn.

ÍR endaði í 7. sæti Domino's deildarinnar en er búið að slá út liðin sem enduðu í tveimur efstu sætum hennar; Stjörnuna og Njarðvík.

KR lenti í 5. sæti og sló Keflavík og Þór Þ. út á leið sinni í úrslitin. KR hefur leikið sjö leiki í úrslitakeppninni í ár en ÍR tíu.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.