Guðjón Valur: Okkur er nánast sagt bara að þegja Tómas Þór Þórðarson skrifar 9. apríl 2019 15:29 Guðjón Valur berst fyrir breytingum. mynd/stöð 2 sport „Það sem við leikmenn erum þreyttastir á er óskipulagið. Flestir hafa farið fram á að Evrópuleikir fara fram í miðri viku og deildin um helgar en Þjóðverjar vilja hafa það öfugt. Það er erfitt að ná samkomulagi í þessu.“ Þetta segir Guðjón Valur Sigurðsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í handbolta, um leikmannahreyfinguna Don´t play the players en margir af bestu handboltamönnum heims hafa tekið höndum saman til að sporna við yfirgengilegu álagi í sportinu. Til að byrja með vilja leikmenn lengja tíma stórmótanna. Þeir átta sig á að ekki er hægt að setja stórmótin á fjögurra ára fresti og hætta við mót nú þegar en eitthvað þarf að gera eins og sást á HM í janúar.#DontPlayThePlayers@EHF@EHFEURO@ehfcl@ihf_info@AJPHandball@EHPU_handballpic.twitter.com/Slz8d2zJum — Mikkel Hansen (@mikkelhansen24) April 3, 2019 „Ef við tökum Ísland sem dæmi þá var eini frídagurinn á milli riðlakeppni og milliriðla ferðadagur. Þá áttu eftir að koma þér á milli borga, æfa, borða og svo mætti Ísland Þýskalandi og Frakklandi á tveimur dögum. Eftir það er svo tveggja daga frí fyrir leik sem skipti þannig séð engu máli,“ segir Guðjón Valur. „Við missum leikmenn í meiðsli á HM sem er hægt að beintengja við slæmt skipulag og ekkert annað. Það er ekkert sem segir að þetta mót megi ekki vera þrjár vikur. Það er alveg hægt að raða deildakeppninni betur upp. Það er algjör óþarfi að spila fjóra leiki á fimm dögum á stórmóti.“ Guðjón Valur tekur annað dæmi um umspilið fyrir Ólympíuleikana á næsta ári þar sem spilaðir verða þrír leikir á þremur dögum um helgi en ekki til dæmis á miðvikudegi til sunnudags þar sem hægt væri að hvíla einn dag á milli leikja.Guðjón Valur er á leið frá Löwen til PSG.vísir/getty„Við leikmenn sjáum okkur fara betur út úr því. Við fáum þannig tíma til að undirbúa okkur og handboltinn verður betri. Þjálfarar fá lengri tíma sömuleiðis og þá sjúkraþjálfarar líka að vinna í þeim meiðslum sem að koma upp. Okkur finnst eiginlega sjálfsagt að ganga að þessum kröfum en forráðamenn hafa farið í sjónvarpsviðtöl og sagt nánast að við eigum bara að þegja og standa við okkar samninga,“ segir Guðjón Valur. Leikmenn hafa lengi kvartað yfir ótrúlegu álagi en aldrei er hlustað á þá. Hvað kemur til? „Við höfum engan atkvæðarétt. Við höfum engan við borðið. Við höfum talað um þetta í mörg ár en núna í krafti samfélagsmiðla getum við allir komið út með þetta á sama tíma. Við erum að vonast til þess að fulltrúar leikmannasamtakanna fái fund með framkvæmdastjóra EHF og vonandi IHF á Final Four í Köln. Þar verður þetta rætt og farið yfir okkar vilja,“ segir Guðjón Valur, en sér hann breytingar í kortunum? „Ég ber mikla von í brjósti um að þetta breytist. Það mun kannski ekki gerast á mínum tíma en ég get þó sagt það, að ef það væru ekki Ólympíuleikar á næsta ári myndu margir leikmenn hætta eftir þessa leiktíð. Ég er vongóður um að verði hlustað á okkur því annars hætta allir bestu leikmennirnir í Handbolti Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Fótbolti Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Enski boltinn Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fótbolti Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Handbolti Vann Ólympíusilfur en ætlar núna að keppa á Steraleikunum Sport Fleiri fréttir Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Sjá meira
„Það sem við leikmenn erum þreyttastir á er óskipulagið. Flestir hafa farið fram á að Evrópuleikir fara fram í miðri viku og deildin um helgar en Þjóðverjar vilja hafa það öfugt. Það er erfitt að ná samkomulagi í þessu.“ Þetta segir Guðjón Valur Sigurðsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í handbolta, um leikmannahreyfinguna Don´t play the players en margir af bestu handboltamönnum heims hafa tekið höndum saman til að sporna við yfirgengilegu álagi í sportinu. Til að byrja með vilja leikmenn lengja tíma stórmótanna. Þeir átta sig á að ekki er hægt að setja stórmótin á fjögurra ára fresti og hætta við mót nú þegar en eitthvað þarf að gera eins og sást á HM í janúar.#DontPlayThePlayers@EHF@EHFEURO@ehfcl@ihf_info@AJPHandball@EHPU_handballpic.twitter.com/Slz8d2zJum — Mikkel Hansen (@mikkelhansen24) April 3, 2019 „Ef við tökum Ísland sem dæmi þá var eini frídagurinn á milli riðlakeppni og milliriðla ferðadagur. Þá áttu eftir að koma þér á milli borga, æfa, borða og svo mætti Ísland Þýskalandi og Frakklandi á tveimur dögum. Eftir það er svo tveggja daga frí fyrir leik sem skipti þannig séð engu máli,“ segir Guðjón Valur. „Við missum leikmenn í meiðsli á HM sem er hægt að beintengja við slæmt skipulag og ekkert annað. Það er ekkert sem segir að þetta mót megi ekki vera þrjár vikur. Það er alveg hægt að raða deildakeppninni betur upp. Það er algjör óþarfi að spila fjóra leiki á fimm dögum á stórmóti.“ Guðjón Valur tekur annað dæmi um umspilið fyrir Ólympíuleikana á næsta ári þar sem spilaðir verða þrír leikir á þremur dögum um helgi en ekki til dæmis á miðvikudegi til sunnudags þar sem hægt væri að hvíla einn dag á milli leikja.Guðjón Valur er á leið frá Löwen til PSG.vísir/getty„Við leikmenn sjáum okkur fara betur út úr því. Við fáum þannig tíma til að undirbúa okkur og handboltinn verður betri. Þjálfarar fá lengri tíma sömuleiðis og þá sjúkraþjálfarar líka að vinna í þeim meiðslum sem að koma upp. Okkur finnst eiginlega sjálfsagt að ganga að þessum kröfum en forráðamenn hafa farið í sjónvarpsviðtöl og sagt nánast að við eigum bara að þegja og standa við okkar samninga,“ segir Guðjón Valur. Leikmenn hafa lengi kvartað yfir ótrúlegu álagi en aldrei er hlustað á þá. Hvað kemur til? „Við höfum engan atkvæðarétt. Við höfum engan við borðið. Við höfum talað um þetta í mörg ár en núna í krafti samfélagsmiðla getum við allir komið út með þetta á sama tíma. Við erum að vonast til þess að fulltrúar leikmannasamtakanna fái fund með framkvæmdastjóra EHF og vonandi IHF á Final Four í Köln. Þar verður þetta rætt og farið yfir okkar vilja,“ segir Guðjón Valur, en sér hann breytingar í kortunum? „Ég ber mikla von í brjósti um að þetta breytist. Það mun kannski ekki gerast á mínum tíma en ég get þó sagt það, að ef það væru ekki Ólympíuleikar á næsta ári myndu margir leikmenn hætta eftir þessa leiktíð. Ég er vongóður um að verði hlustað á okkur því annars hætta allir bestu leikmennirnir í
Handbolti Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Fótbolti Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Enski boltinn Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fótbolti Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Handbolti Vann Ólympíusilfur en ætlar núna að keppa á Steraleikunum Sport Fleiri fréttir Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni