Sport

Fyrstur undir 30 mínútum og sló 36 ára Íslandsmet

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Hlynur Andrésson.
Hlynur Andrésson. Mynd/FRÍ
Hlynur Andrésson bætti 36 ára gamalt Íslandsmet í dag þegar hann varð fyrsti Íslendingurinn til þess að fara 10 kílómetra götuhlaup á undir 30 mínútum.

Hlynur var meðal þátttakenda í Parrelloop hlaupinu í Hollandi í dag og kom 27. í mark á tímanum 29:49 mínútum.

Hann bætti þar með Íslandsmet Jóns Diðrikssonar frá því árið 1983 sem var 30:11 mínútur.

Sigurvegari hlaupsins í dag var Mande Buschendich frá Úganda, hann hljóp á 27:56 mínútum.

Þetta er hins vegar ekki í fyrsta skipti sem Hlynur fer þessa vegalengd á innan við hálftíma því hann á Íslandsmetið í 10 kílómetrum á hlaupabraut, 29:20,91.

Hlynur er ríkjandi Íslandsmethafi í 5km hlaupi og 3000m hindrunarhlaupi ásamt 10km á hlaupabraut og nú í 10km götuhlaupi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×