Alfreð: Aron verður að skjóta mikið á markið Tómas Þór Þórðarson í München skrifar 11. janúar 2019 14:03 Alfreð Gíslason fer aftur heim eftir daginn í dag. vísir/sigurður már Alfreð Gíslason, þjálfari þýska stórliðsins Kiel og fyrrverandi landsliðsmaður og þjálfari, er mættur til München í Ólympíuhöllina til að fylgjast með Íslandi spila á móti Króatíu í dag. Alfreð stýrði landsliðinu sjálfur síðast þegar að mótið fór fram í Þýskalandi árið 2007 en hann fagnar því að vera í fríi alltaf í janúar og geta horft á smá handbolta. „Það er mjög fínt. Ég er bara með fjóra heima sem ég get þjálfað þannig að það er bara fínt að geta skroppið hingað niður eftir og horft á Ísland,“ segir Alfreð við Vísi. Kynslóðaskiptin eru komin hjá íslenska landsliðinu en hvernig líst Alfreð, sem hefur allt unnið í félagsliðabransanum, á þessa nýju kynslóð og verkefnið sem Guðmundur Guðmundsson félagi hans er að vinna í. „Fyrr eða seinna þarf að breyta til og yngja upp mannskapinn þó alltaf sé best að spila á því sterkasta sem við eigum,“ segir Alfreð. „Það virðist vera komið að því þessir ungu menn þurfa að spila og þeir eru í þessum hópi manna sem eru taldir sterkastir. Það var mikil blóðtaka að missa Gauja í meiðsli en Aron er reyndur. Það er gaman að sjá hann í fyrirliðastöðunni og axla mikla ábyrgð. Þessir yngri verða nú að sýna sig.“ Aron Pálmarsson á að fara í gamla hlutverkið sitt sem stórskytta og skjóta markið og skora mikið af mörkum en hann viðurkenndi í gær að það hefur reynst erfitt að fara aftur í það hlutverk. „Það er rökrétt að maður eins og Aron verður að skjóta mikið á markið í þessari uppstillingu sem að við eigum í dag,“ segir Alfreð. „Hann er heimsklassa leikmaður hvort sem að hann tekur skotin eða spilar fyrir hina. Hann er frábær leikstjórnandi en eins og staðan er í dag þurfum við á honum að halda hættulegum fyrir framan markið,“ segir Alfreð Gíslason.Klippa: Alfreð Gíslason - Þessir ungu verða að sýna sig HM 2019 í Frakklandi Tengdar fréttir Utan vallar: Dúkurinn spyr ekki um aldur Íslenska landsliðið er ungt en enginn spyr um aldur á meðan leikur er í gangi. 11. janúar 2019 12:00 Arnar Freyr hæstur og þyngstur hjá Íslandi en er langt frá stærsta Króatanum á vigtinni Ísland og Króatía eru með sömu meðalhæðina á opinberum leikmannalistum HM 2019. 11. janúar 2019 12:52 Guðmundur þarf að ýta á rauða hnappinn til að fá leikhlé Ekki þarf að leggja niður spjald lengur til að fá leikhlé. 11. janúar 2019 11:51 Elvar Örn: Setti mér markmið að komast núna á HM og það tókst Elvar Örn Jónsson ætlaði sér á HM og þangað er hann mættur. 11. janúar 2019 08:30 Mest lesið KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Enski boltinn Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Semple til Grindavíkur Körfubolti Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Fótbolti ÍR aftur á toppinn Íslenski boltinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ Fótbolti „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Fótbolti Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Fleiri fréttir Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Sjá meira
Alfreð Gíslason, þjálfari þýska stórliðsins Kiel og fyrrverandi landsliðsmaður og þjálfari, er mættur til München í Ólympíuhöllina til að fylgjast með Íslandi spila á móti Króatíu í dag. Alfreð stýrði landsliðinu sjálfur síðast þegar að mótið fór fram í Þýskalandi árið 2007 en hann fagnar því að vera í fríi alltaf í janúar og geta horft á smá handbolta. „Það er mjög fínt. Ég er bara með fjóra heima sem ég get þjálfað þannig að það er bara fínt að geta skroppið hingað niður eftir og horft á Ísland,“ segir Alfreð við Vísi. Kynslóðaskiptin eru komin hjá íslenska landsliðinu en hvernig líst Alfreð, sem hefur allt unnið í félagsliðabransanum, á þessa nýju kynslóð og verkefnið sem Guðmundur Guðmundsson félagi hans er að vinna í. „Fyrr eða seinna þarf að breyta til og yngja upp mannskapinn þó alltaf sé best að spila á því sterkasta sem við eigum,“ segir Alfreð. „Það virðist vera komið að því þessir ungu menn þurfa að spila og þeir eru í þessum hópi manna sem eru taldir sterkastir. Það var mikil blóðtaka að missa Gauja í meiðsli en Aron er reyndur. Það er gaman að sjá hann í fyrirliðastöðunni og axla mikla ábyrgð. Þessir yngri verða nú að sýna sig.“ Aron Pálmarsson á að fara í gamla hlutverkið sitt sem stórskytta og skjóta markið og skora mikið af mörkum en hann viðurkenndi í gær að það hefur reynst erfitt að fara aftur í það hlutverk. „Það er rökrétt að maður eins og Aron verður að skjóta mikið á markið í þessari uppstillingu sem að við eigum í dag,“ segir Alfreð. „Hann er heimsklassa leikmaður hvort sem að hann tekur skotin eða spilar fyrir hina. Hann er frábær leikstjórnandi en eins og staðan er í dag þurfum við á honum að halda hættulegum fyrir framan markið,“ segir Alfreð Gíslason.Klippa: Alfreð Gíslason - Þessir ungu verða að sýna sig
HM 2019 í Frakklandi Tengdar fréttir Utan vallar: Dúkurinn spyr ekki um aldur Íslenska landsliðið er ungt en enginn spyr um aldur á meðan leikur er í gangi. 11. janúar 2019 12:00 Arnar Freyr hæstur og þyngstur hjá Íslandi en er langt frá stærsta Króatanum á vigtinni Ísland og Króatía eru með sömu meðalhæðina á opinberum leikmannalistum HM 2019. 11. janúar 2019 12:52 Guðmundur þarf að ýta á rauða hnappinn til að fá leikhlé Ekki þarf að leggja niður spjald lengur til að fá leikhlé. 11. janúar 2019 11:51 Elvar Örn: Setti mér markmið að komast núna á HM og það tókst Elvar Örn Jónsson ætlaði sér á HM og þangað er hann mættur. 11. janúar 2019 08:30 Mest lesið KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Enski boltinn Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Semple til Grindavíkur Körfubolti Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Fótbolti ÍR aftur á toppinn Íslenski boltinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ Fótbolti „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Fótbolti Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Fleiri fréttir Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Sjá meira
Utan vallar: Dúkurinn spyr ekki um aldur Íslenska landsliðið er ungt en enginn spyr um aldur á meðan leikur er í gangi. 11. janúar 2019 12:00
Arnar Freyr hæstur og þyngstur hjá Íslandi en er langt frá stærsta Króatanum á vigtinni Ísland og Króatía eru með sömu meðalhæðina á opinberum leikmannalistum HM 2019. 11. janúar 2019 12:52
Guðmundur þarf að ýta á rauða hnappinn til að fá leikhlé Ekki þarf að leggja niður spjald lengur til að fá leikhlé. 11. janúar 2019 11:51
Elvar Örn: Setti mér markmið að komast núna á HM og það tókst Elvar Örn Jónsson ætlaði sér á HM og þangað er hann mættur. 11. janúar 2019 08:30