Lífið

Þekktasta Eurovision-bloggsíðan greinir framlag Íslands í keppninni

Stefán Árni Pálsson skrifar
Þeir William, Angus og Antranig fara yfir málin.
Þeir William, Angus og Antranig fara yfir málin.
Wiwi-bloggs er án efa þekktasta bloggsíðan þegar kemur að Eurovision. Þeir William, Angus og Antranig birtu um helgina myndband á YouTube um helgina þar sem farið er yfir lagið Hatrið mun sigra frá a-ö.Þar tala þeir um að Íslendingar fari ekki öruggu leiðina að þessu sinni eins og undanfarin ár og að áhættan eigi eftir að borga sig.Þremenningarnir hafa skiptast skoðanir á laginu en allir eiga þeir það sameiginlegt að þykja skilaboð lagsins góð. Antranig segir meðal annars að það sé einfaldlega möguleiki að Ísland vinni keppnina.Hér að neðan má sjá yfirferð þeirra um lagið Hatrið mun sigra með Hatari sem kemur fram fyrir Íslands hönd í Eurovision í Tel Aviv í maí.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.