Innlent

Makrílkvótinn miðast við 10 ár

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra.
Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra. Fréttablaðið/Stefán
Gefinn verður út makrílkvóti á grundvelli aflareynslu á árunum 2008-2018 að báðum árum meðtöldum. Tíu bestu veiðiár skipaflota landsins gilda við úthlutunina.

Þetta kemur fram í lagafrumvarpi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Drög að frumvarpinu voru kynnt í samráðsgátt ríkisstjórnarinnar í gær.

Með frumvarpinu er verið að bregðast við makríldómum Hæstaréttar frá því fyrir jól. Sagði Hæstiréttur reglugerðir um úthlutun veiðiheimilda á makríl hafa verið ósamrýmanlegar lögum. Tvær útgerðir lögðu ríkið í bótamáli en þær áætla tjón sitt árin 2012-2015 á þriðja milljarð króna. Tvö önnur fyrirtæki voru með álíka mál fyrir dómstólum og eftir dómana bættust fleiri útgerðir í hópinn.

Frumvarpið á að lágmarka tjón ríkisins. Ellefu stærstu útgerðir landsins fá stærstan hluta kvótans, væntanlega yfir 90 prósent. Samtímis munu eigendur skipa sem fengu úthlutaðan kvóta í tíð reglugerðanna, á kostnað stærri útgerðanna, verða fyrir skerðingu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×