Handbolti

Kiel færist nær Flensburg sem tapaði loksins

Anton Ingi Leifsson skrifar
Alfreð er að gera flotta hluti á sinni síðustu leiktíð hjá Kiel.
Alfreð er að gera flotta hluti á sinni síðustu leiktíð hjá Kiel. vísir/getty
Alfreð Gíslason og lærisveinar hans í Kiel rústuðu Friesenheim, 37-21, í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld.

Svíinn Niclas Ekberg var markahæstur í liði Kielar í kvöld. Hann lék á alls oddi og skoraði fimmtán mörk, þar af sex mörk úr vítum.

Flensburg tapaði í kvöld gegn Magdeburg, 24-23, sem gerir það að verkum að Kiel er tveimur stigum á eftir toppliði Flensburgar. Flensburg hafði unnið 32 leiki í röð fyrir tapleik kvöldsins.

Füchse Berlín tapaði óvænt gegn Leipzig á útivelli, 32-27, eftir að hafa verið einu marki undir í hálfeik, 16-15. Bjarki Már Elísson átti fínan leik og skoraði fimm mörk en Füchse er í sjötta sætinu.

Rhein-Neckar Löwen er dottið niður í fjórða sæti deildarinnar eftir fimm marka tap gegn Gummersbach, 28-23. Alexander Petersson skoraði fimm mörk en Guðjón Valur Sigurðsson var ekki í leikmannahóp Ljónanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×