Harden óstöðvandi í jólamánuðinum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 2. janúar 2019 07:00 James Harden hefur skorað 40 stig eða meira í síðustu fjórum leikjum Houston Rockets. Vísir/Getty Það eru engin gífuryrði að segja að James Harden, leikmaður Houston Rockets í NBA-deildinni í körfubolta, hafi farið mikinn í desember. Raunar héldu manninum með skeggið engin bönd. Í síðasta leik Houston á árinu 2018, 113-101 sigri á Memphis Grizzlies var Harden með þrefalda tvennu; skoraði 43 stig, tók tíu fráköst og gaf 13 stoðsendingar. Hann hitti aðeins úr átta skotum utan af velli og tapaði boltanum níu sinnum en skoraði 21 stig af vítalínunni. Þetta var fjórði leikurinn í röð þar sem Harden skorar 40 stig eða meira. Hann er fyrsti leikmaðurinn í sögu Houston sem skorar 40 stig eða meira í fjórum leikjum í röð. „Ég veit ekki hvernig er hægt að spila betur en hann er að gera,“ sagði Mike D’Antoni, þjálfari Houston, um Harden eftir sigurinn á Memphis. „Hann stelur boltum og nær þreföldum tvennum eins og að drekka vatn. Frammistaða hans er á allt öðru plani en hjá öðrum.“ Harden lék 15 leiki í desember. Í þeim skoraði hann 36,4 stig að meðaltali, tók 5,9 fráköst og gaf 7,9 stoðsendingar. Í síðustu tíu leikjum Houston á árinu 2018 skoraði Harden 40,8 stig að meðaltali, tók 6,8 fráköst og gaf 8,9 stoðsendingar. Samkvæmt tölfræðingum vestanhafs er Harden þriðji leikmaðurinn í NBA á síðustu 30 árum sem skorar a.m.k. 400 stig yfir tíu leikja tímabil. Hinir eru Michael Jordan og Kobe Bryant. Í síðustu átta leikjum Houston hefur Harden skorað a.m.k. 35 stig og gefið fimm stoðsendingar. Með því sló hann met sem var í eigu Oscars Robertson. Á ýmsu hefur gengið hjá Houston á þessu tímabili. Í fyrra var liðið með besta árangurinn í NBA; vann 65 leiki og setti í leiðinni félagsmet. Houston komst í úrslit Vesturdeildarinnar þar sem liðið tapaði fyrir Golden State Warriors í oddaleik. Harden lék stórvel í fyrra og var valinn verðmætasti leikmaður deildarinnar (MVP). Nokkrar breytingar urðu á leikmannahópi Houston í sumar og liðið fór illa af stað. Fimm af fyrstu sex leikjunum töpuðust og í byrjun desember var Houston með ellefu sigra og 14 töp og við botninn í Vesturdeildinni. En þá fór Harden á flug og gengi Houston tók stakkaskiptum. Liðið hefur unnið tíu af síðustu ellefu leikjum sínum og er komið í baráttuna um heimaleikjarétt í úrslitakeppninni. Harden er líka kominn inn í umræðuna um verðmætasta leikmann tímabilsins. Hann hefur borið lið Houston á herðum sér og snúið gengi þess algjörlega við á síðustu vikum. Harden er með 33,3 stig að meðaltali í leik á tímabilinu. Clint Capela er næststigahæstur hjá Houston með 17,0 stig að meðaltali í leik. Harden er ekki bara langstigahæsti leikmaður Houston á tímabilinu heldur einnig langstigahæsti leikmaður deildarinnar. Stephen Curry, leikmaður Golden State Warriors, kemur næstur með 28,7 stig að meðaltali í leik. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Enski boltinn Barcelona Spánarmeistari Fótbolti „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Handbolti Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn „Ég hafði góða tilfinningu fyrir þessum leik“ Sport Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Enski boltinn Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Handbolti Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið Handbolti EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Handbolti Fleiri fréttir Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Sjá meira
Það eru engin gífuryrði að segja að James Harden, leikmaður Houston Rockets í NBA-deildinni í körfubolta, hafi farið mikinn í desember. Raunar héldu manninum með skeggið engin bönd. Í síðasta leik Houston á árinu 2018, 113-101 sigri á Memphis Grizzlies var Harden með þrefalda tvennu; skoraði 43 stig, tók tíu fráköst og gaf 13 stoðsendingar. Hann hitti aðeins úr átta skotum utan af velli og tapaði boltanum níu sinnum en skoraði 21 stig af vítalínunni. Þetta var fjórði leikurinn í röð þar sem Harden skorar 40 stig eða meira. Hann er fyrsti leikmaðurinn í sögu Houston sem skorar 40 stig eða meira í fjórum leikjum í röð. „Ég veit ekki hvernig er hægt að spila betur en hann er að gera,“ sagði Mike D’Antoni, þjálfari Houston, um Harden eftir sigurinn á Memphis. „Hann stelur boltum og nær þreföldum tvennum eins og að drekka vatn. Frammistaða hans er á allt öðru plani en hjá öðrum.“ Harden lék 15 leiki í desember. Í þeim skoraði hann 36,4 stig að meðaltali, tók 5,9 fráköst og gaf 7,9 stoðsendingar. Í síðustu tíu leikjum Houston á árinu 2018 skoraði Harden 40,8 stig að meðaltali, tók 6,8 fráköst og gaf 8,9 stoðsendingar. Samkvæmt tölfræðingum vestanhafs er Harden þriðji leikmaðurinn í NBA á síðustu 30 árum sem skorar a.m.k. 400 stig yfir tíu leikja tímabil. Hinir eru Michael Jordan og Kobe Bryant. Í síðustu átta leikjum Houston hefur Harden skorað a.m.k. 35 stig og gefið fimm stoðsendingar. Með því sló hann met sem var í eigu Oscars Robertson. Á ýmsu hefur gengið hjá Houston á þessu tímabili. Í fyrra var liðið með besta árangurinn í NBA; vann 65 leiki og setti í leiðinni félagsmet. Houston komst í úrslit Vesturdeildarinnar þar sem liðið tapaði fyrir Golden State Warriors í oddaleik. Harden lék stórvel í fyrra og var valinn verðmætasti leikmaður deildarinnar (MVP). Nokkrar breytingar urðu á leikmannahópi Houston í sumar og liðið fór illa af stað. Fimm af fyrstu sex leikjunum töpuðust og í byrjun desember var Houston með ellefu sigra og 14 töp og við botninn í Vesturdeildinni. En þá fór Harden á flug og gengi Houston tók stakkaskiptum. Liðið hefur unnið tíu af síðustu ellefu leikjum sínum og er komið í baráttuna um heimaleikjarétt í úrslitakeppninni. Harden er líka kominn inn í umræðuna um verðmætasta leikmann tímabilsins. Hann hefur borið lið Houston á herðum sér og snúið gengi þess algjörlega við á síðustu vikum. Harden er með 33,3 stig að meðaltali í leik á tímabilinu. Clint Capela er næststigahæstur hjá Houston með 17,0 stig að meðaltali í leik. Harden er ekki bara langstigahæsti leikmaður Houston á tímabilinu heldur einnig langstigahæsti leikmaður deildarinnar. Stephen Curry, leikmaður Golden State Warriors, kemur næstur með 28,7 stig að meðaltali í leik.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Enski boltinn Barcelona Spánarmeistari Fótbolti „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Handbolti Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn „Ég hafði góða tilfinningu fyrir þessum leik“ Sport Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Enski boltinn Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Handbolti Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið Handbolti EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Handbolti Fleiri fréttir Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Sjá meira
Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn
Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn