Datt illa og vitnaði í Lethal Weapon: „Ég er orðin of gömul fyrir þennan skít“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 6. febrúar 2019 11:00 Lindsey Vonn kveður á sunnudaginn. vísir/getty Bandaríska skíðadrottningin Lindsey Vonn lýkur mögnuðum ferli sínum næsta sunnudag þegar að hún keppir í bruni á heimsmeistaramótinu í alpareinum sem nú stendur yfir í Åre í Svíþjóð. Næst síðasta ferðin hennar niður brekkuna var í gær þegar að hún keppti í risastórsvigi en þessi sigursælasta skíðakona sögunnar datt illa og endaði úti við öryggisgirðinguna. „Ég verð að horfa á þetta aftur á myndbandi. Ég hef líklega ekki tekið rétta stefnu. Ég veit bara ekki hvað gerðist,“ sagði Vonn sem hefur áður dottið illa og meitt sig. „Það fyrsta sem ég hugsaði var bara hvers vegna er ég aftur komin út í girðinguna? Mig langar að blóta en ég læt það vera,“ sagði hún á fréttamannafundi eftir keppnina. Vonn er 34 ára gömul og á að baki ótrúlegan feril en hún hefur fjórum sinnum orðið samanlagður heimsmeistari og er stigahæsti brunkappi sögunnar hvort sem um ræðir karla eða konur. Hún hefur unnið 82 heimsbikarmót, Ólympíugull og tvo heimsmeistaratitla en í heildina á hún 137 verðlaun frá heimsbikarmótum. Meiðsli hafa sett strik í reikningin og nú verður hún að hætta. „Hvers vegna er ég hérna? Ég er alltof gömul fyrir þennan skít,“ sagði Vonn nokkuð svekkt eftir fallið og vitnaði þar í Danny Glover í Leathael Weapon-myndunum. Hún uppskar hlátrasköll í salnum. „Svona er þetta bara og ég get engu breytt. Ég hef lagt ótrúlega mikið á mig á mínum ferli og komið aftur eftir erfið meiðsli. Ég get þetta bara ekki lengur. Svona er lífið. Það geta ekki allir verið Tom Brady og unnið Super Bowl milljón sinnum,“ sagði Lindsey Vonn. Skíðaíþróttir Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Åge Hareide glímir við sjúkdóm Fótbolti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Skrautlegur ferðadagur Fótbolti Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Fótbolti FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Fleiri fréttir Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna Svakalegt kvöld framundan í Úrvalsdeildinni í pílu Elvar með flestar stoðsendingar í sigri ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Hvernig umspil færi Ísland í? Dagskráin í dag: Hvað töfrar Potter fram með Svíum? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Sjá meira
Bandaríska skíðadrottningin Lindsey Vonn lýkur mögnuðum ferli sínum næsta sunnudag þegar að hún keppir í bruni á heimsmeistaramótinu í alpareinum sem nú stendur yfir í Åre í Svíþjóð. Næst síðasta ferðin hennar niður brekkuna var í gær þegar að hún keppti í risastórsvigi en þessi sigursælasta skíðakona sögunnar datt illa og endaði úti við öryggisgirðinguna. „Ég verð að horfa á þetta aftur á myndbandi. Ég hef líklega ekki tekið rétta stefnu. Ég veit bara ekki hvað gerðist,“ sagði Vonn sem hefur áður dottið illa og meitt sig. „Það fyrsta sem ég hugsaði var bara hvers vegna er ég aftur komin út í girðinguna? Mig langar að blóta en ég læt það vera,“ sagði hún á fréttamannafundi eftir keppnina. Vonn er 34 ára gömul og á að baki ótrúlegan feril en hún hefur fjórum sinnum orðið samanlagður heimsmeistari og er stigahæsti brunkappi sögunnar hvort sem um ræðir karla eða konur. Hún hefur unnið 82 heimsbikarmót, Ólympíugull og tvo heimsmeistaratitla en í heildina á hún 137 verðlaun frá heimsbikarmótum. Meiðsli hafa sett strik í reikningin og nú verður hún að hætta. „Hvers vegna er ég hérna? Ég er alltof gömul fyrir þennan skít,“ sagði Vonn nokkuð svekkt eftir fallið og vitnaði þar í Danny Glover í Leathael Weapon-myndunum. Hún uppskar hlátrasköll í salnum. „Svona er þetta bara og ég get engu breytt. Ég hef lagt ótrúlega mikið á mig á mínum ferli og komið aftur eftir erfið meiðsli. Ég get þetta bara ekki lengur. Svona er lífið. Það geta ekki allir verið Tom Brady og unnið Super Bowl milljón sinnum,“ sagði Lindsey Vonn.
Skíðaíþróttir Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Åge Hareide glímir við sjúkdóm Fótbolti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Skrautlegur ferðadagur Fótbolti Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Fótbolti FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Fleiri fréttir Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna Svakalegt kvöld framundan í Úrvalsdeildinni í pílu Elvar með flestar stoðsendingar í sigri ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Hvernig umspil færi Ísland í? Dagskráin í dag: Hvað töfrar Potter fram með Svíum? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Sjá meira