Handbolti

Arnar Freyr að standa sig á móti stóru liðunum í Meistaradeildinni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Arnar Freyr Arnarsson.
Arnar Freyr Arnarsson. Getty/Carsten Harz

Íslenski landsliðslínumaðurinn Arnar Freyr Arnarsson er að spila vel með sænska liðinu Kristianstad í Meistaradeildinni í handbolta.

Arnar Freyr skoraði fimm mörk á móti Vive Kielce um helgina og var einn af markahæstu mönnum sínum liðs en hann hefur þar með skorað tuttugu mörk í síðustu fjórum leikjum sínum í Meistaradeildinni.

Mótherjarnir í þessum fjórum leikjum hafa verið stórlið Vive Targi Kielce frá Póllandi, Rhein-Neckar Löwen frá Þýskalandi,  Montpellier Handball frá Frakklandi og Telekom Veszprém frá Ungverjalandi.

Arnar Freyr er ekki aðeins með 20 mörk í leikjunum heldur hefur hann einnig fiskað tólf vítaköst. Hann er einnig að spila mikilvægt hlutverk í vörninni.

Ólafur Guðmundsson er með tólf mörk í þessum fjórum leikjum og Teitur Örn Einarsson þrjú. Ólafur  skoraði fimm mörk á móti Vive Kielce um helgina alveg eins og Arnar.
Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.