Sport

Hafdís nokkuð frá sínu besta og ekki í úrslit

Anton Ingi Leifsson skrifar
Hafdís Sigurðardóttir.
Hafdís Sigurðardóttir. vísir/daníel
Hafdís Sigurðardóttir, úr UFA, endaði í sextánda sæti er hún keppti í langstökki á EM í frjálsum íþróttum innanhúss sem fer fram í Glasgow í Skotlandi þessa dagana.

Hafdís var við keppni í morgun en hún stökk lengst 6,34 metra. Fyrsta stökkið var ógilt, það næsta var 6,25 og það þriðja og síðasta var best eða 6,34 metrar.

Lengsta stökk Hafdísar á þessu ári er 6,49 metrar og var hún því töluvert frá sínu besta í Skotlandi í dag. Hún var tæpum 30 sentímetrum frá sæti í úrslitum en stökkva þurfti 6,65 til að komast í úrslit.

Þetta var undanriðillinn en lengst stökk Ivana Spanovic frá Serbíu. Hún stökk 6,79 metra en en næst kom Maryna-Bekh Romanchuk frá Úkraínu á 6,78 metrum. Nastassia Ivanova stökk svo 6,77 og varð sú þriðja í undanriðlinum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×