Hvar á borgarstjórinn að sitja? Domino's Körfuboltakvöld kemur til bjargar Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 19. apríl 2019 14:00 Dagur B. Eggertsson bíður spenntur eftir úrslitaeinvíginu í Domino's deild karla enda mætast þar tvö Reykjavíkurlið. vísir/ernir Í fyrsta sinn í 35 ára sögu úrslitakeppni karla í körfubolta mætast tvö Reykjavíkurlið í úrslitum; KR og ÍR. KR er í úrslitum sjötta árið í röð en ÍR í fyrsta sinn. ÍR-ingar tryggðu sér sæti í úrslitunum með sigri á Stjörnunni, 79-83, í oddaleik í Ásgarði í gær. Borgarstjórinn í Reykjavík, Dagur B. Eggertsson, hrósaði ÍR-ingum á Twitter í gær. Hann hlakkar að vonum til úrslitaeinvígisins sem hefst á þriðjudaginn.ÍR-ingar skrifuðu nýjan kafla í körfunni í kvöld. Stefnir í magnaðan og sögulegan úrslitaslag. Þvílík veisla! — Dagur B. Eggertsson (@Dagurb) April 18, 2019 Kjartan Atli Kjartansson bauð Degi að sitja með félögunum í Domino's Körfuboltakvöldi til að koma í veg fyrir að borgarstjórinn þurfi að velja hvorum megin hann eigi að sitja. Kjartan Atli stakk einnig upp á því að Dagur færi yfir leikkerfi liðanna.Þér er boðið að sitja með okkur í Domino’s körfuboltakvöldi, þegar liðin mætast. Þá þarftu ekki að velja hvoru megin þú situr. Mögulega dobblum við þig til að fara yfir leikkerfi liðanna#dominosdeildin — Kjartan Atli (@kjartansson4) April 18, 2019 Dagur þakkaði boðið. Hann bætti því við að heimavellir liðanna væru þeir mögnuðustu á landinu og á endanum myndi Reykjavík vinna.Sannur heiður. Og ekki gleyma því að við erum að tala um tvo mögnuðustu heimavelli landsins! Þetta verður rosalegt! Og sama hvað gerist þá vinnur Reykjavík :) — Dagur B. Eggertsson (@Dagurb) April 18, 2019 KR hefur orðið Íslandsmeistari fimm sinnum í röð og 17 sinnum alls. ÍR hefur 15 sinnum orðið Íslandsmeistari, síðast árið 1977. Frá því úrslitakeppnin var tekin upp tímabilið 1983-84 hefur ÍR aldrei komist í úrslit um Íslandsmeistaratitilinn. ÍR endaði í 7. sæti Domino's deildarinnar en er búið að slá út liðin sem enduðu í tveimur efstu sætum hennar; Stjörnuna og Njarðvík. KR lenti í 5. sæti og sló Keflavík og Þór Þ. út á leið sinni í úrslitin. KR hefur leikið sjö leiki í úrslitakeppninni í ár en ÍR tíu. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Borche: Ekki enn búinn að átta mig á því sem við höfum gert ÍR tryggði sér sæti í úrslitum um Íslandsmeistaratitil karla í körfubolta í fyrsta sinn með sigri á Stjörnunni í oddaleik í kvöld. 18. apríl 2019 21:37 Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - ÍR 79-83 | ÍR-ingar í úrslit í fyrsta sinn ÍR mætir KR í úrslitum um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta karla. 18. apríl 2019 22:00 Arnar: Ætluðum okkur stærri hluti en þetta Tímabili Stjörnunnar lauk í kvöld þegar liðið tapaði fyrir ÍR á heimavelli. 18. apríl 2019 22:42 Mest lesið „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Fótbolti Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Sjá meira
Í fyrsta sinn í 35 ára sögu úrslitakeppni karla í körfubolta mætast tvö Reykjavíkurlið í úrslitum; KR og ÍR. KR er í úrslitum sjötta árið í röð en ÍR í fyrsta sinn. ÍR-ingar tryggðu sér sæti í úrslitunum með sigri á Stjörnunni, 79-83, í oddaleik í Ásgarði í gær. Borgarstjórinn í Reykjavík, Dagur B. Eggertsson, hrósaði ÍR-ingum á Twitter í gær. Hann hlakkar að vonum til úrslitaeinvígisins sem hefst á þriðjudaginn.ÍR-ingar skrifuðu nýjan kafla í körfunni í kvöld. Stefnir í magnaðan og sögulegan úrslitaslag. Þvílík veisla! — Dagur B. Eggertsson (@Dagurb) April 18, 2019 Kjartan Atli Kjartansson bauð Degi að sitja með félögunum í Domino's Körfuboltakvöldi til að koma í veg fyrir að borgarstjórinn þurfi að velja hvorum megin hann eigi að sitja. Kjartan Atli stakk einnig upp á því að Dagur færi yfir leikkerfi liðanna.Þér er boðið að sitja með okkur í Domino’s körfuboltakvöldi, þegar liðin mætast. Þá þarftu ekki að velja hvoru megin þú situr. Mögulega dobblum við þig til að fara yfir leikkerfi liðanna#dominosdeildin — Kjartan Atli (@kjartansson4) April 18, 2019 Dagur þakkaði boðið. Hann bætti því við að heimavellir liðanna væru þeir mögnuðustu á landinu og á endanum myndi Reykjavík vinna.Sannur heiður. Og ekki gleyma því að við erum að tala um tvo mögnuðustu heimavelli landsins! Þetta verður rosalegt! Og sama hvað gerist þá vinnur Reykjavík :) — Dagur B. Eggertsson (@Dagurb) April 18, 2019 KR hefur orðið Íslandsmeistari fimm sinnum í röð og 17 sinnum alls. ÍR hefur 15 sinnum orðið Íslandsmeistari, síðast árið 1977. Frá því úrslitakeppnin var tekin upp tímabilið 1983-84 hefur ÍR aldrei komist í úrslit um Íslandsmeistaratitilinn. ÍR endaði í 7. sæti Domino's deildarinnar en er búið að slá út liðin sem enduðu í tveimur efstu sætum hennar; Stjörnuna og Njarðvík. KR lenti í 5. sæti og sló Keflavík og Þór Þ. út á leið sinni í úrslitin. KR hefur leikið sjö leiki í úrslitakeppninni í ár en ÍR tíu.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Borche: Ekki enn búinn að átta mig á því sem við höfum gert ÍR tryggði sér sæti í úrslitum um Íslandsmeistaratitil karla í körfubolta í fyrsta sinn með sigri á Stjörnunni í oddaleik í kvöld. 18. apríl 2019 21:37 Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - ÍR 79-83 | ÍR-ingar í úrslit í fyrsta sinn ÍR mætir KR í úrslitum um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta karla. 18. apríl 2019 22:00 Arnar: Ætluðum okkur stærri hluti en þetta Tímabili Stjörnunnar lauk í kvöld þegar liðið tapaði fyrir ÍR á heimavelli. 18. apríl 2019 22:42 Mest lesið „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Fótbolti Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Sjá meira
Borche: Ekki enn búinn að átta mig á því sem við höfum gert ÍR tryggði sér sæti í úrslitum um Íslandsmeistaratitil karla í körfubolta í fyrsta sinn með sigri á Stjörnunni í oddaleik í kvöld. 18. apríl 2019 21:37
Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - ÍR 79-83 | ÍR-ingar í úrslit í fyrsta sinn ÍR mætir KR í úrslitum um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta karla. 18. apríl 2019 22:00
Arnar: Ætluðum okkur stærri hluti en þetta Tímabili Stjörnunnar lauk í kvöld þegar liðið tapaði fyrir ÍR á heimavelli. 18. apríl 2019 22:42