Handbolti

Stoppaði og talaði við dóttur íslenska landsliðsmannsins

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ólafur Guðmundsson fagnar marki.
Ólafur Guðmundsson fagnar marki. Mynd/Twitter/@IFKKristianstad
Ljubomir Vranjes er tekinn við sem þjálfari Íslendingaliðsins Kristianstad og stýrði liðinu í fyrsta sinn í gærkvöldi í 32-27 sigri á Sävehof.

Vranjes tekur við liðinu af fyrrum kollega sínum í sænska landsliðinu Ola Lindgren.

Ólafur Guðmundsson er fyrirliði Kristianstad liðsins og sænska blaðið Expressen segir frá samskiptum íslenska landsliðsmannsins og nýja þjálfarans fyrir framan búningsklefann eftir leikinn.

Ólafur Guðmundsson var með 2 mörk og 3 stoðsendingar í þessum fína sigri og hefur vissulega oft verið betri en Arnar Freyr Arnarsson var frábær inn á línunni með átta mörk úr níu skotum. Teitur Örn Einarsson skoraði síðan þrjú mörk.











Frétt Expressen.Skjámynd/Expressen
Ljubomir Vranjes kláraði viðtölin eftir leikinn en stoppaði fyrir framan búningsklefann þegar hann hitti Ólaf og tvær dætur hans. Ólafur var þá með hina litlu Lovísu í kerru en með þeim var einnig Ólína stóra systir.  Móðir þeirra er Tinna Mark Duffield sem var knattspyrnukona á sínum tíma.

Ólína segir vera að æfa fótbolta í Kristianstad DFF en með meistaraflokksliðinu spila nokkrar íslenska stelpur og þjálfarinn er Elísabet Gunnarsdóttir.

Blaðamaður Expressen forvitnast um stelpurnar hans Ólafs áður en hann tekur stórskyttuna í viðtal.

Ólafur talar ekkert af sér í viðtalinu. „Ég er búinn að með Ola í mörg ár hef bara haft Ljubo í tvo daga. Ég sé því engan breytingar núna,“ sagði Ólafur.

„Þetta snýst ekki um að Ljubo komi hingað og gjörbreyti öllum okkar leik. Við spilum hraðan handbolta og gerum það sem við erum góðir í,“ sagði Ólafur.

„Það samt vissulega gaman að fá eitthvað nýtt hvort sem það er fyrir félagið, stuðningsmennina eða okkur leikmennina,“ sagði Ólafur.

„Ola stóð sig frábærlega með liðið. Éf ber mikla virðingu fyrir honum og er glaður með tíma okkar saman hjá Kristianstad. Núna lítur þetta svona út og það er mjög spennandi,“ sagði Ólafur.

Hér fyrir neðan er viðtal við Ólaf eftir leikinn.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×