Lífið

Luke Perry látinn

Birgir Olgeirsson skrifar
Luke Perry var 52 ára þegar hann lést.
Luke Perry var 52 ára þegar hann lést. Vísir/Getty

Bandaríski leikarinn Luke Perry er látinn, 52 ára að aldri. Hann lést á St. Joseph sjúkrahúsinu í Burbank umvafinn börnum sínum, unnustu, fyrrverandi eiginkonu, móður, stjúpföður, bróður, systur og öðrum aðstandendum og vinum.

Perry var fluttur á sjúkrahús síðastliðinn miðvikudag eftir að hafa hlotið heilablóðfall.

Hann var þekktastur fyrir að leika Dylan McKay í sjónvarpsþáttunum Beverly Hills en hann á einnig að baki hlutverk í myndunum The Fifth Element, Buffy the Vampire Slayer og sjónvarpsþáttunum Riverdale.

Aðdáendur hans geta séð hann í myndinni Once Upon a Time in Hollywood sem er væntanleg í sumar en leikstjóri hennar er Quentin Tarantino.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.