Handbolti

Sautján manna hópurinn sem fer til Noregs: Ágúst Elí og Heimir Óli í hópnum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ágúst Elí er kominn inn í hópinn, nokkuð óvænt.
Ágúst Elí er kominn inn í hópinn, nokkuð óvænt. vísir/ernir
Guðmundur Þórður Guðmundsson, landsliðsþjálfari Íslands, hefur valið sautján manna hóp sem fer út til Noregs í fyrramálið og spilar í Gjendsidige bikarnum.

Guðmundur valdi í fyrstu tuttugu manna æfingahóp en fleiri leikmenn en þessir tuttugu hafa fengið að spreyta sig í undirbúningnum, til að mynda í æfingaleikjunum gegn Barein.

Athygli vekur að Ágúst Elí Björgvinsson fer með liðinu út til Noregs en hann var ekki í tuttugu manna æfingahópnum. Hann myndar því þriggja manna teymi með Aroni Rafni og Björgvini Páli í Noregi.

Arnar Birkir Hálfdánsson, Haukur Þrastarson og Ágúst Birgisson detta út og fara ekki með til Noregs en Heimir Óli Heimisson er í hópnum. Hann var ekki í upprunalega tuttugu manna hópnum en var í 28 manna hópnum sem Guðmundi tilkynnti fyrst um sinn.

Stefán Rafn Sigurmannsson fer ekki með liðinu til Noregs en hann glímir við veikindi og línumaðurinn Arnar Freyr Arnarsson er meiddur.

Hópinn má sjá í heild sinni hér að neðan en fyrsti leikur Íslands verður á fimmtudagskvöldið er liðið leikur við Noreg. Síðan er leikur gegn Brasilíu á laugardegi og Holland á sunnudegi.

Hópurinn sem fer út er eftirfarandi:

Aron Rafn Eðvarðsson

Ágúst Elí Björgvinsson

Björgvin Páll Gústavsson

Guðjón Valur Sigurðsson

Aron Pálmarsson

Ólafur Guðmundsson

Elvar Örn Jónsson

Gísli Þorgeir Kristjánsson

Janus Daði Smárason

Ómar Ingi Magnússon

Rúnar Kárason

Arnór Þór Gunnarsson

Sigvaldi Guðjónsson

Ýmir Örn Gíslason

Daníel Þór Ingason

Ólafur Gústafsson

Heimir Óli Heimisson


Tengdar fréttir

Hvaða átta leikmenn mun Guðmundur stroka út af HM-listanum?

Tuttugu bestu handboltamenn þjóðarinnar verða í dag valdir í æfingahóp íslenska karlalandsliðsins en þeir munu mæta á svæðið 27. desember þegar íslenska landsliðið hefur lokaundirbúning sinn fyrir HM í handbolta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×