Körfubolti

Sjáðu klinkkastið í Grindavík

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Antti Kanervo
Antti Kanervo vísir/vilhelm
Ljótt atvik kom upp í Grindavík í gær þegar stuðningsmaður heimamanna kastaði klinki í Antti Kanervo, leikmann Stjörnunnar, undir lok leiks Stjörnunnar og Grindavíkur.

Leikurinn í gærkvöld var leikur 4 í einvígi liðanna í 8-liða úrslitum Domino's deildar karla. Grindavík þurfti að vinna til að knýja fram oddaleik en Stjarnan fór með 83-76 sigur.

Leikurinn var stopp þegar atvikið átti sér stað, peningarnir skoppuðu yfir til Arnars Guðjónssonar, þjálfara Stjörnunnar, sem tók þá upp, gekk til dómaranna og sýndi þeim þá og klappaði svo kaldhæðnislega til stuðningsmanna Grindavíkur.



Strákarnir í Domino's Körfuboltakvöldi fóru yfir atvikið í gærkvöldi.

„Það er kannski spurning þá um að sveitafélagið í Grindavík að þeir skoði þetta, ef að fólk á svona mikinn pening að það sé að kasta peningum, hvort að það þurfi ekki að skattleggja fólk aðeins meira,“ stakk Kjartan Atli Kjartansson upp á.

Grindavík er úr leik eftir tapið og ekki er ljóst hvort einhverjir eftirmálar verða af atvikinu.


Tengdar fréttir

Arnar Guðjóns: Óli Óla er algjörlega óþolandi

Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnumanna var að vonum kampakátur með sigur sinna manna á Grindvíkingum í kvöld. Sigurinn þýðir að Stjarnan er komið í undanúrslit Dominos-deildar karla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×