Innlent

Makrílkvótinn miðast við 10 ár

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra.
Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra. Fréttablaðið/Stefán

Gefinn verður út makrílkvóti á grundvelli aflareynslu á árunum 2008-2018 að báðum árum meðtöldum. Tíu bestu veiðiár skipaflota landsins gilda við úthlutunina.

Þetta kemur fram í lagafrumvarpi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Drög að frumvarpinu voru kynnt í samráðsgátt ríkisstjórnarinnar í gær.

Með frumvarpinu er verið að bregðast við makríldómum Hæstaréttar frá því fyrir jól. Sagði Hæstiréttur reglugerðir um úthlutun veiðiheimilda á makríl hafa verið ósamrýmanlegar lögum. Tvær útgerðir lögðu ríkið í bótamáli en þær áætla tjón sitt árin 2012-2015 á þriðja milljarð króna. Tvö önnur fyrirtæki voru með álíka mál fyrir dómstólum og eftir dómana bættust fleiri útgerðir í hópinn.

Frumvarpið á að lágmarka tjón ríkisins. Ellefu stærstu útgerðir landsins fá stærstan hluta kvótans, væntanlega yfir 90 prósent. Samtímis munu eigendur skipa sem fengu úthlutaðan kvóta í tíð reglugerðanna, á kostnað stærri útgerðanna, verða fyrir skerðingu.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.