Hrósar United-stuðningsmönnunum sem voru bak við markið á Brúnni í gær Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. febrúar 2019 15:30 Það var ekki leiðinlegt að vera stuðningsmaður Manchester United á Stamford Bridge í gær. Getty/Harriet Lander Michael Carrick, aðstoðarþjálfari Ole Gunnar Solskjær hjá Manchester United, var mjög ánægður með stuðningsmenn liðsins sem fylgdu United mönnum til London í gær. Hann var ekki sá eini úr herbúðum United sem var í skýjunum með stuðninginn. Manchester United tryggði sér þá sæti í átta liða úrslitum enska bikarsins með því að vinna 2-0 útisigur á ríkjandi bikarmeisturum Chelsea. Sjónvarpsvélarnar voru duglegar að sýna harða stuðningsmenn Manchester United sem létu vel í sér heyra á leiknum. Þeir fögnuðu vel og sérstaklega þegar Ander Herrera og Paul Pogba skoruði mörk liðsins. Michael Carrick fór inn á Twitter í dag og þakkaði þessum stuðningsmönnum Manchester United fyrir framlag þeirra á Brúnni í gær.To everyone single one of you behind the goal last night. Nonstop from start to finish. The noise and energy was incredible. Would have loved to be in there myself. Thank you Same again Sunday please — Michael Carrick (@carras16) February 19, 2019„Til hvers einasta af þeim sem voru fyrir aftan markið í gær. Þið voruð á fullu allt frá byrjun til enda. Hávaðinn og orkan voru ótrúleg. Ég hefði elskað það að vera þarna sjálfur. Takk fyrir. Þurfum sama stuðning á sunnudaginn,“ skrifaði Michael Carrick á Twitter. Manchester United tekur einmitt á móti erkifjendunum í Liverpool á Old Trafford á sunnudaginn kemur. Það þarf væntanlega ekkert að pína fyrrnefnda stuðningsmenn United liðsins til að mæta á þann leik sem getur haft mikil áhrif á baráttu Liverpool fyrir því að verða enskur meistari í fyrsta sinn í 29 ár. Það má líka búast við því að einhverjir þessarar stuðningsmanna hafi mætt á Wembley síðasta vor þegar Chelsea vann 1-0 sigur á Manchester United í bikarúrslitaleiknum. Hefndin var örugglega sæt fyrir þá í gærkvöldi. Juan Mata hrósaði líka umræddum stuðningsmönnum eins og sjá má hér fyrir neðan en Mata átti flottan leik inn á miðju Manchester United á móti sínum gömlu félögum í Chelsea liðinu.Top performance , our away supporters were, as always, magnificent & also nice reception from @ChelseaFC fans . Proud of the team! @ManUtd@EmiratesFACup#mufc#FACuppic.twitter.com/x0yuv9HHg1 — Juan Mata García (@juanmata8) February 18, 2019Ole Gunnar Solskjær talað líka um hversu United nýtur góðs af því að hafa svona stuðningsmenn í útileikjum sínum. Solskjær talaði um bestu stuðningsmenn í heimi í viðtalinu hér fyrir neðan.Ole pays tribute to the #MUFC fans and reflects on the tactics behind an excellent victory... pic.twitter.com/qeR6FVLsTO — Manchester United (@ManUtd) February 18, 2019 Enski boltinn Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Hættur aðeins þrítugur Golf Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Sport Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Fleiri fréttir Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Sjá meira
Michael Carrick, aðstoðarþjálfari Ole Gunnar Solskjær hjá Manchester United, var mjög ánægður með stuðningsmenn liðsins sem fylgdu United mönnum til London í gær. Hann var ekki sá eini úr herbúðum United sem var í skýjunum með stuðninginn. Manchester United tryggði sér þá sæti í átta liða úrslitum enska bikarsins með því að vinna 2-0 útisigur á ríkjandi bikarmeisturum Chelsea. Sjónvarpsvélarnar voru duglegar að sýna harða stuðningsmenn Manchester United sem létu vel í sér heyra á leiknum. Þeir fögnuðu vel og sérstaklega þegar Ander Herrera og Paul Pogba skoruði mörk liðsins. Michael Carrick fór inn á Twitter í dag og þakkaði þessum stuðningsmönnum Manchester United fyrir framlag þeirra á Brúnni í gær.To everyone single one of you behind the goal last night. Nonstop from start to finish. The noise and energy was incredible. Would have loved to be in there myself. Thank you Same again Sunday please — Michael Carrick (@carras16) February 19, 2019„Til hvers einasta af þeim sem voru fyrir aftan markið í gær. Þið voruð á fullu allt frá byrjun til enda. Hávaðinn og orkan voru ótrúleg. Ég hefði elskað það að vera þarna sjálfur. Takk fyrir. Þurfum sama stuðning á sunnudaginn,“ skrifaði Michael Carrick á Twitter. Manchester United tekur einmitt á móti erkifjendunum í Liverpool á Old Trafford á sunnudaginn kemur. Það þarf væntanlega ekkert að pína fyrrnefnda stuðningsmenn United liðsins til að mæta á þann leik sem getur haft mikil áhrif á baráttu Liverpool fyrir því að verða enskur meistari í fyrsta sinn í 29 ár. Það má líka búast við því að einhverjir þessarar stuðningsmanna hafi mætt á Wembley síðasta vor þegar Chelsea vann 1-0 sigur á Manchester United í bikarúrslitaleiknum. Hefndin var örugglega sæt fyrir þá í gærkvöldi. Juan Mata hrósaði líka umræddum stuðningsmönnum eins og sjá má hér fyrir neðan en Mata átti flottan leik inn á miðju Manchester United á móti sínum gömlu félögum í Chelsea liðinu.Top performance , our away supporters were, as always, magnificent & also nice reception from @ChelseaFC fans . Proud of the team! @ManUtd@EmiratesFACup#mufc#FACuppic.twitter.com/x0yuv9HHg1 — Juan Mata García (@juanmata8) February 18, 2019Ole Gunnar Solskjær talað líka um hversu United nýtur góðs af því að hafa svona stuðningsmenn í útileikjum sínum. Solskjær talaði um bestu stuðningsmenn í heimi í viðtalinu hér fyrir neðan.Ole pays tribute to the #MUFC fans and reflects on the tactics behind an excellent victory... pic.twitter.com/qeR6FVLsTO — Manchester United (@ManUtd) February 18, 2019
Enski boltinn Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Hættur aðeins þrítugur Golf Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Sport Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Fleiri fréttir Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Sjá meira