Handbolti

Sigvaldi markahæstur í sigri en Ólafur í tapi

Anton Ingi Leifsson skrifar
Sigvaldi í leik með Íslandi á HM.
Sigvaldi í leik með Íslandi á HM. vísir/getty
Sigvaldi Guðjónsson var markahæstur er Elverum komst í 1-0 gegn Bækkelaget í átta liða úslitum norsku úrslitakeppninnar í handbolta. Liðin mætast aftur að viku liðinni.

Elverum lenti í öðru en Bakkelæget í því áttunda og því komi úrslitin ekki á óvart. Munurinn á liðunum var afar mikill en lokatölur urðu 41-24 eftir að Elverum hafi leitt 21-14 í hálfleik.

Sigvaldi gerði sjö mörk úr átta skotum og var markahæsti leikmaður Elverum en Þráinn Orri Jónsson skoraði einungis eitt mark úr sínum fimm skotum.

Ólafur Gústafsson var einnig markahæstur er Kolding tapaði fyrir TTH Holstebro, 33-24, í næst síðustu umferðinni í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta.

TTH var sterkari frá upphafi og var sex mörkum yfir í hálfleik en Ólafur var markahæsti leikmaður Kolding í leiknum. Hann gerði átta mörk úr þrettán skotum.

Kolding er í næst neðsta sæti deildarinnar en ein umferðir er eftir af deildinni. Síðan fer Kolding í riðil með fjórum öðrum liðum þar sem er barist um sæti í deild þeirra bestu á næstu leiktíð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×