Handbolti

Guðmundur þarf að ýta á rauða hnappinn til að fá leikhlé

Tómas Þór Þórðarson í München skrifar
Rauði hnappurinn er klár við enda varamannabekkjanna.
Rauði hnappurinn er klár við enda varamannabekkjanna. vísir/tom
Ekki verður notast við aðferðina að leggja niður spjald á ritaraborðið til að fá leikhlé á HM 2019 í handbolta heldur ýta þjálfarar liðanna á þar til gerðan rauðan hnapp sem stendur voldugur á lítilli súlu við enda varamannabekkjanna.

Þetta hefur ekki verið notað áður á stórmóti hjá körlum en var notað á HM 2017 í kvennaflokki og þá verður þetta einnig notað í úrslitahelgi danska bikarsins svo dæmi séu nefnd. Rauði hnappurinn er að ryðja sér til rúms í handboltaheiminum.

Minni vafi er á hvort þjálfarar vilja leikhlé þegar að þeir nota hnappinn og þá getur ritaraborðið síður gert mistök ef það stöðvar leikinn ekki nógu snemma eftir að þjálfari leggur niður spjaldið. Verið er að reyna að útrýma öllum vafamálum þeim þeim rauða.

Rauði hnappurinn er klár inn í Ólympíuhöllinni í München þar sem að strákarnir okkar hefja leik á HM í dag á móti Króatíu klukkan 17.00 og þarf Guðmundur Guðmundsson því að ýta á þann rauða til að fá leikhlé í dag.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×