Handbolti

Alfreð Gísla bætti bikartitlamet Noka Serdarusic

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Alfreð Gíslason fagnar titlinum í gær.
Alfreð Gíslason fagnar titlinum í gær. Getty/Martin Rose
Alfreð Gíslason gerði THWKiel að þýskum bikarmeisturum í sjötta sinn í gær og setti þar með nýtt met í þýska handboltanum.

Alfreð bætti met Zvonimir „Noka“ Serdarusic sem gerði Kiel fimm sinnum að bikarmeisturum á sínum tíma.

Kiel hefur orðið ellefu sinnum bikarmeistari í sögunni og allir titlarnir hafa því komið undir stjórn þeirra Alfreðs og Serdarusic.

VfLGummersbach hefur unnið næst flesta bikartitla í sögunni eða fimm talsins en sá síðasti kom 1985. Flensburg-Handewitt vann sinn fjórða bikartitil árið 2015 en bikartitill Rhein-NeckarLöwen í fyrra var sá fyrsti hjá félaginu.

Alfreð hefur því unnið fleiri titla sem þjálfari en öll önnur þýsk félög en Kiel.

Bikartitlar Alfreðs hafa unnist árin 2009, 2011, 2012, 2013, 2017 og 2019. Það hafa því lengst liðið fjögur ár á milli titla hans.

Undir stjórn Alfreðs hefur Kiel unnið úrslitaleiki á móti þremur mismunandi félögum eða SGFlensburg-Handewitt (4 sinnum), VfLGummersbach (sá fyrsti 2009) og SCMagdeburg í gær.

Alfreð hefur unnið alla sex bikarúrslitaleiki sína sem þjálfari Kiel en Kiel tapaði síðast bikarúrslitaleik árið 2005. Noka Serdarusic fór sex sinnum í bikarúrslitin með Kiel og vann eins og áður sagði fimm sinnum.

Alfreð vann tvisvar bikarinn sem þjálfari KA-manna á tíunda áratugnum en liðið fór þá í bikarúrslit fjögur ár í röð (1994-1997) og vann tvisvar (1995 og 1996).

Alfreð tapaði eina bikarúrslitaleiknum sem þjálfari SCMagdeburg (2002).

Samtals gera þetta ellefu bikarúrslitaleikir og átta bikarmeistaratitlar á þjálfarferlinum hjá Alfreði Gíslasyni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×