Tilboðum í Icelandair Hotels skilað í vikulok Hörður Ægisson skrifar 27. febrúar 2019 08:30 Icelandair Hotels rekur meðal annars hótelið Canopy Reykjavík við Smiðjustíg. FBL/Sigtryggur Ari Fjárfestar sem fóru áfram í aðra umferð söluferlisins á Icelandair Hotels, dótturfélagi Icelandair Group, hafa frest fram til 1. mars næstkomandi til að skila inn skuldbindandi tilboðum í hótelkeðjuna, samkvæmt heimildum Markaðarins. Upphaflega var gert ráð fyrir að tilboð myndu berast ekki síðar en 12. febrúar síðastliðinn en ákveðið var að framlengja frestinn fram til mánaðamóta. Á meðal þeirra fjárfesta sem voru teknir áfram í aðra umferð söluferlisins í byrjun ársins voru Keahótel og fasteignafélagið Reginn, sem skiluðu inn sameiginlegu tilboði, sjóður í stýringu Blackstone og asísk hótelkeðja. Óskuldbindandi tilboð fjárfestanna á þeim tíma námu á bilinu um 140 til 165 milljónum Bandaríkjadala, jafnvirði um 17 til 20 milljarða króna, miðað við heildarvirði félagsins. Samkvæmt heimildarmönnum Markaðarins, sem þekkja vel til söluferlisins, eiga þeir frekar von á því að þau skuldbindandi tilboð sem muni berast í hótelkeðjuna verði nær neðri mörkunum. Stefnt er að því niðurstaða fáist í söluferlið, sem hófst formlega í byrjun nóvember í fyrra, fyrir lok fyrsta ársfjórðungs. Icelandair Hotels rekur 13 hótel í Reykjavík og á landsbyggðinni auk þess að reka einnig sumarhótelkeðjuna Hótel Eddu, en um er að ræða alls 1.937 herbergi á landinu öllu. Fyrir yfirstandandi ár er gert ráð fyrir að leigutekjur fasteigna nemi 800 milljónum og að EBITDA hótelrekstrar verði um 1.100 milljónir. Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Icelandair Tengdar fréttir Miklar breytingar á skipulagi Icelandair og sala á Iceland Travel í bígerð Icelandair Group, móðurfélag Icelandair og annarra félaga, tilkynnti í dag um talsverðar breytingar á skipulagi félagsins. Þá hefur verið tekin ákvörðun um að hefja undirbúning á sölu á ferðaskrifstofunni Iceland Travel. 6. febrúar 2019 12:51 Bjóða allt að 20 milljarða í Icelandair Hotels Tilboð fjárfesta sem var hleypt áfram í aðra umferð söluferlis Icelandair Hotels hljóða upp um á 140 til 165 milljónir dala. Í þeim hópi eru Blackstone, asísk hótelkeðja og sameiginlegt tilboð frá Keahótelum og Regin. 16. janúar 2019 09:53 Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Sjá meira
Fjárfestar sem fóru áfram í aðra umferð söluferlisins á Icelandair Hotels, dótturfélagi Icelandair Group, hafa frest fram til 1. mars næstkomandi til að skila inn skuldbindandi tilboðum í hótelkeðjuna, samkvæmt heimildum Markaðarins. Upphaflega var gert ráð fyrir að tilboð myndu berast ekki síðar en 12. febrúar síðastliðinn en ákveðið var að framlengja frestinn fram til mánaðamóta. Á meðal þeirra fjárfesta sem voru teknir áfram í aðra umferð söluferlisins í byrjun ársins voru Keahótel og fasteignafélagið Reginn, sem skiluðu inn sameiginlegu tilboði, sjóður í stýringu Blackstone og asísk hótelkeðja. Óskuldbindandi tilboð fjárfestanna á þeim tíma námu á bilinu um 140 til 165 milljónum Bandaríkjadala, jafnvirði um 17 til 20 milljarða króna, miðað við heildarvirði félagsins. Samkvæmt heimildarmönnum Markaðarins, sem þekkja vel til söluferlisins, eiga þeir frekar von á því að þau skuldbindandi tilboð sem muni berast í hótelkeðjuna verði nær neðri mörkunum. Stefnt er að því niðurstaða fáist í söluferlið, sem hófst formlega í byrjun nóvember í fyrra, fyrir lok fyrsta ársfjórðungs. Icelandair Hotels rekur 13 hótel í Reykjavík og á landsbyggðinni auk þess að reka einnig sumarhótelkeðjuna Hótel Eddu, en um er að ræða alls 1.937 herbergi á landinu öllu. Fyrir yfirstandandi ár er gert ráð fyrir að leigutekjur fasteigna nemi 800 milljónum og að EBITDA hótelrekstrar verði um 1.100 milljónir.
Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Icelandair Tengdar fréttir Miklar breytingar á skipulagi Icelandair og sala á Iceland Travel í bígerð Icelandair Group, móðurfélag Icelandair og annarra félaga, tilkynnti í dag um talsverðar breytingar á skipulagi félagsins. Þá hefur verið tekin ákvörðun um að hefja undirbúning á sölu á ferðaskrifstofunni Iceland Travel. 6. febrúar 2019 12:51 Bjóða allt að 20 milljarða í Icelandair Hotels Tilboð fjárfesta sem var hleypt áfram í aðra umferð söluferlis Icelandair Hotels hljóða upp um á 140 til 165 milljónir dala. Í þeim hópi eru Blackstone, asísk hótelkeðja og sameiginlegt tilboð frá Keahótelum og Regin. 16. janúar 2019 09:53 Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Sjá meira
Miklar breytingar á skipulagi Icelandair og sala á Iceland Travel í bígerð Icelandair Group, móðurfélag Icelandair og annarra félaga, tilkynnti í dag um talsverðar breytingar á skipulagi félagsins. Þá hefur verið tekin ákvörðun um að hefja undirbúning á sölu á ferðaskrifstofunni Iceland Travel. 6. febrúar 2019 12:51
Bjóða allt að 20 milljarða í Icelandair Hotels Tilboð fjárfesta sem var hleypt áfram í aðra umferð söluferlis Icelandair Hotels hljóða upp um á 140 til 165 milljónir dala. Í þeim hópi eru Blackstone, asísk hótelkeðja og sameiginlegt tilboð frá Keahótelum og Regin. 16. janúar 2019 09:53