Barnaþing haldið í ár Salvör Nordal skrifar 28. febrúar 2019 11:00 Umsvif umboðsmanns barna í embætti voru aukin í lok árs 2018. Lögum um umboðsmann barna var breytt í lok síðasta árs en þau höfðu þá ekki verið endurskoðuð frá því þau voru sett árið 1994. Með breytingunum er embættið styrkt og það hefur nú skýrt hlutverk í innleiðingu Barnasáttmálans og fræðslu um hann. Þá er embættinu gefið sérstakt hlutverk við að afla og miðla gögnum um stöðu tiltekinna hópa barna. Þau gögn munu liggja til grundvallar samræmdri og markvissri stefnu í málefnum barna hjá stjórnvöldum. „Umboðsmaður barna mun einnig boða til þings um málefni barna annað hvert ár þar sem farið verði yfir stöðu og þróun í málefnum barna á helstu sviðum samfélagsins og þá verða niðurstöður þingsins kynntar ríkisstjórn og hlutaðeigandi ráðherrum,“ segir Salvör Nordal, umboðsmaður barna. „Það er ótrúlega spennandi verkefni og gaman að fyrsta þingið verður haldið í nóvember í tengslum við 30 ára afmæli Barnasáttmálans. Barnaþingið verður haldið í Hörpu og við gerum ráð fyrir um 400-500 þátttakendum en í lögunum er kveðið á um virka þátttöku barna í skipulagningu og framkvæmd þingsins og að börn verði meðal gesta þess og mælenda. Okkur er ekki kunnugt um að sambærilegt þing hafi verið haldið annars staðar þótt ýmsar leiðir hafi verið farnar til að virkja þátttöku barna víða um heim.“ Einnig hefur verið lögfest að embættið hafi hóp barna sér til ráðgjafar en slíkur hópur hefur verið starfræktur um árabil. „Hlutverk þeirra er mjög mikilvægt í öllu okkar starfi. Með lögfestingu hópsins fær hann enn meira vægi og við höfum í hyggju að styrkja hann enn frekar t.d. með því að efla tengslin við börn út á landi til að fá sem fjölbreyttust sjónarmið inn í hópinn.“ Salvör segir það öllu máli skipta að sjónarmið barna heyrist í umræðunni og í stefnumótun hjá sveitarfélögum og stjórnvöldum. Ekki eingöngu um málefni sem snúa beint að börnum heldur einnig um ýmis önnur mál enda þurfi börn að lifa lengst með afleiðingum ákvarðana sem teknar eru í dag. „Þá skiptir líka máli að ekki sé bara rætt við félagslega sterk börn heldur ekki síður þau sem eiga erfiðara með að koma sjónarmiðum sínum á framfæri. Þess vegna er rík áhersla lögð á það að fulltrúar barna á Barnaþinginu komi alls staðar að af landinu, úr mismunandi aðstæðum og með fjölbreytta reynslu. Á síðustu mánuðum hefur embættið unnið með sérfræðihópi barna með fötlun og við erum að vinna úr tillögum þeirra, sem ég vona að við getum kynnt á vormánuðum,“ segir Salvör. „Þegar kemur að aðstæðum barna og þjónustu við börn verðum við að heyra hvað þeim sjálfum finnst, hvernig þau sjá þjónustuna og hvað betur mætti fara. Ekki síður að þau séu höfð með í ráðum þegar ákveðið er hvernig haga eigi þeirra lífi, t.d. þegar forsjá er ákveðin eða umgengni eftir skilnað. Við getum talið okkur vita hvað börnum er fyrir bestu en sjáum svo ekki augljósa þætti sem skipta þau jafnvel öllu máli fyrr en við spyrjum þau. Þess vegna er samráð og samtal við börn og ungmenni lykilþátturinn í öllu starfi embættisins.“ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Börn og uppeldi Salvör Nordal Mest lesið Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Lýst eftir afstöðu Viðreisnar til ríkisstyrkja Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vegferð menntunar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar Sjá meira
Umsvif umboðsmanns barna í embætti voru aukin í lok árs 2018. Lögum um umboðsmann barna var breytt í lok síðasta árs en þau höfðu þá ekki verið endurskoðuð frá því þau voru sett árið 1994. Með breytingunum er embættið styrkt og það hefur nú skýrt hlutverk í innleiðingu Barnasáttmálans og fræðslu um hann. Þá er embættinu gefið sérstakt hlutverk við að afla og miðla gögnum um stöðu tiltekinna hópa barna. Þau gögn munu liggja til grundvallar samræmdri og markvissri stefnu í málefnum barna hjá stjórnvöldum. „Umboðsmaður barna mun einnig boða til þings um málefni barna annað hvert ár þar sem farið verði yfir stöðu og þróun í málefnum barna á helstu sviðum samfélagsins og þá verða niðurstöður þingsins kynntar ríkisstjórn og hlutaðeigandi ráðherrum,“ segir Salvör Nordal, umboðsmaður barna. „Það er ótrúlega spennandi verkefni og gaman að fyrsta þingið verður haldið í nóvember í tengslum við 30 ára afmæli Barnasáttmálans. Barnaþingið verður haldið í Hörpu og við gerum ráð fyrir um 400-500 þátttakendum en í lögunum er kveðið á um virka þátttöku barna í skipulagningu og framkvæmd þingsins og að börn verði meðal gesta þess og mælenda. Okkur er ekki kunnugt um að sambærilegt þing hafi verið haldið annars staðar þótt ýmsar leiðir hafi verið farnar til að virkja þátttöku barna víða um heim.“ Einnig hefur verið lögfest að embættið hafi hóp barna sér til ráðgjafar en slíkur hópur hefur verið starfræktur um árabil. „Hlutverk þeirra er mjög mikilvægt í öllu okkar starfi. Með lögfestingu hópsins fær hann enn meira vægi og við höfum í hyggju að styrkja hann enn frekar t.d. með því að efla tengslin við börn út á landi til að fá sem fjölbreyttust sjónarmið inn í hópinn.“ Salvör segir það öllu máli skipta að sjónarmið barna heyrist í umræðunni og í stefnumótun hjá sveitarfélögum og stjórnvöldum. Ekki eingöngu um málefni sem snúa beint að börnum heldur einnig um ýmis önnur mál enda þurfi börn að lifa lengst með afleiðingum ákvarðana sem teknar eru í dag. „Þá skiptir líka máli að ekki sé bara rætt við félagslega sterk börn heldur ekki síður þau sem eiga erfiðara með að koma sjónarmiðum sínum á framfæri. Þess vegna er rík áhersla lögð á það að fulltrúar barna á Barnaþinginu komi alls staðar að af landinu, úr mismunandi aðstæðum og með fjölbreytta reynslu. Á síðustu mánuðum hefur embættið unnið með sérfræðihópi barna með fötlun og við erum að vinna úr tillögum þeirra, sem ég vona að við getum kynnt á vormánuðum,“ segir Salvör. „Þegar kemur að aðstæðum barna og þjónustu við börn verðum við að heyra hvað þeim sjálfum finnst, hvernig þau sjá þjónustuna og hvað betur mætti fara. Ekki síður að þau séu höfð með í ráðum þegar ákveðið er hvernig haga eigi þeirra lífi, t.d. þegar forsjá er ákveðin eða umgengni eftir skilnað. Við getum talið okkur vita hvað börnum er fyrir bestu en sjáum svo ekki augljósa þætti sem skipta þau jafnvel öllu máli fyrr en við spyrjum þau. Þess vegna er samráð og samtal við börn og ungmenni lykilþátturinn í öllu starfi embættisins.“
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun