Handbolti

Arnar Freyr nefbrotinn en klár á HM

Anton Ingi Leifsson skrifar
Arnar Freyr á æfingu með íslenska landsliðinu.
Arnar Freyr á æfingu með íslenska landsliðinu. vísir/ernir
Arnar Freyr Arnarsson, línumaður íslenska landsliðsins í handbolta, mun ekki missa af HM sem hefst síðar í mánuðinum vegna meiðsla. RÚV greinir frá.

Arnar Freyr nefbrotnaði í leik með liði sínu í Svíþjóð, Kristianstad, milli jóla og nýárs er hann fékk þungt högg á andlitið.

Hann lék ekki með íslenska landsliðinu gegn Barein í æfingaleikjunum í Laugardalshöll á dögunum og var ekki í hópnum sem ferðaðist í morgun til Noregs á æfingamót en er HM í hættu?

„Nei, það er ekki í hættu. Það var bara tekin ákvörðun hjá þjálfarateyminu að ég yrði eftir hér heima,“ sagði Arnar Freyr í samtali við Hauk Harðarson, íþróttafréttamann á RÚV.

Fyrsti leikur Ísland á HM er gegn Króatíu ellefta janúar en hann æfir með landsliðinu er þeir snúa heim frá Noregi. Fyrst um sinn þarf Arnar Freyr að æfa með andlitsgrímu.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×