Ofureinföldun Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 22. janúar 2019 07:30 Í nýlegri skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands um þjóðhagsleg áhrif hvalveiða er að finna ævintýralega einföldun á þeim flóknu líffræðilegu ferlum sem eiga sér stað í vistkerfum sjávar við Íslandsstrendur. Í skýrslunni eru víðtækar ályktanir dregnar af einföldum reiknidæmum um afrán hvala sem byggja á tveggja áratuga gömlum gögnum og aðferðum. Í raun sætir það furðu að skýrsluhöfundar hafi ekki vandað betur til verka í útreikningum sínum, til dæmis með víðtækara samráði við sérfræðinga í sjávarlíffræði og vistfræði, og með því að afla sér nýjustu þekkingar á hlutverki hvala í lífkerfum sjávar, enda er sá kafli skýrslunnar sá eini sem í raun krefst vísindalegrar nálgunar og vinnubragða. Aðrir kaflar hennar — sem eru ágætir — byggja ýmist á opinberum gögnum, sögulegu yfirliti eða túlkun höfunda. Ef markmiðið var að færa atvinnuvegaráðuneytinu leiðarvísi að mótun framtíðarskipulags hvalveiða hér á landi þá hefur Hagfræðistofnun mistekist ætlunarverkið, og ráðuneytið fengið í hendurnar plagg sem ætti undir öllum eðlilegum kringumstæðum að hafa lítið sem ekkert vægi í umræðunni um framtíð hvalveiða á Íslandi. Það eru þó ekki aðeins sjálfar niðurstöður skýrslunnar og aðferðir höfunda hennar sem eru vafasamar. Það sem ekki er fjallað um skiptir máli. Í skýrslunni er ekki minnst einu orði á þær miklu breytingar sem eiga sér stað í lífríki hafsins með hlýnun sjávar. Breytingar sem meðal annars taka til útbreiðslu fiskistofna og munu „torvelda mjög allt mat á áhrifum hvalveiða á lífríkið og afrakstur fiskistofna“, eins og segir í frétt Hafrannsóknastofnunar. Óvissuþættirnir eru einfaldlega of margir til þess að hægt sé að horfa fram hjá þeim. Sú staðreynd að það sé gert gerir skýrslu Hagfræðistofnunar að litlu öðru en hugaræfingu um hvalveiðar í heimi sem ekki stendur frammi fyrir hrörnun og breytingu vistkerfa á heimsvísu. Jafnframt er ómögulegt að horfa fram hjá siðferðilegum álitamálum þegar hvalveiðar eru annars vegar. Ef hægt er að velta upp hugmyndum um lagasetningu til að sporna við hryðjuverkastarfsemi róttækra náttúruverndarsinna, líkt og gert er í skýrslunni, þá ætti sannarlega að vera hægt að fjalla um ný vísindi um vitsmuni þessara spendýra og margslungið hegðunarmynstur. Skýrslan dregur óneitanlega dám af þeirri skaðlegu og aldagömlu hugmynd að manneskjan sé á einhvern hátt ofar öðrum lífverum sett. Að náttúran sé auðlind sem óhætt sé að hagnýta út í hið ýtrasta. Blessunarlega eru slíkar hugmyndir á undanhaldi. Það að einblína aðeins á stofnstærð eða heildaráhrif og hundsa velferð hvers einstaklings er vitnisburður um bjagað gildismat, það gengur þvert gegn nútíma þekkingu og á lítið erindi í upplýsta umræðu um samspil mannskepnunnar og náttúrunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kjartan Hreinn Njálsson Skoðun Mest lesið Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun 52 milljarðar/ári x 30 ár = EES Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Skoðun Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Í nýlegri skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands um þjóðhagsleg áhrif hvalveiða er að finna ævintýralega einföldun á þeim flóknu líffræðilegu ferlum sem eiga sér stað í vistkerfum sjávar við Íslandsstrendur. Í skýrslunni eru víðtækar ályktanir dregnar af einföldum reiknidæmum um afrán hvala sem byggja á tveggja áratuga gömlum gögnum og aðferðum. Í raun sætir það furðu að skýrsluhöfundar hafi ekki vandað betur til verka í útreikningum sínum, til dæmis með víðtækara samráði við sérfræðinga í sjávarlíffræði og vistfræði, og með því að afla sér nýjustu þekkingar á hlutverki hvala í lífkerfum sjávar, enda er sá kafli skýrslunnar sá eini sem í raun krefst vísindalegrar nálgunar og vinnubragða. Aðrir kaflar hennar — sem eru ágætir — byggja ýmist á opinberum gögnum, sögulegu yfirliti eða túlkun höfunda. Ef markmiðið var að færa atvinnuvegaráðuneytinu leiðarvísi að mótun framtíðarskipulags hvalveiða hér á landi þá hefur Hagfræðistofnun mistekist ætlunarverkið, og ráðuneytið fengið í hendurnar plagg sem ætti undir öllum eðlilegum kringumstæðum að hafa lítið sem ekkert vægi í umræðunni um framtíð hvalveiða á Íslandi. Það eru þó ekki aðeins sjálfar niðurstöður skýrslunnar og aðferðir höfunda hennar sem eru vafasamar. Það sem ekki er fjallað um skiptir máli. Í skýrslunni er ekki minnst einu orði á þær miklu breytingar sem eiga sér stað í lífríki hafsins með hlýnun sjávar. Breytingar sem meðal annars taka til útbreiðslu fiskistofna og munu „torvelda mjög allt mat á áhrifum hvalveiða á lífríkið og afrakstur fiskistofna“, eins og segir í frétt Hafrannsóknastofnunar. Óvissuþættirnir eru einfaldlega of margir til þess að hægt sé að horfa fram hjá þeim. Sú staðreynd að það sé gert gerir skýrslu Hagfræðistofnunar að litlu öðru en hugaræfingu um hvalveiðar í heimi sem ekki stendur frammi fyrir hrörnun og breytingu vistkerfa á heimsvísu. Jafnframt er ómögulegt að horfa fram hjá siðferðilegum álitamálum þegar hvalveiðar eru annars vegar. Ef hægt er að velta upp hugmyndum um lagasetningu til að sporna við hryðjuverkastarfsemi róttækra náttúruverndarsinna, líkt og gert er í skýrslunni, þá ætti sannarlega að vera hægt að fjalla um ný vísindi um vitsmuni þessara spendýra og margslungið hegðunarmynstur. Skýrslan dregur óneitanlega dám af þeirri skaðlegu og aldagömlu hugmynd að manneskjan sé á einhvern hátt ofar öðrum lífverum sett. Að náttúran sé auðlind sem óhætt sé að hagnýta út í hið ýtrasta. Blessunarlega eru slíkar hugmyndir á undanhaldi. Það að einblína aðeins á stofnstærð eða heildaráhrif og hundsa velferð hvers einstaklings er vitnisburður um bjagað gildismat, það gengur þvert gegn nútíma þekkingu og á lítið erindi í upplýsta umræðu um samspil mannskepnunnar og náttúrunnar.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun