Guðjón Valur: Okkur er nánast sagt bara að þegja Tómas Þór Þórðarson skrifar 9. apríl 2019 15:29 Guðjón Valur berst fyrir breytingum. mynd/stöð 2 sport „Það sem við leikmenn erum þreyttastir á er óskipulagið. Flestir hafa farið fram á að Evrópuleikir fara fram í miðri viku og deildin um helgar en Þjóðverjar vilja hafa það öfugt. Það er erfitt að ná samkomulagi í þessu.“ Þetta segir Guðjón Valur Sigurðsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í handbolta, um leikmannahreyfinguna Don´t play the players en margir af bestu handboltamönnum heims hafa tekið höndum saman til að sporna við yfirgengilegu álagi í sportinu. Til að byrja með vilja leikmenn lengja tíma stórmótanna. Þeir átta sig á að ekki er hægt að setja stórmótin á fjögurra ára fresti og hætta við mót nú þegar en eitthvað þarf að gera eins og sást á HM í janúar.#DontPlayThePlayers@EHF@EHFEURO@ehfcl@ihf_info@AJPHandball@EHPU_handballpic.twitter.com/Slz8d2zJum — Mikkel Hansen (@mikkelhansen24) April 3, 2019 „Ef við tökum Ísland sem dæmi þá var eini frídagurinn á milli riðlakeppni og milliriðla ferðadagur. Þá áttu eftir að koma þér á milli borga, æfa, borða og svo mætti Ísland Þýskalandi og Frakklandi á tveimur dögum. Eftir það er svo tveggja daga frí fyrir leik sem skipti þannig séð engu máli,“ segir Guðjón Valur. „Við missum leikmenn í meiðsli á HM sem er hægt að beintengja við slæmt skipulag og ekkert annað. Það er ekkert sem segir að þetta mót megi ekki vera þrjár vikur. Það er alveg hægt að raða deildakeppninni betur upp. Það er algjör óþarfi að spila fjóra leiki á fimm dögum á stórmóti.“ Guðjón Valur tekur annað dæmi um umspilið fyrir Ólympíuleikana á næsta ári þar sem spilaðir verða þrír leikir á þremur dögum um helgi en ekki til dæmis á miðvikudegi til sunnudags þar sem hægt væri að hvíla einn dag á milli leikja.Guðjón Valur er á leið frá Löwen til PSG.vísir/getty„Við leikmenn sjáum okkur fara betur út úr því. Við fáum þannig tíma til að undirbúa okkur og handboltinn verður betri. Þjálfarar fá lengri tíma sömuleiðis og þá sjúkraþjálfarar líka að vinna í þeim meiðslum sem að koma upp. Okkur finnst eiginlega sjálfsagt að ganga að þessum kröfum en forráðamenn hafa farið í sjónvarpsviðtöl og sagt nánast að við eigum bara að þegja og standa við okkar samninga,“ segir Guðjón Valur. Leikmenn hafa lengi kvartað yfir ótrúlegu álagi en aldrei er hlustað á þá. Hvað kemur til? „Við höfum engan atkvæðarétt. Við höfum engan við borðið. Við höfum talað um þetta í mörg ár en núna í krafti samfélagsmiðla getum við allir komið út með þetta á sama tíma. Við erum að vonast til þess að fulltrúar leikmannasamtakanna fái fund með framkvæmdastjóra EHF og vonandi IHF á Final Four í Köln. Þar verður þetta rætt og farið yfir okkar vilja,“ segir Guðjón Valur, en sér hann breytingar í kortunum? „Ég ber mikla von í brjósti um að þetta breytist. Það mun kannski ekki gerast á mínum tíma en ég get þó sagt það, að ef það væru ekki Ólympíuleikar á næsta ári myndu margir leikmenn hætta eftir þessa leiktíð. Ég er vongóður um að verði hlustað á okkur því annars hætta allir bestu leikmennirnir í Handbolti Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Sport Fleiri fréttir Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Gísli þakklátur fjölskyldu sinni: „Minn stærsti mentor í handboltanum og lífinu“ Átti erfitt með að grípa bolta skömmu fyrir sögulega frammistöðu Strákarnir hófu HM á tapi gegn Rúmenum Sjá meira
„Það sem við leikmenn erum þreyttastir á er óskipulagið. Flestir hafa farið fram á að Evrópuleikir fara fram í miðri viku og deildin um helgar en Þjóðverjar vilja hafa það öfugt. Það er erfitt að ná samkomulagi í þessu.“ Þetta segir Guðjón Valur Sigurðsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í handbolta, um leikmannahreyfinguna Don´t play the players en margir af bestu handboltamönnum heims hafa tekið höndum saman til að sporna við yfirgengilegu álagi í sportinu. Til að byrja með vilja leikmenn lengja tíma stórmótanna. Þeir átta sig á að ekki er hægt að setja stórmótin á fjögurra ára fresti og hætta við mót nú þegar en eitthvað þarf að gera eins og sást á HM í janúar.#DontPlayThePlayers@EHF@EHFEURO@ehfcl@ihf_info@AJPHandball@EHPU_handballpic.twitter.com/Slz8d2zJum — Mikkel Hansen (@mikkelhansen24) April 3, 2019 „Ef við tökum Ísland sem dæmi þá var eini frídagurinn á milli riðlakeppni og milliriðla ferðadagur. Þá áttu eftir að koma þér á milli borga, æfa, borða og svo mætti Ísland Þýskalandi og Frakklandi á tveimur dögum. Eftir það er svo tveggja daga frí fyrir leik sem skipti þannig séð engu máli,“ segir Guðjón Valur. „Við missum leikmenn í meiðsli á HM sem er hægt að beintengja við slæmt skipulag og ekkert annað. Það er ekkert sem segir að þetta mót megi ekki vera þrjár vikur. Það er alveg hægt að raða deildakeppninni betur upp. Það er algjör óþarfi að spila fjóra leiki á fimm dögum á stórmóti.“ Guðjón Valur tekur annað dæmi um umspilið fyrir Ólympíuleikana á næsta ári þar sem spilaðir verða þrír leikir á þremur dögum um helgi en ekki til dæmis á miðvikudegi til sunnudags þar sem hægt væri að hvíla einn dag á milli leikja.Guðjón Valur er á leið frá Löwen til PSG.vísir/getty„Við leikmenn sjáum okkur fara betur út úr því. Við fáum þannig tíma til að undirbúa okkur og handboltinn verður betri. Þjálfarar fá lengri tíma sömuleiðis og þá sjúkraþjálfarar líka að vinna í þeim meiðslum sem að koma upp. Okkur finnst eiginlega sjálfsagt að ganga að þessum kröfum en forráðamenn hafa farið í sjónvarpsviðtöl og sagt nánast að við eigum bara að þegja og standa við okkar samninga,“ segir Guðjón Valur. Leikmenn hafa lengi kvartað yfir ótrúlegu álagi en aldrei er hlustað á þá. Hvað kemur til? „Við höfum engan atkvæðarétt. Við höfum engan við borðið. Við höfum talað um þetta í mörg ár en núna í krafti samfélagsmiðla getum við allir komið út með þetta á sama tíma. Við erum að vonast til þess að fulltrúar leikmannasamtakanna fái fund með framkvæmdastjóra EHF og vonandi IHF á Final Four í Köln. Þar verður þetta rætt og farið yfir okkar vilja,“ segir Guðjón Valur, en sér hann breytingar í kortunum? „Ég ber mikla von í brjósti um að þetta breytist. Það mun kannski ekki gerast á mínum tíma en ég get þó sagt það, að ef það væru ekki Ólympíuleikar á næsta ári myndu margir leikmenn hætta eftir þessa leiktíð. Ég er vongóður um að verði hlustað á okkur því annars hætta allir bestu leikmennirnir í
Handbolti Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Sport Fleiri fréttir Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Gísli þakklátur fjölskyldu sinni: „Minn stærsti mentor í handboltanum og lífinu“ Átti erfitt með að grípa bolta skömmu fyrir sögulega frammistöðu Strákarnir hófu HM á tapi gegn Rúmenum Sjá meira