Handbolti

Ísland og Kórea með langyngstu liðin á heimsmeistaramótinu í ár

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Hinn nítján ára gamli Gísli Þorgeir Kristjánsson er yngsti leikmaður íslenska leikmannahópsins af þeim sem Guðmundur Guðmundsson tilkynnti inn í upphafi HM.
Hinn nítján ára gamli Gísli Þorgeir Kristjánsson er yngsti leikmaður íslenska leikmannahópsins af þeim sem Guðmundur Guðmundsson tilkynnti inn í upphafi HM. Fréttablaðið/Anton Brink

Allar 24 þjóðirnar á heimsmeistaramótinu í handbolta hafa nú skilað inn endanlegum sextán manna leikmannalistum sínum til IHF og þá kemur vel í ljós hversu ungt lið Ísland teflir fram á HM 2019.

Meðalaldur íslenska hópsins, án hins sautján ára Hauks Þrastarsonar, er 24,9 ár sem er miklu lægri meðalaldur en hjá 22 af 23 liðum á HM.

Það er aðeins sameinað lið Kóreumanna sem er með yngra lið en meðaldur kóreska liðsins er aðeins 24,4 ár. Ísland færi undir það ef Haukur Þrastarson kæmi inn í liðið.

Íslenska liðið er líka með langyngsta liðið í sínum riðli en strákarnir hans Arons Kristjánssonar í Barein koma næstir með meðalaldur upp á 27,1 ár.

Danir eru með elsta liðið á HM í ár og eina liðið þar sem meðalaldurinn er yfir 30 ár. Spánverjar og Króatar, næstu tveir mótherjar Íslands, koma í næstu sætum.

Ísland mætir Króatíu á eftir en meðalaldur króatíska landsliðsins er fjórum árum eldri en þess íslenska.

Hér fyrir neðan má sjá lista yfir meðaldur þjóðanna á HM í handbolta 2019 en þetta er tekið af heimasíðu mótsins og eru opinberar tölur frá Alþjóðahandknattleikssambandinu.

Meðalaldur leikmannahópanna á HM 2019
Danmörk 30,3
Spánn 29,7
Króatía 28,9
Frakkland 28,5
Argentína 28,3
Ungverjaland 28,3
Brasilía 28,1
Rússland 27,9
Austurríki 27,8
Katar 27,8
Túnis 27,8
Japan 27,7
Svíþjóð 27,7
Þýskaland 27,6
Makedónía 27,6
Barein 27,1
Síle 27,1
Egyptaland 26,6
Sádí Arabía 26,5
Angóla 26,3
Noregur 26,3
Serbía 26,3
Ísland 24,9
Kórea 24,4

Meðalaldur leikmannahópanna í riðli Íslands á HM 2019
Spánn 29,7
Króatía 28,9
Japan 27,7
Makedónía 27,6
Barein 27,1
Ísland 24,9Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.