Handbolti

Ellefu marka burst hjá Kiel

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Alfreð Gíslason er á sínu síðasta ári sem þjálfari Kiel
Alfreð Gíslason er á sínu síðasta ári sem þjálfari Kiel vísir/getty

Kiel vann öruggann ellefu marka sigur á Granollers í fyrsta leik liðanna í riðlakeppni EHF bikarsins í handbolta.

Markaskorun dreifðist nokkuð jafnt hjá lærisveinum Alfreðs Gíslasonar, Nikkola Bilyk, Rune Dahmke og Niclas Ekberg skoruðu fimm mörk hver í 33-22 sigrinum.

Leikmenn Granollers voru aðeins með 43 prósenta skotnýtingu í leiknum en staðan var 11-18 fyrir Kiel í hálfleik.

Granollers byrjaði leikinn betur og var með forystu framan af. Staðan breyttist hins vegar úr 10-7 fyrir Granollers í 10-13 fyrir Kiel á tíu mínútna kafla. Þá náði Trejo Figueras einu marki fyrir heimamenn áður en Kiel setti næstu fimm mörk og leikurinn í raun úti.

Kiel fer því á topp D-riðils á markatölu með tvö stig eftir fyrstu umferðina líkt og GOG.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.