Miklar breytingar á skipulagi Icelandair og sala á Iceland Travel í bígerð Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 6. febrúar 2019 12:51 Með breytingunum segir flugfélagið að verið sé að leggja skýrari áherslu á flugrekstur. Vísir/Vilhelm Icelandair Group, móðurfélag Icelandair og annarra félaga, tilkynnti í dag um talsverðar breytingar á skipulagi félagsins. Þá hefur verið tekin ákvörðun um að hefja undirbúning á sölu á ferðaskrifstofunni Iceland Travel.Í tilkynningu til Kauphallar segir að starfsemi félagsins mun skiptast í átta svið sem samanstanda af fjórum kjarnasviðum og fjórum stoðsviðum. Sölu- og markaðssvið og svið þjónustuupplifunar sem rekin hafa verið sem tvö aðskilin svið verða sameinuð í eitt. Birna Ósk Einarsdóttir, sem gegnt hefur starfi framkvæmdastjóra þjónustuupplifunar, mun leiða sameinað sölu- og þjónustusvið félagsins.Bogi Nils Bogason er forstjóri Icelandair Group.Vísir/Jói KSkýrari áhersla á flugrekstur Tómas Ingason kemur nýr inn í framkvæmdastjórn félagsins og fer fyrir nýju sviði, stafrænni þróun og upplýsingatækni en í tilkynningunni segir að sviðið byggi á þróun síðustu ára hjá félaginu í þá átt að byggja stöðugt á nýjustu tæknilausnum sem í boði eru til að veita viðskiptavinum framúrskarandi þjónustu og stuðla að sjálfvirknivæðingu og þar með hagræðingu í rekstri.Framkvæmdastjórar hinna átta sviða munu mynda framkvæmdastjórn félagsins en auk Tómasar taka Eva Sóley Guðbjörnsdóttir, nýr framkvæmdastjóri fjármálasviðs, og Árni Hermannsson, framkvæmdastjóri Loftleiða Icelandic, sæti í framkvæmdastjórninni.Magnea Þórey Hjálmarsdóttir, framkvæmdastjóri Icelandair Hotels, sem er nú í söluferli, mun við þessa breytingu víkja úr framkvæmdastjórn félagsins. Þá mun Jens Bjarnason framkvæmdastjóri nú einbeita sér að erlendu fjárfestingarverkefni en hann hefur undanfarin tvö ár leitt slíkt verkefni Icelandair Group á Grænhöfðaeyjum.Í tilkynningunni segir einnig að með skipulagsbreytingunum sé verið að leggja skýrari áherslu á flugrekstur. Unnið verði að frekari samþættingu Air Iceland Connect og VITA við Icelandair Group. Þá hefur stjórn félagsins tekið ákvörðun um að hefja undirbúning á sölu Iceland Travel. Icelandair Vistaskipti Tengdar fréttir Sextán starfsmönnum á skrifstofu Icelandair sagt upp Icelandair sagði upp fjölda starfsmanna á skrifstofu fyrirtækisins í Reykjavík í gær. 30. janúar 2019 11:18 Bjóða allt að 20 milljarða í Icelandair Hotels Tilboð fjárfesta sem var hleypt áfram í aðra umferð söluferlis Icelandair Hotels hljóða upp um á 140 til 165 milljónir dala. Í þeim hópi eru Blackstone, asísk hótelkeðja og sameiginlegt tilboð frá Keahótelum og Regin. 16. janúar 2019 09:53 Greinendur spá að Icelandair verði rekið með sex milljarða tapi Icelandair Group mun birta afkomu sína á fimmtudag. 6. febrúar 2019 07:15 Mest lesið Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Viðskipti erlent Láttu rétta fólkið taka eftir þér í vinnunni Atvinnulíf Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Viðskipti innlent Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Viðskipti innlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Stefán endurkjörinn formaður Viðskipti innlent Fleiri fréttir Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Sjá meira
Icelandair Group, móðurfélag Icelandair og annarra félaga, tilkynnti í dag um talsverðar breytingar á skipulagi félagsins. Þá hefur verið tekin ákvörðun um að hefja undirbúning á sölu á ferðaskrifstofunni Iceland Travel.Í tilkynningu til Kauphallar segir að starfsemi félagsins mun skiptast í átta svið sem samanstanda af fjórum kjarnasviðum og fjórum stoðsviðum. Sölu- og markaðssvið og svið þjónustuupplifunar sem rekin hafa verið sem tvö aðskilin svið verða sameinuð í eitt. Birna Ósk Einarsdóttir, sem gegnt hefur starfi framkvæmdastjóra þjónustuupplifunar, mun leiða sameinað sölu- og þjónustusvið félagsins.Bogi Nils Bogason er forstjóri Icelandair Group.Vísir/Jói KSkýrari áhersla á flugrekstur Tómas Ingason kemur nýr inn í framkvæmdastjórn félagsins og fer fyrir nýju sviði, stafrænni þróun og upplýsingatækni en í tilkynningunni segir að sviðið byggi á þróun síðustu ára hjá félaginu í þá átt að byggja stöðugt á nýjustu tæknilausnum sem í boði eru til að veita viðskiptavinum framúrskarandi þjónustu og stuðla að sjálfvirknivæðingu og þar með hagræðingu í rekstri.Framkvæmdastjórar hinna átta sviða munu mynda framkvæmdastjórn félagsins en auk Tómasar taka Eva Sóley Guðbjörnsdóttir, nýr framkvæmdastjóri fjármálasviðs, og Árni Hermannsson, framkvæmdastjóri Loftleiða Icelandic, sæti í framkvæmdastjórninni.Magnea Þórey Hjálmarsdóttir, framkvæmdastjóri Icelandair Hotels, sem er nú í söluferli, mun við þessa breytingu víkja úr framkvæmdastjórn félagsins. Þá mun Jens Bjarnason framkvæmdastjóri nú einbeita sér að erlendu fjárfestingarverkefni en hann hefur undanfarin tvö ár leitt slíkt verkefni Icelandair Group á Grænhöfðaeyjum.Í tilkynningunni segir einnig að með skipulagsbreytingunum sé verið að leggja skýrari áherslu á flugrekstur. Unnið verði að frekari samþættingu Air Iceland Connect og VITA við Icelandair Group. Þá hefur stjórn félagsins tekið ákvörðun um að hefja undirbúning á sölu Iceland Travel.
Icelandair Vistaskipti Tengdar fréttir Sextán starfsmönnum á skrifstofu Icelandair sagt upp Icelandair sagði upp fjölda starfsmanna á skrifstofu fyrirtækisins í Reykjavík í gær. 30. janúar 2019 11:18 Bjóða allt að 20 milljarða í Icelandair Hotels Tilboð fjárfesta sem var hleypt áfram í aðra umferð söluferlis Icelandair Hotels hljóða upp um á 140 til 165 milljónir dala. Í þeim hópi eru Blackstone, asísk hótelkeðja og sameiginlegt tilboð frá Keahótelum og Regin. 16. janúar 2019 09:53 Greinendur spá að Icelandair verði rekið með sex milljarða tapi Icelandair Group mun birta afkomu sína á fimmtudag. 6. febrúar 2019 07:15 Mest lesið Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Viðskipti erlent Láttu rétta fólkið taka eftir þér í vinnunni Atvinnulíf Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Viðskipti innlent Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Viðskipti innlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Stefán endurkjörinn formaður Viðskipti innlent Fleiri fréttir Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Sjá meira
Sextán starfsmönnum á skrifstofu Icelandair sagt upp Icelandair sagði upp fjölda starfsmanna á skrifstofu fyrirtækisins í Reykjavík í gær. 30. janúar 2019 11:18
Bjóða allt að 20 milljarða í Icelandair Hotels Tilboð fjárfesta sem var hleypt áfram í aðra umferð söluferlis Icelandair Hotels hljóða upp um á 140 til 165 milljónir dala. Í þeim hópi eru Blackstone, asísk hótelkeðja og sameiginlegt tilboð frá Keahótelum og Regin. 16. janúar 2019 09:53
Greinendur spá að Icelandair verði rekið með sex milljarða tapi Icelandair Group mun birta afkomu sína á fimmtudag. 6. febrúar 2019 07:15