Knattspyrnudómararnir ætla í verkfall Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. mars 2019 14:00 Knattspyrnudómari með rautt spjald á lofti en myndin tengist fréttinni þó ekki. Getty/Tony Feder Það er óhætt að segja að hegðun knattspyrnumanna á Ermarsundseyjunni Jersey sé ekki til mikillar fyrirmyndar. Hún er svo slæm að dómararnir á eyjunni eru búnir að fá alveg nóg. Knattspyrnudómararnir á Jersey hafa tilkynnt að þeir ætli í verkfall og það verði engir dómarar til taks í knattspyrnuleikjum á laugardaginn kemur. Þetta hefur skiljanlega mikil áhrif á alla fótboltaleiki á eyjunni en þar á meðal er leikur á milli tveggja bestu liða eyjarinnar sem eru St Paul's og St Peter. Það er því ekki eintóm tilviljun að dómararnir velji þennan dag fyrir verkfallið sitt því leikur St Paul's og St Peter gæti ráðið því hvort liðið verður meistari.BBC Sport - Jersey referees to strike over bad behaviour https://t.co/N2Tjy9svmj — David McGrath (@dmcgrath1962) March 27, 2019 Knattspyrnudómararnir höfðu áður hótað því að hætta í október eftir að hafa gefið tíu rauð spjöld í tólf leikjum. Öll komu spjöldin í leikjum sem fóru fram 29. september en þessi dagur fékk fljótlega nafnið „Rauði laugardagurinn“ á Jersey. Það sem fyllti mælinn voru hins vegar líkamsárás á einn knattspyrnudómara og stanslausar svívirðingar frá leikmönnum, þjálfurum og áhorfendum. Ástandið var orðið algjörlega óþolandi og dómarar segja nú hingað og ekki lengra. Knattspyrnudómarasamband Jerseyjar, JFRA, greindi frá því að þrír táningsdómarar hafi neyðst til þess að læsa sig inn í búningsklefanum eftir einn leik eftir að svívirðingar leikmanna, þjálfara þeirra og sumra foreldra héldu áfram löngu eftir leik. JFRA sendi frá sér fréttatilkynningu þar sem kemur fram að knattspyrnudómarar Jerseyjar verði í verkfalli laugardaginn 30. mars 2019. „Það var ákveðið að við þurfum að senda skilaboð út til félaga, leikmanna á öllum aldri, stjóra og þjálfara, foreldra og áhorfenda um að svona ástand og svona hegðun gengur ekki lengur. Ef við förum ekki að taka á þessu núna þá mun þessi fótboltaeyja missa dómara sína sem hún hefur ekki efni á,“ sagði meðal annars í tilkynningu frá knattspyrnudómarasambandi Jerseyjar.Jersey’s football referees will strike at the weekend. pic.twitter.com/9BNwXwuEDD — John Fernandez (@JohnFernandez1) March 27, 2019 Enski boltinn Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Körfubolti „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport Fleiri fréttir Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Sjá meira
Það er óhætt að segja að hegðun knattspyrnumanna á Ermarsundseyjunni Jersey sé ekki til mikillar fyrirmyndar. Hún er svo slæm að dómararnir á eyjunni eru búnir að fá alveg nóg. Knattspyrnudómararnir á Jersey hafa tilkynnt að þeir ætli í verkfall og það verði engir dómarar til taks í knattspyrnuleikjum á laugardaginn kemur. Þetta hefur skiljanlega mikil áhrif á alla fótboltaleiki á eyjunni en þar á meðal er leikur á milli tveggja bestu liða eyjarinnar sem eru St Paul's og St Peter. Það er því ekki eintóm tilviljun að dómararnir velji þennan dag fyrir verkfallið sitt því leikur St Paul's og St Peter gæti ráðið því hvort liðið verður meistari.BBC Sport - Jersey referees to strike over bad behaviour https://t.co/N2Tjy9svmj — David McGrath (@dmcgrath1962) March 27, 2019 Knattspyrnudómararnir höfðu áður hótað því að hætta í október eftir að hafa gefið tíu rauð spjöld í tólf leikjum. Öll komu spjöldin í leikjum sem fóru fram 29. september en þessi dagur fékk fljótlega nafnið „Rauði laugardagurinn“ á Jersey. Það sem fyllti mælinn voru hins vegar líkamsárás á einn knattspyrnudómara og stanslausar svívirðingar frá leikmönnum, þjálfurum og áhorfendum. Ástandið var orðið algjörlega óþolandi og dómarar segja nú hingað og ekki lengra. Knattspyrnudómarasamband Jerseyjar, JFRA, greindi frá því að þrír táningsdómarar hafi neyðst til þess að læsa sig inn í búningsklefanum eftir einn leik eftir að svívirðingar leikmanna, þjálfara þeirra og sumra foreldra héldu áfram löngu eftir leik. JFRA sendi frá sér fréttatilkynningu þar sem kemur fram að knattspyrnudómarar Jerseyjar verði í verkfalli laugardaginn 30. mars 2019. „Það var ákveðið að við þurfum að senda skilaboð út til félaga, leikmanna á öllum aldri, stjóra og þjálfara, foreldra og áhorfenda um að svona ástand og svona hegðun gengur ekki lengur. Ef við förum ekki að taka á þessu núna þá mun þessi fótboltaeyja missa dómara sína sem hún hefur ekki efni á,“ sagði meðal annars í tilkynningu frá knattspyrnudómarasambandi Jerseyjar.Jersey’s football referees will strike at the weekend. pic.twitter.com/9BNwXwuEDD — John Fernandez (@JohnFernandez1) March 27, 2019
Enski boltinn Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Körfubolti „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport Fleiri fréttir Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Sjá meira