
Barnaþing haldið í ár
„Umboðsmaður barna mun einnig boða til þings um málefni barna annað hvert ár þar sem farið verði yfir stöðu og þróun í málefnum barna á helstu sviðum samfélagsins og þá verða niðurstöður þingsins kynntar ríkisstjórn og hlutaðeigandi ráðherrum,“ segir Salvör Nordal, umboðsmaður barna.
„Það er ótrúlega spennandi verkefni og gaman að fyrsta þingið verður haldið í nóvember í tengslum við 30 ára afmæli Barnasáttmálans. Barnaþingið verður haldið í Hörpu og við gerum ráð fyrir um 400-500 þátttakendum en í lögunum er kveðið á um virka þátttöku barna í skipulagningu og framkvæmd þingsins og að börn verði meðal gesta þess og mælenda. Okkur er ekki kunnugt um að sambærilegt þing hafi verið haldið annars staðar þótt ýmsar leiðir hafi verið farnar til að virkja þátttöku barna víða um heim.“
Einnig hefur verið lögfest að embættið hafi hóp barna sér til ráðgjafar en slíkur hópur hefur verið starfræktur um árabil. „Hlutverk þeirra er mjög mikilvægt í öllu okkar starfi. Með lögfestingu hópsins fær hann enn meira vægi og við höfum í hyggju að styrkja hann enn frekar t.d. með því að efla tengslin við börn út á landi til að fá sem fjölbreyttust sjónarmið inn í hópinn.“
Salvör segir það öllu máli skipta að sjónarmið barna heyrist í umræðunni og í stefnumótun hjá sveitarfélögum og stjórnvöldum. Ekki eingöngu um málefni sem snúa beint að börnum heldur einnig um ýmis önnur mál enda þurfi börn að lifa lengst með afleiðingum ákvarðana sem teknar eru í dag.
„Þá skiptir líka máli að ekki sé bara rætt við félagslega sterk börn heldur ekki síður þau sem eiga erfiðara með að koma sjónarmiðum sínum á framfæri. Þess vegna er rík áhersla lögð á það að fulltrúar barna á Barnaþinginu komi alls staðar að af landinu, úr mismunandi aðstæðum og með fjölbreytta reynslu. Á síðustu mánuðum hefur embættið unnið með sérfræðihópi barna með fötlun og við erum að vinna úr tillögum þeirra, sem ég vona að við getum kynnt á vormánuðum,“ segir Salvör.
„Þegar kemur að aðstæðum barna og þjónustu við börn verðum við að heyra hvað þeim sjálfum finnst, hvernig þau sjá þjónustuna og hvað betur mætti fara. Ekki síður að þau séu höfð með í ráðum þegar ákveðið er hvernig haga eigi þeirra lífi, t.d. þegar forsjá er ákveðin eða umgengni eftir skilnað. Við getum talið okkur vita hvað börnum er fyrir bestu en sjáum svo ekki augljósa þætti sem skipta þau jafnvel öllu máli fyrr en við spyrjum þau. Þess vegna er samráð og samtal við börn og ungmenni lykilþátturinn í öllu starfi embættisins.“
Skoðun

Hagfræði, þekking, verðleikar og vistkerfi 2
Viðar Hreinsson skrifar

Okkur blæðir hjúkrunarfræðingum
Guðlaug Ásta Gunnarsdóttir skrifar

Ljósið og myrkrið
Árni Már Jensson skrifar

Hvers vegna erum við ófær um að læra af sögunni?
Bergljót Davíðsdóttir skrifar

Alþjóðasamtök ljúga að Palestínumönnum
Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar

Hnefarétturinn
Sigurður Örn Hilmarsson skrifar

Fullveldið og undirgefnin
Jakob Frímann Magnússon skrifar

Strætó þarf að taka handbremsubeygju
Ragnhildur Alda M. Vilhjálmsdóttir skrifar

„Konan mín þarf ekki að vinna“
Karen Birna V. Ómarsdóttir skrifar

Rás 2 fyrst og fremst í 40 ár
Matthías Már Magnússon skrifar

Gjaldskrárhækkanir í óþökk allra
Orri Páll Jóhannsson skrifar

ESB styður við íslenska háskóla
Lucie Samcová-Hall Allen skrifar

Hallamál til aðstoðar ríkisstjórninni
Gabríel Ingimarsson skrifar

Verður Ísland útibúaland eða land höfuðstöðva blárrar nýsköpunar?
Þór Sigfússon,Heiða Kristín Helgadóttir skrifar

Fossvogsbrú á minn hátt
Ellert Már Jónsson skrifar

Creditinfo
Daníel Freyr Rögnvaldsson skrifar

Ofbeldi á aldrei rétt á sér
Kristín Snorradóttir skrifar

Hált á svellinu
Guðmundur J. Guðmundsson skrifar

Bömmer að sjá ekki myrkrið fyrr en þú stígur úr því
Gunnar Dan Wiium skrifar

Á fráveituvatnið heima í sjónum?
Ottó Elíasson skrifar

Stefnumörkun frá 1850, frjálsar listir og Háskóli Íslands
Atli Harðarson skrifar

Mannúð fyrir jólin
Inga Sæland skrifar

Íbúð eða vosbúð?
Arna Mathiesen skrifar

Strækum á ofbeldi!
Linda Dröfn Gunnarsdóttir skrifar

Ný og spennandi framtíð íslenskrar tónlistar
Einar Bárðarson skrifar

Hvert renna þín sóknargjöld?
Siggeir F. Ævarsson skrifar

Menga á daginn og grilla á kvöldin
Sigurpáll Ingibergsson skrifar

Skattur á rafbíla fer í að bjarga íslenskunni
Tómas Kristjánsson skrifar

Palestína er prófsteinninn!
Hjálmtýr Heiðdal skrifar

Útskúfunarsinfónían
Nökkvi Dan Elliðason skrifar