Handbolti

Ellefu marka burst hjá Kiel

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Alfreð Gíslason er á sínu síðasta ári sem þjálfari Kiel
Alfreð Gíslason er á sínu síðasta ári sem þjálfari Kiel vísir/getty
Kiel vann öruggann ellefu marka sigur á Granollers í fyrsta leik liðanna í riðlakeppni EHF bikarsins í handbolta.

Markaskorun dreifðist nokkuð jafnt hjá lærisveinum Alfreðs Gíslasonar, Nikkola Bilyk, Rune Dahmke og Niclas Ekberg skoruðu fimm mörk hver í 33-22 sigrinum.

Leikmenn Granollers voru aðeins með 43 prósenta skotnýtingu í leiknum en staðan var 11-18 fyrir Kiel í hálfleik.

Granollers byrjaði leikinn betur og var með forystu framan af. Staðan breyttist hins vegar úr 10-7 fyrir Granollers í 10-13 fyrir Kiel á tíu mínútna kafla. Þá náði Trejo Figueras einu marki fyrir heimamenn áður en Kiel setti næstu fimm mörk og leikurinn í raun úti.

Kiel fer því á topp D-riðils á markatölu með tvö stig eftir fyrstu umferðina líkt og GOG.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×