Handbolti

Hundrað prósent nýting Óðins í naumum sigri

Anton Ingi Leifsson skrifar
Óðinn í leik með FH á síðustu leiktíð.
Óðinn í leik með FH á síðustu leiktíð. vísir/ernir
GOG er komið á toppinn í dönsku úrvalsdeildinni en liðið vann nauman sigur á Nordsjælland, 30-27, á útivelli í kvöld.

GOG var tveimur mörkum yfir er liðin gengu til búningsherbergja, 14-12. Heimamenn voru þó aldrei langt undan og staðan var jöfn er þrjár mínútur voru eftir.

Óðinn Þór Ríkharðsson kom GOG þá einu marki yfir, 28-27, og að endingu skoruðu gestirnir tvö síðustu mörkin. Munurinn þrjú mörk.

Óðinn skoraði fimm mörk úr sínum fimm skotum og var þriðji markahæsti leikmaður GOG í kvöld. GOG er á toppnum er tvær umferðir eru eftir af deildarkeppninni og svo hefst úrslitakeppnin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×