Ofureinföldun Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 22. janúar 2019 07:30 Í nýlegri skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands um þjóðhagsleg áhrif hvalveiða er að finna ævintýralega einföldun á þeim flóknu líffræðilegu ferlum sem eiga sér stað í vistkerfum sjávar við Íslandsstrendur. Í skýrslunni eru víðtækar ályktanir dregnar af einföldum reiknidæmum um afrán hvala sem byggja á tveggja áratuga gömlum gögnum og aðferðum. Í raun sætir það furðu að skýrsluhöfundar hafi ekki vandað betur til verka í útreikningum sínum, til dæmis með víðtækara samráði við sérfræðinga í sjávarlíffræði og vistfræði, og með því að afla sér nýjustu þekkingar á hlutverki hvala í lífkerfum sjávar, enda er sá kafli skýrslunnar sá eini sem í raun krefst vísindalegrar nálgunar og vinnubragða. Aðrir kaflar hennar — sem eru ágætir — byggja ýmist á opinberum gögnum, sögulegu yfirliti eða túlkun höfunda. Ef markmiðið var að færa atvinnuvegaráðuneytinu leiðarvísi að mótun framtíðarskipulags hvalveiða hér á landi þá hefur Hagfræðistofnun mistekist ætlunarverkið, og ráðuneytið fengið í hendurnar plagg sem ætti undir öllum eðlilegum kringumstæðum að hafa lítið sem ekkert vægi í umræðunni um framtíð hvalveiða á Íslandi. Það eru þó ekki aðeins sjálfar niðurstöður skýrslunnar og aðferðir höfunda hennar sem eru vafasamar. Það sem ekki er fjallað um skiptir máli. Í skýrslunni er ekki minnst einu orði á þær miklu breytingar sem eiga sér stað í lífríki hafsins með hlýnun sjávar. Breytingar sem meðal annars taka til útbreiðslu fiskistofna og munu „torvelda mjög allt mat á áhrifum hvalveiða á lífríkið og afrakstur fiskistofna“, eins og segir í frétt Hafrannsóknastofnunar. Óvissuþættirnir eru einfaldlega of margir til þess að hægt sé að horfa fram hjá þeim. Sú staðreynd að það sé gert gerir skýrslu Hagfræðistofnunar að litlu öðru en hugaræfingu um hvalveiðar í heimi sem ekki stendur frammi fyrir hrörnun og breytingu vistkerfa á heimsvísu. Jafnframt er ómögulegt að horfa fram hjá siðferðilegum álitamálum þegar hvalveiðar eru annars vegar. Ef hægt er að velta upp hugmyndum um lagasetningu til að sporna við hryðjuverkastarfsemi róttækra náttúruverndarsinna, líkt og gert er í skýrslunni, þá ætti sannarlega að vera hægt að fjalla um ný vísindi um vitsmuni þessara spendýra og margslungið hegðunarmynstur. Skýrslan dregur óneitanlega dám af þeirri skaðlegu og aldagömlu hugmynd að manneskjan sé á einhvern hátt ofar öðrum lífverum sett. Að náttúran sé auðlind sem óhætt sé að hagnýta út í hið ýtrasta. Blessunarlega eru slíkar hugmyndir á undanhaldi. Það að einblína aðeins á stofnstærð eða heildaráhrif og hundsa velferð hvers einstaklings er vitnisburður um bjagað gildismat, það gengur þvert gegn nútíma þekkingu og á lítið erindi í upplýsta umræðu um samspil mannskepnunnar og náttúrunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kjartan Hreinn Njálsson Skoðun Mest lesið Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson Skoðun Persónudýrkun vinstrisins Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Sýnum í verki að okkur er ekki sama Anna Sigga Jökuls Ragnheiðardóttir Skoðun Reykjavík - barnvæn höfuðborg? Einar Þorsteinsson,Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson Skoðun Öryggi geðheilbrigðis Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Öflugt atvinnulíf í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um atburðina á Gaza Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Öryggi geðheilbrigðis Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Mjóddin og pólitík pírata Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Sýnum í verki að okkur er ekki sama Anna Sigga Jökuls Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Drúsar og hörmungarnar í Suwayda Armando Garcia skrifar Skoðun Hjarta samfélagsins í Þorlákshöfn slær við höfnina Grétar Ingi Erlendsson skrifar Skoðun Marserum fyrir jafnrétti í íþróttum Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflugt atvinnulíf í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Persónudýrkun vinstrisins Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavík - barnvæn höfuðborg? Einar Þorsteinsson,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Magnús og hálfsannleikurinn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala fyrir börnin á Gaza Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Tvær sögur Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Stærsta kjarabót öryrkja í áratugi Ingjibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Sjá meira
Í nýlegri skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands um þjóðhagsleg áhrif hvalveiða er að finna ævintýralega einföldun á þeim flóknu líffræðilegu ferlum sem eiga sér stað í vistkerfum sjávar við Íslandsstrendur. Í skýrslunni eru víðtækar ályktanir dregnar af einföldum reiknidæmum um afrán hvala sem byggja á tveggja áratuga gömlum gögnum og aðferðum. Í raun sætir það furðu að skýrsluhöfundar hafi ekki vandað betur til verka í útreikningum sínum, til dæmis með víðtækara samráði við sérfræðinga í sjávarlíffræði og vistfræði, og með því að afla sér nýjustu þekkingar á hlutverki hvala í lífkerfum sjávar, enda er sá kafli skýrslunnar sá eini sem í raun krefst vísindalegrar nálgunar og vinnubragða. Aðrir kaflar hennar — sem eru ágætir — byggja ýmist á opinberum gögnum, sögulegu yfirliti eða túlkun höfunda. Ef markmiðið var að færa atvinnuvegaráðuneytinu leiðarvísi að mótun framtíðarskipulags hvalveiða hér á landi þá hefur Hagfræðistofnun mistekist ætlunarverkið, og ráðuneytið fengið í hendurnar plagg sem ætti undir öllum eðlilegum kringumstæðum að hafa lítið sem ekkert vægi í umræðunni um framtíð hvalveiða á Íslandi. Það eru þó ekki aðeins sjálfar niðurstöður skýrslunnar og aðferðir höfunda hennar sem eru vafasamar. Það sem ekki er fjallað um skiptir máli. Í skýrslunni er ekki minnst einu orði á þær miklu breytingar sem eiga sér stað í lífríki hafsins með hlýnun sjávar. Breytingar sem meðal annars taka til útbreiðslu fiskistofna og munu „torvelda mjög allt mat á áhrifum hvalveiða á lífríkið og afrakstur fiskistofna“, eins og segir í frétt Hafrannsóknastofnunar. Óvissuþættirnir eru einfaldlega of margir til þess að hægt sé að horfa fram hjá þeim. Sú staðreynd að það sé gert gerir skýrslu Hagfræðistofnunar að litlu öðru en hugaræfingu um hvalveiðar í heimi sem ekki stendur frammi fyrir hrörnun og breytingu vistkerfa á heimsvísu. Jafnframt er ómögulegt að horfa fram hjá siðferðilegum álitamálum þegar hvalveiðar eru annars vegar. Ef hægt er að velta upp hugmyndum um lagasetningu til að sporna við hryðjuverkastarfsemi róttækra náttúruverndarsinna, líkt og gert er í skýrslunni, þá ætti sannarlega að vera hægt að fjalla um ný vísindi um vitsmuni þessara spendýra og margslungið hegðunarmynstur. Skýrslan dregur óneitanlega dám af þeirri skaðlegu og aldagömlu hugmynd að manneskjan sé á einhvern hátt ofar öðrum lífverum sett. Að náttúran sé auðlind sem óhætt sé að hagnýta út í hið ýtrasta. Blessunarlega eru slíkar hugmyndir á undanhaldi. Það að einblína aðeins á stofnstærð eða heildaráhrif og hundsa velferð hvers einstaklings er vitnisburður um bjagað gildismat, það gengur þvert gegn nútíma þekkingu og á lítið erindi í upplýsta umræðu um samspil mannskepnunnar og náttúrunnar.
Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson Skoðun
Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar
Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar
Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson Skoðun