Knattspyrnudómararnir ætla í verkfall Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. mars 2019 14:00 Knattspyrnudómari með rautt spjald á lofti en myndin tengist fréttinni þó ekki. Getty/Tony Feder Það er óhætt að segja að hegðun knattspyrnumanna á Ermarsundseyjunni Jersey sé ekki til mikillar fyrirmyndar. Hún er svo slæm að dómararnir á eyjunni eru búnir að fá alveg nóg. Knattspyrnudómararnir á Jersey hafa tilkynnt að þeir ætli í verkfall og það verði engir dómarar til taks í knattspyrnuleikjum á laugardaginn kemur. Þetta hefur skiljanlega mikil áhrif á alla fótboltaleiki á eyjunni en þar á meðal er leikur á milli tveggja bestu liða eyjarinnar sem eru St Paul's og St Peter. Það er því ekki eintóm tilviljun að dómararnir velji þennan dag fyrir verkfallið sitt því leikur St Paul's og St Peter gæti ráðið því hvort liðið verður meistari.BBC Sport - Jersey referees to strike over bad behaviour https://t.co/N2Tjy9svmj — David McGrath (@dmcgrath1962) March 27, 2019 Knattspyrnudómararnir höfðu áður hótað því að hætta í október eftir að hafa gefið tíu rauð spjöld í tólf leikjum. Öll komu spjöldin í leikjum sem fóru fram 29. september en þessi dagur fékk fljótlega nafnið „Rauði laugardagurinn“ á Jersey. Það sem fyllti mælinn voru hins vegar líkamsárás á einn knattspyrnudómara og stanslausar svívirðingar frá leikmönnum, þjálfurum og áhorfendum. Ástandið var orðið algjörlega óþolandi og dómarar segja nú hingað og ekki lengra. Knattspyrnudómarasamband Jerseyjar, JFRA, greindi frá því að þrír táningsdómarar hafi neyðst til þess að læsa sig inn í búningsklefanum eftir einn leik eftir að svívirðingar leikmanna, þjálfara þeirra og sumra foreldra héldu áfram löngu eftir leik. JFRA sendi frá sér fréttatilkynningu þar sem kemur fram að knattspyrnudómarar Jerseyjar verði í verkfalli laugardaginn 30. mars 2019. „Það var ákveðið að við þurfum að senda skilaboð út til félaga, leikmanna á öllum aldri, stjóra og þjálfara, foreldra og áhorfenda um að svona ástand og svona hegðun gengur ekki lengur. Ef við förum ekki að taka á þessu núna þá mun þessi fótboltaeyja missa dómara sína sem hún hefur ekki efni á,“ sagði meðal annars í tilkynningu frá knattspyrnudómarasambandi Jerseyjar.Jersey’s football referees will strike at the weekend. pic.twitter.com/9BNwXwuEDD — John Fernandez (@JohnFernandez1) March 27, 2019 Enski boltinn Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn Ingibjörg seld til Freiburg Fótbolti Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna Golf Fleiri fréttir Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Sjá meira
Það er óhætt að segja að hegðun knattspyrnumanna á Ermarsundseyjunni Jersey sé ekki til mikillar fyrirmyndar. Hún er svo slæm að dómararnir á eyjunni eru búnir að fá alveg nóg. Knattspyrnudómararnir á Jersey hafa tilkynnt að þeir ætli í verkfall og það verði engir dómarar til taks í knattspyrnuleikjum á laugardaginn kemur. Þetta hefur skiljanlega mikil áhrif á alla fótboltaleiki á eyjunni en þar á meðal er leikur á milli tveggja bestu liða eyjarinnar sem eru St Paul's og St Peter. Það er því ekki eintóm tilviljun að dómararnir velji þennan dag fyrir verkfallið sitt því leikur St Paul's og St Peter gæti ráðið því hvort liðið verður meistari.BBC Sport - Jersey referees to strike over bad behaviour https://t.co/N2Tjy9svmj — David McGrath (@dmcgrath1962) March 27, 2019 Knattspyrnudómararnir höfðu áður hótað því að hætta í október eftir að hafa gefið tíu rauð spjöld í tólf leikjum. Öll komu spjöldin í leikjum sem fóru fram 29. september en þessi dagur fékk fljótlega nafnið „Rauði laugardagurinn“ á Jersey. Það sem fyllti mælinn voru hins vegar líkamsárás á einn knattspyrnudómara og stanslausar svívirðingar frá leikmönnum, þjálfurum og áhorfendum. Ástandið var orðið algjörlega óþolandi og dómarar segja nú hingað og ekki lengra. Knattspyrnudómarasamband Jerseyjar, JFRA, greindi frá því að þrír táningsdómarar hafi neyðst til þess að læsa sig inn í búningsklefanum eftir einn leik eftir að svívirðingar leikmanna, þjálfara þeirra og sumra foreldra héldu áfram löngu eftir leik. JFRA sendi frá sér fréttatilkynningu þar sem kemur fram að knattspyrnudómarar Jerseyjar verði í verkfalli laugardaginn 30. mars 2019. „Það var ákveðið að við þurfum að senda skilaboð út til félaga, leikmanna á öllum aldri, stjóra og þjálfara, foreldra og áhorfenda um að svona ástand og svona hegðun gengur ekki lengur. Ef við förum ekki að taka á þessu núna þá mun þessi fótboltaeyja missa dómara sína sem hún hefur ekki efni á,“ sagði meðal annars í tilkynningu frá knattspyrnudómarasambandi Jerseyjar.Jersey’s football referees will strike at the weekend. pic.twitter.com/9BNwXwuEDD — John Fernandez (@JohnFernandez1) March 27, 2019
Enski boltinn Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn Ingibjörg seld til Freiburg Fótbolti Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna Golf Fleiri fréttir Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Sjá meira