Miklar breytingar á skipulagi Icelandair og sala á Iceland Travel í bígerð Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 6. febrúar 2019 12:51 Með breytingunum segir flugfélagið að verið sé að leggja skýrari áherslu á flugrekstur. Vísir/Vilhelm Icelandair Group, móðurfélag Icelandair og annarra félaga, tilkynnti í dag um talsverðar breytingar á skipulagi félagsins. Þá hefur verið tekin ákvörðun um að hefja undirbúning á sölu á ferðaskrifstofunni Iceland Travel.Í tilkynningu til Kauphallar segir að starfsemi félagsins mun skiptast í átta svið sem samanstanda af fjórum kjarnasviðum og fjórum stoðsviðum. Sölu- og markaðssvið og svið þjónustuupplifunar sem rekin hafa verið sem tvö aðskilin svið verða sameinuð í eitt. Birna Ósk Einarsdóttir, sem gegnt hefur starfi framkvæmdastjóra þjónustuupplifunar, mun leiða sameinað sölu- og þjónustusvið félagsins.Bogi Nils Bogason er forstjóri Icelandair Group.Vísir/Jói KSkýrari áhersla á flugrekstur Tómas Ingason kemur nýr inn í framkvæmdastjórn félagsins og fer fyrir nýju sviði, stafrænni þróun og upplýsingatækni en í tilkynningunni segir að sviðið byggi á þróun síðustu ára hjá félaginu í þá átt að byggja stöðugt á nýjustu tæknilausnum sem í boði eru til að veita viðskiptavinum framúrskarandi þjónustu og stuðla að sjálfvirknivæðingu og þar með hagræðingu í rekstri.Framkvæmdastjórar hinna átta sviða munu mynda framkvæmdastjórn félagsins en auk Tómasar taka Eva Sóley Guðbjörnsdóttir, nýr framkvæmdastjóri fjármálasviðs, og Árni Hermannsson, framkvæmdastjóri Loftleiða Icelandic, sæti í framkvæmdastjórninni.Magnea Þórey Hjálmarsdóttir, framkvæmdastjóri Icelandair Hotels, sem er nú í söluferli, mun við þessa breytingu víkja úr framkvæmdastjórn félagsins. Þá mun Jens Bjarnason framkvæmdastjóri nú einbeita sér að erlendu fjárfestingarverkefni en hann hefur undanfarin tvö ár leitt slíkt verkefni Icelandair Group á Grænhöfðaeyjum.Í tilkynningunni segir einnig að með skipulagsbreytingunum sé verið að leggja skýrari áherslu á flugrekstur. Unnið verði að frekari samþættingu Air Iceland Connect og VITA við Icelandair Group. Þá hefur stjórn félagsins tekið ákvörðun um að hefja undirbúning á sölu Iceland Travel. Icelandair Vistaskipti Tengdar fréttir Sextán starfsmönnum á skrifstofu Icelandair sagt upp Icelandair sagði upp fjölda starfsmanna á skrifstofu fyrirtækisins í Reykjavík í gær. 30. janúar 2019 11:18 Bjóða allt að 20 milljarða í Icelandair Hotels Tilboð fjárfesta sem var hleypt áfram í aðra umferð söluferlis Icelandair Hotels hljóða upp um á 140 til 165 milljónir dala. Í þeim hópi eru Blackstone, asísk hótelkeðja og sameiginlegt tilboð frá Keahótelum og Regin. 16. janúar 2019 09:53 Greinendur spá að Icelandair verði rekið með sex milljarða tapi Icelandair Group mun birta afkomu sína á fimmtudag. 6. febrúar 2019 07:15 Mest lesið Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Sjá meira
Icelandair Group, móðurfélag Icelandair og annarra félaga, tilkynnti í dag um talsverðar breytingar á skipulagi félagsins. Þá hefur verið tekin ákvörðun um að hefja undirbúning á sölu á ferðaskrifstofunni Iceland Travel.Í tilkynningu til Kauphallar segir að starfsemi félagsins mun skiptast í átta svið sem samanstanda af fjórum kjarnasviðum og fjórum stoðsviðum. Sölu- og markaðssvið og svið þjónustuupplifunar sem rekin hafa verið sem tvö aðskilin svið verða sameinuð í eitt. Birna Ósk Einarsdóttir, sem gegnt hefur starfi framkvæmdastjóra þjónustuupplifunar, mun leiða sameinað sölu- og þjónustusvið félagsins.Bogi Nils Bogason er forstjóri Icelandair Group.Vísir/Jói KSkýrari áhersla á flugrekstur Tómas Ingason kemur nýr inn í framkvæmdastjórn félagsins og fer fyrir nýju sviði, stafrænni þróun og upplýsingatækni en í tilkynningunni segir að sviðið byggi á þróun síðustu ára hjá félaginu í þá átt að byggja stöðugt á nýjustu tæknilausnum sem í boði eru til að veita viðskiptavinum framúrskarandi þjónustu og stuðla að sjálfvirknivæðingu og þar með hagræðingu í rekstri.Framkvæmdastjórar hinna átta sviða munu mynda framkvæmdastjórn félagsins en auk Tómasar taka Eva Sóley Guðbjörnsdóttir, nýr framkvæmdastjóri fjármálasviðs, og Árni Hermannsson, framkvæmdastjóri Loftleiða Icelandic, sæti í framkvæmdastjórninni.Magnea Þórey Hjálmarsdóttir, framkvæmdastjóri Icelandair Hotels, sem er nú í söluferli, mun við þessa breytingu víkja úr framkvæmdastjórn félagsins. Þá mun Jens Bjarnason framkvæmdastjóri nú einbeita sér að erlendu fjárfestingarverkefni en hann hefur undanfarin tvö ár leitt slíkt verkefni Icelandair Group á Grænhöfðaeyjum.Í tilkynningunni segir einnig að með skipulagsbreytingunum sé verið að leggja skýrari áherslu á flugrekstur. Unnið verði að frekari samþættingu Air Iceland Connect og VITA við Icelandair Group. Þá hefur stjórn félagsins tekið ákvörðun um að hefja undirbúning á sölu Iceland Travel.
Icelandair Vistaskipti Tengdar fréttir Sextán starfsmönnum á skrifstofu Icelandair sagt upp Icelandair sagði upp fjölda starfsmanna á skrifstofu fyrirtækisins í Reykjavík í gær. 30. janúar 2019 11:18 Bjóða allt að 20 milljarða í Icelandair Hotels Tilboð fjárfesta sem var hleypt áfram í aðra umferð söluferlis Icelandair Hotels hljóða upp um á 140 til 165 milljónir dala. Í þeim hópi eru Blackstone, asísk hótelkeðja og sameiginlegt tilboð frá Keahótelum og Regin. 16. janúar 2019 09:53 Greinendur spá að Icelandair verði rekið með sex milljarða tapi Icelandair Group mun birta afkomu sína á fimmtudag. 6. febrúar 2019 07:15 Mest lesið Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Sjá meira
Sextán starfsmönnum á skrifstofu Icelandair sagt upp Icelandair sagði upp fjölda starfsmanna á skrifstofu fyrirtækisins í Reykjavík í gær. 30. janúar 2019 11:18
Bjóða allt að 20 milljarða í Icelandair Hotels Tilboð fjárfesta sem var hleypt áfram í aðra umferð söluferlis Icelandair Hotels hljóða upp um á 140 til 165 milljónir dala. Í þeim hópi eru Blackstone, asísk hótelkeðja og sameiginlegt tilboð frá Keahótelum og Regin. 16. janúar 2019 09:53
Greinendur spá að Icelandair verði rekið með sex milljarða tapi Icelandair Group mun birta afkomu sína á fimmtudag. 6. febrúar 2019 07:15