Stríð og friður á Landsímareit – Skyndifriðun skýrð II Hópur skrifar 28. janúar 2019 07:30 Veturinn 2012-13 spurðist að borgaryfirvöld hygðust leyfa stórbyggingu á horni Thorvaldsensstrætis og Kirkjustrætis í Reykjavík. Í blaðagreinum kom fram 2013 að byggingin næði yfir austurhluta hins gamla Víkurkirkjugarðs. Borgaryfirvöld svöruðu og vitnuðu til þess að þarna mætti reisa hús samkvæmt deiliskipulagi en sú heimild var auðsæ mistök og ólögleg. Því var líka haldið fram að þessum austurhluta garðsins hefði jafnan verið sýnd lítilsvirðing og því væri hæpið að fara að sýna honum sérstaka ræktarsemi. Þetta var þó alrangt, þessum austurhluta garðsins var sýnd sérstök umhyggja á árunum 1965 og 1966; þá spurðist að Póstur og sími vildi fá að reisa byggingu þarna, álíka stóra og núna er fyrirhuguð. Ríkisstjórnin bannaði þetta haustið 1965 til að hlífa austanverðum kirkjugarðinum. Hófst þá mikil togstreita, Póstur og sími var vaxandi þjóðþrifafyrirtæki og sótti fast á um að fá að bæta við húsnæði sitt við Austurvöll. Loks var fallist á það árið 1966 að húsið yrði um hálfu minna og næði aðeins yfir norðausturhorn kirkjugarðsins. Ekki var þó heimilt að gera þar kjallara en leyft að grafa 2 m breiðan og 9 m langan skurð í garðinum fyrir undirstöðu (sökkli). Fornleifafræðingar grófu þar upp jarðneskar leifar sex manns, í febrúar 1967. Rökin fyrir að leyfa þetta munu hafa verið samfélagsleg nauðsyn, margir biðu eftir að fá síma og ekki mun hafa þótt fært á þessum tíma að finna fyrirtækinu annan stað í borginni. Núna gegnir öðru máli, engin samfélagsleg nauðsyn rekur til þess að reisa stórt hótel á umræddum reit sem er söguhelgur og viðkvæmur. Slíku hóteli mætti vel finna annan stað. Viðbyggingin frá 1967 hefur verið brotin niður og gefst einstakt, sögulegt færi á að endurheimta allan hinn forna garð og breyta honum í skrúðgarð, eins og hann var.Vanvirðing Þeir sem segjast ekki sjá neitt að því að reisa hótel á umræddum stað nefna að austurhlutinn hafi verið vanvirtur lengi og finnst fátt um bannið frá 1965. Einkum er tínt til að þarna hafi staðið braggar. Braggana lét bandaríski herinn reisa í seinni heimsstyrjöld en samkvæmt uppdrætti Pósts og síma stóð aðeins einn þeirra innan hins gamla kirkjugarðs og þó aðeins að nokkru leyti. Undirstöður voru einfaldar og röskuðu litlu. Þá er bent á að fyrir framan umrædda viðbyggingu Pósts og síma hafi verið bílastæði yfir gamla kirkjugarðinum. Við fornleifagröft árið 2016 komu þarna í ljós 22 heillegar beinagrindur í heillegum kistum og afsönnuðu það sem fullyrt hafði verið að öllum jarðneskum leifum hefði verið umturnað þarna með framkvæmdum. Það er matsatriði hvort bílastæðið var meiri eða minni vanvirðing en hið steinlagða torg í Fógetagarðinum þar sem standa að jafnaði söluvagnar í seinni tíð. Árið 1960 lét Póstur og sími grafa skurð horna á milli í Fógetagarðinum, án samþykkis yfirvalda, og kom upp mikið af hauskúpum og beinum. Fáum mun detta í hug að hin slæma umgengni í Fógetagarði réttlæti að þar verði reist stórbygging. Hið sama ætti að gilda í austurhlutanum, eðlilegt að bæta fyrir fyrri mistök, tímabært að endurheimta garðinn sem skrúðgarð og breyta honum í almenningsgarð. Ekki lengur kirkjugarður? Fullyrt er að ekki séu lengur neinar minjar í austurhlutanum og skyndifriðun hans sé lögleysa. Er þá vísað til þess að ekki séu lengur nein bein í þessum hluta garðsins, allar jarðneskar leifar hafi verið fluttar brott. Það er engan veginn víst, hold verður mold. Það er einhver geðþóttaskýring sem ekki stenst að kirkjugarður hætti að vera kirkjugarður þegar bein hafi verið flutt brott. Kirkjugarður er vígður einu sinni og er síðan kirkjugarður og þegar jarðsetningu er hætt ber skv. lögum að varðveita hann sem almenningsgarð þótt hold hafi orðið mold og bein séu molnuð og kannski horfin. Austurhlutinn er óafmáanlegur partur hins gamla kirkjugarðs Reykvíkinga. Við teljum eðlilegt að minningarmörk, sem flutt voru úr austurhlutanum og enn eru varðveitt, verði sett í hann að nýju á rétta staði. Vel kæmi til greina að sækja bein í geymslur og koma þeim fyrir að nýju á sínum stöðum í garðinum. Aðalatriðið er að garðurinn verði almenningsgarður þar sem fólk geti átt góðar stundir innan um tré og annan gróður.HöfundarÁshildur Haraldsdóttir, flautuleikariFriðrik Ólafsson, fv. skrifstofustjóri AlþingisHelgi Þorláksson, fv. prófessorHjörleifur Stefánsson, arkitektMarinó Þorsteinsson, formaður sóknarnefndar Dómkirkjunnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Fornminjar Kirkjugarðar Tengdar fréttir Ólögmætar framkvæmdir á Landsímareit – Skyndifriðun skýrð Áttunda dag janúar sl. var frá því sagt að mennta-og menningarmálaráðherra hefði staðfest tillögu Minjastofnunar Íslands um friðlýsingu Fógetagarðsins í Reykjavík; þennan garð hafa borgaryfirvöld nefnt Víkurgarð í seinni tíð. 24. janúar 2019 07:45 Mest lesið Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Blæðandi vegir Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun „Nýtt veiðigjald: sátt byggð á hagkvæmni“ Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Nærvera Héðinn Unnsteinsson skrifar Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson skrifar Skoðun Þessi jafnlaunavottun... Sunna Arnardottir skrifar Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun #BLESSMETA – fyrsta grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Dáleiðsla er ímyndun ein Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Veturinn 2012-13 spurðist að borgaryfirvöld hygðust leyfa stórbyggingu á horni Thorvaldsensstrætis og Kirkjustrætis í Reykjavík. Í blaðagreinum kom fram 2013 að byggingin næði yfir austurhluta hins gamla Víkurkirkjugarðs. Borgaryfirvöld svöruðu og vitnuðu til þess að þarna mætti reisa hús samkvæmt deiliskipulagi en sú heimild var auðsæ mistök og ólögleg. Því var líka haldið fram að þessum austurhluta garðsins hefði jafnan verið sýnd lítilsvirðing og því væri hæpið að fara að sýna honum sérstaka ræktarsemi. Þetta var þó alrangt, þessum austurhluta garðsins var sýnd sérstök umhyggja á árunum 1965 og 1966; þá spurðist að Póstur og sími vildi fá að reisa byggingu þarna, álíka stóra og núna er fyrirhuguð. Ríkisstjórnin bannaði þetta haustið 1965 til að hlífa austanverðum kirkjugarðinum. Hófst þá mikil togstreita, Póstur og sími var vaxandi þjóðþrifafyrirtæki og sótti fast á um að fá að bæta við húsnæði sitt við Austurvöll. Loks var fallist á það árið 1966 að húsið yrði um hálfu minna og næði aðeins yfir norðausturhorn kirkjugarðsins. Ekki var þó heimilt að gera þar kjallara en leyft að grafa 2 m breiðan og 9 m langan skurð í garðinum fyrir undirstöðu (sökkli). Fornleifafræðingar grófu þar upp jarðneskar leifar sex manns, í febrúar 1967. Rökin fyrir að leyfa þetta munu hafa verið samfélagsleg nauðsyn, margir biðu eftir að fá síma og ekki mun hafa þótt fært á þessum tíma að finna fyrirtækinu annan stað í borginni. Núna gegnir öðru máli, engin samfélagsleg nauðsyn rekur til þess að reisa stórt hótel á umræddum reit sem er söguhelgur og viðkvæmur. Slíku hóteli mætti vel finna annan stað. Viðbyggingin frá 1967 hefur verið brotin niður og gefst einstakt, sögulegt færi á að endurheimta allan hinn forna garð og breyta honum í skrúðgarð, eins og hann var.Vanvirðing Þeir sem segjast ekki sjá neitt að því að reisa hótel á umræddum stað nefna að austurhlutinn hafi verið vanvirtur lengi og finnst fátt um bannið frá 1965. Einkum er tínt til að þarna hafi staðið braggar. Braggana lét bandaríski herinn reisa í seinni heimsstyrjöld en samkvæmt uppdrætti Pósts og síma stóð aðeins einn þeirra innan hins gamla kirkjugarðs og þó aðeins að nokkru leyti. Undirstöður voru einfaldar og röskuðu litlu. Þá er bent á að fyrir framan umrædda viðbyggingu Pósts og síma hafi verið bílastæði yfir gamla kirkjugarðinum. Við fornleifagröft árið 2016 komu þarna í ljós 22 heillegar beinagrindur í heillegum kistum og afsönnuðu það sem fullyrt hafði verið að öllum jarðneskum leifum hefði verið umturnað þarna með framkvæmdum. Það er matsatriði hvort bílastæðið var meiri eða minni vanvirðing en hið steinlagða torg í Fógetagarðinum þar sem standa að jafnaði söluvagnar í seinni tíð. Árið 1960 lét Póstur og sími grafa skurð horna á milli í Fógetagarðinum, án samþykkis yfirvalda, og kom upp mikið af hauskúpum og beinum. Fáum mun detta í hug að hin slæma umgengni í Fógetagarði réttlæti að þar verði reist stórbygging. Hið sama ætti að gilda í austurhlutanum, eðlilegt að bæta fyrir fyrri mistök, tímabært að endurheimta garðinn sem skrúðgarð og breyta honum í almenningsgarð. Ekki lengur kirkjugarður? Fullyrt er að ekki séu lengur neinar minjar í austurhlutanum og skyndifriðun hans sé lögleysa. Er þá vísað til þess að ekki séu lengur nein bein í þessum hluta garðsins, allar jarðneskar leifar hafi verið fluttar brott. Það er engan veginn víst, hold verður mold. Það er einhver geðþóttaskýring sem ekki stenst að kirkjugarður hætti að vera kirkjugarður þegar bein hafi verið flutt brott. Kirkjugarður er vígður einu sinni og er síðan kirkjugarður og þegar jarðsetningu er hætt ber skv. lögum að varðveita hann sem almenningsgarð þótt hold hafi orðið mold og bein séu molnuð og kannski horfin. Austurhlutinn er óafmáanlegur partur hins gamla kirkjugarðs Reykvíkinga. Við teljum eðlilegt að minningarmörk, sem flutt voru úr austurhlutanum og enn eru varðveitt, verði sett í hann að nýju á rétta staði. Vel kæmi til greina að sækja bein í geymslur og koma þeim fyrir að nýju á sínum stöðum í garðinum. Aðalatriðið er að garðurinn verði almenningsgarður þar sem fólk geti átt góðar stundir innan um tré og annan gróður.HöfundarÁshildur Haraldsdóttir, flautuleikariFriðrik Ólafsson, fv. skrifstofustjóri AlþingisHelgi Þorláksson, fv. prófessorHjörleifur Stefánsson, arkitektMarinó Þorsteinsson, formaður sóknarnefndar Dómkirkjunnar
Ólögmætar framkvæmdir á Landsímareit – Skyndifriðun skýrð Áttunda dag janúar sl. var frá því sagt að mennta-og menningarmálaráðherra hefði staðfest tillögu Minjastofnunar Íslands um friðlýsingu Fógetagarðsins í Reykjavík; þennan garð hafa borgaryfirvöld nefnt Víkurgarð í seinni tíð. 24. janúar 2019 07:45
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar
Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar