Handbolti

Bjarki og Óðinn bætast við hópinn í Noregi

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Bjarki Már Elísson í leik Íslands og Svía í Laugardalshöll.
Bjarki Már Elísson í leik Íslands og Svía í Laugardalshöll. vísir/eyþór
Meiðsli og veikindi herja á íslenska handboltalandsliðið í aðdragand HM í handbolta og Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari heldur áfram að kalla inn leikmenn sem höfðu áður misst sæti sitt í hópnum.

Guðmundur og aðstoðarmenn hans hafa nú ákveðið að kalla þá Bjarka Má Elísson og Óðinn Þór Ríkharðsson til móts við A-landslið karla sem tekur þátt í Gjendsidige Cup í Osló.

Bjarki Már og Óðinn Þór voru báðir í 28 manna hópnum en voru ekki valdir upphaflega í tuttugu manna æfingahóp Guðmundar fyrir HM í Þýskalandi og Danmörku.

Ástæðan fyrir breytingunni eru meiðsli Sigvalda Guðjónssonar og veikindi Stefáns Rafns Sigurmannssonar hjá landsliðinu og fljúga þeir Bjarki og Óðinn til Noregs í fyrramálið.

Bjarki hefur ekkert verið með liðinu en Óðinn Þór stóð sig frábærlega í sigri á Barein í leik liðanna í Laugardalshöllinni rétt fyrir áramót.

Bjarki og Óðinn verða því ekki með í fyrsta leik á móti Norðmönnum klukkan 17.15 í kvöld.




Tengdar fréttir

Arnar Freyr nefbrotinn en klár á HM

Arnar Freyr Arnarsson, línumaður íslenska landsliðsins í handbolta, mun ekki missa af HM sem hefst síðar í mánuðinum vegna meiðsla. RÚV greinir frá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×