Geri ráð fyrir að klára skólann Kristinn Páll Teitsson skrifar 19. mars 2019 11:00 Jón Axel Guðmundsson. Vísir/Getty Bakvörðurinn Jón Axel Guðmundsson átti frábært tímabil með liði Davidson Wildcats sem komst ekki í úrslitakeppni bandaríska háskólakörfuboltans, marsfárið (e. March Madness), svokallaða en fram undan eru leikir í annarri úrslitakeppni fyrir þau lið sem komust ekki í marsfárið. Grindvíkingurinn varð annar Íslendingurinn til að taka þátt karlamegin í marsfárinu í fyrra og vakti athygli þegar Davidson stóð í stjörnum prýddu liði Kentucky-háskólans. Þetta var þriðja tímabil Jóns með liði Davidson Wildcats og var hann í stærra hlutverki þetta árið. „Persónulega átti ég gott tímabil og liðið líka, við unnum 24 leiki en það dugði ekki til í ár. Það vantaði upp á einhverja 2-3 leiki sem við áttum að gera betur í, þá værum við held ég inni. Við erum með að mörgu leyti nýtt lið, margir sem voru ekki í jafn stóru hlutverki í fyrra og við erum enn að læra að spila saman,“ sagði Jón Axel. Fram undan eru leikir í NIT-úrslitakeppninni þar sem 32 bestu lið landsins sem komust ekki í marsfárið fá þátttökurétt. Undanúrslita- og úrslitaleikurinn fara fram Madison Square Garden, Mekka körfuboltans í Bandaríkjunum. Jón var valinn besti leikmaður A-10-deildarinnar á tímabilinu. „Maður varð strax afar ánægður að uppskera eftir alla þá vinnu sem ég lagði í að bæta mig. Ég lagði hart að mér um sumarið og í vetur við að æfa aukalega og það skilaði sér inni á vellinum. Við unnum í því að bæta sýn mína í sóknarleiknum og maður sem hefur unnið með Steph Curry getur hjálpað manni að bæta sig,“ sagði Jón Axel sem hefur nokkrum sinnum hitt Curry, sem fylgist vandlega með gamla skólanum sínum. „Það er alltaf frábært að hitta Steph, hann er einstakur persónuleiki og þegar hann kemur á leiki kemur hann yfirleitt inn í klefa að spjalla um lífið og tilveruna ásamt því að deila reynslusögum. Hann fylgist með flestum leikjunum okkar og kemur af og til á leikina. Þá gefur hann sér tíma og veitir manni ráð um hvernig hægt er að bæta sig.“ Jón Axel varð fyrr í vetur sá fyrsti í liði Davidson í 46 ár sem náði þrefaldri tvennu í einum leik. Heilt yfir var Jón Axel með 17,2 stig, 7,3 fráköst og 4,7 stoðsendingar að meðaltali í leik og bætti sig í stigum og fráköstum á milli ára. „Það er skemmtilegt að vita af því að maður skildi eftir arfleifð í sögubækur skólans, smá minnismerki með nafni manns,“ sagði Jón léttur, aðspurður út í afrekið. Jón Axel gerir ráð fyrir að snúa aftur á næsta ári. „Í dag eru bara tveir möguleikar, að setja nafnið í hattinn í nýliðavali NBA-deildarinnar eða að klára skólann hérna. Það er bara eitt ár eftir og ég þarf að huga að því hvað tekur við eftir ferilinn. Maður veit aldrei hvernig ferilinn fer og það er betra að vera kominn með gráðu fyrir það. Ég á von á því að ég verði hérna á næsta ári frekar en að fara til Evrópu.“ Draumurinn er að komast einn daginn í NBA-deildina. „Markmiðið er að komast í NBA-deildina einn daginn. Það hefur alltaf verið draumur manns að komast þangað. Ég þarf bara að halda áfram að bæta mig og spila eins og ég hef verið að spila og þá sjáum við hvað gerist.“ Birtist í Fréttablaðinu Körfubolti Mest lesið Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Íslenski boltinn Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Íslenski boltinn Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Fótbolti Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Íslenski boltinn Dagur Kári sá fyrsti sem kemst í úrslit á HM Sport Fleiri fréttir Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Sjá meira
Bakvörðurinn Jón Axel Guðmundsson átti frábært tímabil með liði Davidson Wildcats sem komst ekki í úrslitakeppni bandaríska háskólakörfuboltans, marsfárið (e. March Madness), svokallaða en fram undan eru leikir í annarri úrslitakeppni fyrir þau lið sem komust ekki í marsfárið. Grindvíkingurinn varð annar Íslendingurinn til að taka þátt karlamegin í marsfárinu í fyrra og vakti athygli þegar Davidson stóð í stjörnum prýddu liði Kentucky-háskólans. Þetta var þriðja tímabil Jóns með liði Davidson Wildcats og var hann í stærra hlutverki þetta árið. „Persónulega átti ég gott tímabil og liðið líka, við unnum 24 leiki en það dugði ekki til í ár. Það vantaði upp á einhverja 2-3 leiki sem við áttum að gera betur í, þá værum við held ég inni. Við erum með að mörgu leyti nýtt lið, margir sem voru ekki í jafn stóru hlutverki í fyrra og við erum enn að læra að spila saman,“ sagði Jón Axel. Fram undan eru leikir í NIT-úrslitakeppninni þar sem 32 bestu lið landsins sem komust ekki í marsfárið fá þátttökurétt. Undanúrslita- og úrslitaleikurinn fara fram Madison Square Garden, Mekka körfuboltans í Bandaríkjunum. Jón var valinn besti leikmaður A-10-deildarinnar á tímabilinu. „Maður varð strax afar ánægður að uppskera eftir alla þá vinnu sem ég lagði í að bæta mig. Ég lagði hart að mér um sumarið og í vetur við að æfa aukalega og það skilaði sér inni á vellinum. Við unnum í því að bæta sýn mína í sóknarleiknum og maður sem hefur unnið með Steph Curry getur hjálpað manni að bæta sig,“ sagði Jón Axel sem hefur nokkrum sinnum hitt Curry, sem fylgist vandlega með gamla skólanum sínum. „Það er alltaf frábært að hitta Steph, hann er einstakur persónuleiki og þegar hann kemur á leiki kemur hann yfirleitt inn í klefa að spjalla um lífið og tilveruna ásamt því að deila reynslusögum. Hann fylgist með flestum leikjunum okkar og kemur af og til á leikina. Þá gefur hann sér tíma og veitir manni ráð um hvernig hægt er að bæta sig.“ Jón Axel varð fyrr í vetur sá fyrsti í liði Davidson í 46 ár sem náði þrefaldri tvennu í einum leik. Heilt yfir var Jón Axel með 17,2 stig, 7,3 fráköst og 4,7 stoðsendingar að meðaltali í leik og bætti sig í stigum og fráköstum á milli ára. „Það er skemmtilegt að vita af því að maður skildi eftir arfleifð í sögubækur skólans, smá minnismerki með nafni manns,“ sagði Jón léttur, aðspurður út í afrekið. Jón Axel gerir ráð fyrir að snúa aftur á næsta ári. „Í dag eru bara tveir möguleikar, að setja nafnið í hattinn í nýliðavali NBA-deildarinnar eða að klára skólann hérna. Það er bara eitt ár eftir og ég þarf að huga að því hvað tekur við eftir ferilinn. Maður veit aldrei hvernig ferilinn fer og það er betra að vera kominn með gráðu fyrir það. Ég á von á því að ég verði hérna á næsta ári frekar en að fara til Evrópu.“ Draumurinn er að komast einn daginn í NBA-deildina. „Markmiðið er að komast í NBA-deildina einn daginn. Það hefur alltaf verið draumur manns að komast þangað. Ég þarf bara að halda áfram að bæta mig og spila eins og ég hef verið að spila og þá sjáum við hvað gerist.“
Birtist í Fréttablaðinu Körfubolti Mest lesið Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Íslenski boltinn Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Íslenski boltinn Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Fótbolti Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Íslenski boltinn Dagur Kári sá fyrsti sem kemst í úrslit á HM Sport Fleiri fréttir Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Martin fann liðsfélagana mun betur en körfuna Byrjar af fítonskrafti: Með þrjátíu stig að meðaltali í leik Segir að Wembanyama sé enn hærri en talið er Vekur athygli fyrir opinskáa umræðu um veikindi sín Spenna í Hveragerði og Ármann stríddi Keflavík Fullkomin byrjun Stólanna í Evrópu Uppgjörið:Haukar - Grindavík 68-85 | Grindavík skellti meisturunum og eru áfram ósigraðar Annar sigur KR kom í Garðabæ Kostuleg langstökkskeppni Nablans og Tomma Steindórs: „Á ég að spretta?“ Sjá meira